Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 10

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 10
8 c. Salt- og sykurupplausn í frumusafanum. Því sterkari sem upplausnin er, þeim mun meira frost þarf til þess, að fruman frjósi. 2. Myndunarfræðilegir eiginleikar. a. Liðstuttir sprotar virðast þola meira frost en hinir Iengri og renglulegri. b. Einangrun stöngulsins, hár, vax, korkur o. fl. eykur varnir jurt- arinnar gegn því að frjósa of ört. c. Lögun. Sumir jurtahlutar þykkna og fá tiltölulega minna yfirborð, þegar jurtirnar búa sig undir veturinn. Minnkar það kalhættuna. d. Dökkgrænn litur á jurtum virðist standa í einhverju samhengi við frostþol. Eru dökkgrænar jurtir þannig frostþolnari en hinar ljós- grænu. 3. Erfðafræðilegir eiginleikar. Jurtir með háa litningatölu virðast vera frostþolnari en þær, sem hafa fáa litninga. Það er athyglisvert, að íslenzk grös eru einmitt gædd mörgum þess- ara eiginleika. Til dæmis eru íslenzkir vinglar, sveifgrös og língresi liðstyttri en flestir þeirra erlendu stofna, sem hingað flytjast. Algengur stofn af íslenzkum vingli (F. rubra var. arenaria) er mun hærðari en hinir aðfluttu. íslenzkt gras er talið grænna en hið útlenda, þótt hér liggi engar sannanir fyrir hendi, og í ritgerð, sem dr. Áskell Löve hef- ur samið um íslenzkt vallarsveifgras (13), sýnir hann fram á, að það hafi hærri litningatölu en hið erlenda, sem nú flyzt inn til landsins. Aðrir frumufræðilegir eiginleikar íslenzku stofnanna hafa ekki verið rannsakaðir, svo að vitanlegt sé, en það væri athugandi, hvort þeir reynust ekki vera gæddir þessum frostþolseiginleikum í ríkara mæli en hinir erlendu stofnar. Þannig geta tegundir og stofnar jurta verið mismunandi næmir fyrir áhrifum frostsins, og þannig er lágmarkshitastig fyrir tilveru slíkra jurta misjafnt. Fyrstu frostnæturnar skerða þannig blöð kartöflugrass- ins, meðan grænkálið stendur ósnortið langt fram á vetur. Blöð lauf- trjánna verða gul og skorpin og falla svo með öllu, en barrtrén standa óhögguð, og frostið virðist ekkert á þau fá. Margar hitabeltisjurtir eru meira að segja svo viðkvæmar, að þær þola ekki hinar minnstu hitabreytingar. Slíkur er munur á frostþoli tegundanna, en einnig gæt- ir þess innan sömu jurtar eftir árstíðum og veðurfari. Þegar líður á haustið, breyta jurtirnar ytra útliti og geta því betur mætt kuldanum. Fjölærar jurtir fella flestar blöð og stöngla, og eftir lifa aðeins rætur og jarðsprotar. Blöð annarra jurta þykkna eða vefjast saman og minnk- ar við það yfirborð þeirra. Saltupplausn frumusafans eykst smátt og smátt, þegar líður á haustið, og einnig minnkar vatnssóknin til rótanna, lífsstarfsemin dvínar og jurtirnar falla í dvala. 1 þessu ástandi eru þær mun harðgerðari en þegar lífsstarfsemin var örari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.