Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 42

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 42
40 kalnar sléttur voru athugaðar, var leitazt við, að svo miklu leyti sem það var unnt, að sneiða hjá þeim hluta sléttnanna, sem kal síðustu tveggja ára hafði gersamlega umbreytt eða drepið í allan fyrri gróður. Þó var þetta ekki kleift, þar sem allt túnið var gisið af kali eða fyrri gróður dauður. Athugun á kalblettunum sjálfum virtist þó vera þýðingarmikil, þar sem hún gaf upplýsingar um það, hvernig túnin taka að gróa upp og i hvaða röð jurtirnar leggja undir sig kalblettina. Víðast, þar sem svo var háttað, voru því rannsakaðar sjálfar skell- urnar, og skal nú greina frá niðurstöðum þeirra athugana. Þar, sem ekki er algert dauðakal í skellum, getur að jafnaði að finna eitthvað af þeim fjölæra gróðri, sem áður óx í sléttunni. Fer þá mikið eftir jarðvegi, hvaða tegund er ríkjandi á hverjum stað. a. 1 mýrlendri jörð lifa hálfgrös og snarrót einna helzt. b. Á valllendi er það háliðagras, snarrót og skriðlíngresi eða stundum vallarsveifgras, túnvingull og jafnvel hvítsmári. Séu skellurnar dauðakalnar, gengur oft misjafnlega fyrir þær að gróa upp. Verður það þó oftast á þann hátt, að fjölærar, skriðular jurtir, sem uxu á jöðrunum, teygja sig smátt og smátt inn í flagið og nema það. Þær jurtir, sem fyrstar eru að breiðast þannig út, eru skriðlín- gresi og vallarsveifgras, en seinna túnvingull, hálíngresi og jafnvel há- liðagras. Jafnframt því, sem hinar fjölæru jurtir vaxa út frá jöðrunum, verður kalbletturinn oft að góðri gróðrarstíu fyrir einærar jurtir. Gætir þess einkum, þar sem jarðvegur er áburðarmikill. Þekst þá skellan oft á sama ári og kalið kom af haugarfa og varpasveifgrasi, en fræ þessara jurta berst auðveldlega í kalblettina með húsdýraáburði, hafi hann verið borinn á. Jurtir þessar hafa sáralítið fóðurgildi. Er illmögulegt að þurrka þær, og tefja þær auk þess fyrir vexti nytsamlegra grastegunda. Blett- irnir verða þá ljósgrænir og gróðurlendið heillegra að sjá, en heyfeng- urinn verður ævinlega lítill og lélegur. E. Niðurstöður. Hér að framan hefur verið sýnt fram á, að kalskemmdir eru ekki nýtt fyrirbæri í íslenzkum landbúnaði, þótt ræktunaraðferðir seinni ára kunni að hafa stuðlað noklcuð að aukinni kalhættu á túnum. Er bent á, að veðurfari sé þar fyrst og fremst um að kenna og þar af leiðandi verði þær jarðir og einstakar sléttur verr úti, sem liggja illa við. Jarðir í miðsveitum virðast fara verst, því að þar eru umhleypingar mestir. Sé einhver halli á sléttum, er verst, ef þær halla í norðvestur eða austur, því að úr þeim áttum eru hörðust veður og á landi, er snýr í austur, gætir mestra hitabreytinga. Að öðru leyti virðist hallalaust og slétt j'firborð kala fremur en annað, enda stendur yfirborðsvatnið einna helzt á slíkum sléttum, frýs á vetrum og veldur kali. Mýrarjarðvegi er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.