Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 13

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 13
11 mjög langur, eins og oft vill verða á Norðurlandi, deyja þá flestar jurtir að lokum og eftir verða svartir og rotnir kalblettir. Hér að framan hefur verið minnzt nokkrum orðum hinna mismun- andi áhrifa frostsins á jurtirnar og hvaða tjóni það getur valdið þeim bæði beint og óbeint. Á þeim forsendum er síðan unnt að skýra kal- skemmdir í graslendi yfirleitt. Þess var getið í upphafi, að tjón af völdum kals hefði verið mikið hér á landi síðustu árin og væri því eðlilegt að álykta, að notkun óþolnari grastegunda eða nýjum ræktun- araðferðum síðuslu ára væri hér um að kenna, ef veðurfar væri óbreytt. Til þess að grennslast eftir því, hvort þetta óvenju mikla kal sé alger nýlunda í sögu landsins, er fróðlegt að sjá, hvað annálar og aðrar heim- ildir fyrri ára hafa um kal að segja. Kal á fyrri árum. Engar frambærilegar sannanir eru til fyrir því, hve mikil brögð hafa verið að kali fyrir landnám. Hægara ætti að vera að átta sig á, hvenær kalskemmda varð vart, eflir að landið byggðist, sögur hófust og annálar voru skráðir. Þetta er þó ekki eins auðvelt og ætla mætti. Enda þótt minnzt sé á illt árferði og grasleysi, er ekki einhlítt, að gróður hafi kalið. Má þó hiiast við, að í mörgum grasleysisárum hafi kali verið um að kenna, en ekki verið litið á það sem sérstakt fyrir- brigði, og það talið sama eðlis og önnur vanþrif í grasvexlinum, og þess því ekki getið, enda voru menn ekki á eitt sáttir, hvað valda myndi grasbresti, og náði hugmyndaflug sumra svo langt, að eitt ár var hald- ið, að grasbrestur stafaði af halastjörnu einni, er sást á lofti um þær mundir (18). Grasleysisára er þó víða getið allt frá elztu heimildum fram á vora daga. Eru heimildir að vísu fáar frá fyrstu öldum eftir landnámið og gefa óljósar hugmyndir um mismun á sprettu áranna, enda er aðeins versta tíðarfars getið, en lítt minnzt á góðærin. í Biskupasögum (3) segir, að árið 1106 „grúði á hallæri mikit ok veðrátta köld, svá at jörð var ekki ígróðra (grænkuð) at várþingi**.1) Og enn segir: „Þat var eitthvert vár, að váraði svá seint, at jörð var litt ígróðra at fardögum.“ Hefur söguritara því vexið kunnugt, að mis- jafnlega heill gæti gróður komið undan vetrinum, þótt ekki minnist hann á kal. Þess er getið árið 1389 (18), að illa hafa árað hér á landi. Var þá „suinar hart og spilltust rnjög akrar og hey“. En hér þarf þó ekki að vera um kal að ræða, þótt hitt sé líklegt, að það hafi getað átt þátt i grasbrestinum, þótt ekki sé á það minnzt. Það er ekki fyrr en á 18. 1) Vorþing var haldið að loknum fardögum 6.—10. júní.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.