Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 52

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 52
50 A. Vinnuaðferð og ferðalög. Við athuganir á gróðurfari túna var farin nokkuð önnur leið en notuð hefur verið í fyrri tilraunum. í stað þess að nota hringaðferð C. Raunkiærs, sem gefur bæði upplj'singar um, hvað ein tegund þekur mikið og hve oft hún kemur fyrir í túnum, var notuð algeng, en nokkuð einfaldari aðferð. Er hún þess eðlis, að lína með 25 hnútum er lögð á grassvörðinn og þær plöntur taldar saman, sem liggja undir hnútunum. Sé þetta endurtekið fjórum sinnum á mismunandi stöðum, fást nokk- urn veginn ákveðin hlutföll milli fjölda og útbreiðslu tegundanna í sléttunni. Aðferð þessi var notuð á flestum þeim stöðum, er kalskemmdir voru skoðaðar á, en það var dagana frá 19. júlí til loka ágústmánaðar. At- huganir voru gerðar á Suðurlandsundirlendi frá Reykjavík að Kálfafelli, í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfirði og Snæfellsnesi og norðanlands frá Hrútafirði austur á Sléttu og Grímsstöðum á Fjöllum. Tala mældra sléttna var alls 288 á 130 bæjum, en margar aðrar voru skoðaðar. Skipt- ast þær þannig niður eftir byggðarlögum: Suðurland........................ 185 sléttur Norðurland ...................... 103 — Alls 288 sléttur Æskilegt hefði verið að fá heildaryfirlit af öllu landinu, en tími entist naumast til þess, enda þótti réttara að gera heldur nákvæmari rannsóknir á umræddum stöðum og láta aðra landshluta bíða seinni tíma. B. Rannsóknarefni. Gróðurrannsóknir voru gerðar á 158 kalsléttum. Af þeirn voru 102 sunnanlands og 56 norðanlands, en til samanburðar voru einnig athug- aðar 133 ókalnar sléttur á sömu bæjum eða tæplega ein ókalin á móti einni kalinni sléttu. f kafla I um kal er skýrt frá þeim lið rannsókn- anna, sem laut beinlínis að kalinu sjálfu og frostþoli hinna mismun- andi jurtategunda, og skal vitnað til hans um þá hlið málsins, en nú reynt að skýra frá þeim hlutfallsbreytingum, sem orðið hafa á útbreiðslu einstakra fóðurjurta í hinu ræktaða landi frá ári til árs. Gróðurfar mismunandi sléttuárganga. Athugað var gróðurfar 184 sáðsléttna, sem flokkuðust þannig eftir landshlutum og kali;

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.