Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 7

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 7
I. KAFLI Kal. Inngangur. OrSið kal er notað í sömu merkingu og winterkilling á ensku eða frostschaden á þýzku og er haft yfir þann áverka, er plöntur verða fyrir á veturna eða fyrri hluta vors vegna beinna eða óbeinna áhrifa kuldans. Þessir áverkar geta verið mismunandi miklir, stundum aðeins valdið skemmdum á litlum hluta plöntunnar, en einnig orðið til þess, að öll plantan bíður verulegt tjón af eða deyr. Kalskemmdir geta orðið á öllum jurtum, en athygli manna beinist sérstaklega að kali hinna tvíæru eða fjölæru nytjajurta. I nágrannalöndum okkar veldur kal miklu tjóni á vetrarkorni. Hér á landi hefur sú ræktun varla verið kleif vegna kalskemmda. Trjágróður af erlendum uppruna verður hér oft fyrir miklu tjóni af völdum lcals, og jafnvel íslenzka birkið á oft í vök að verjast. Þær fjölæru nytjajurtir, sem algengastar eru og íslendingar eiga mest afkomu sína undir, eru grösin, enda hefur orðið kal einnig öðlazt þá þröngu merkingu að þýða aðeins frosttjón á þess- um jurtum eða samfélagi þeirra, graslendinu. Verður sú merking lögð í orðið í þessu riti. ólafur Jónsson, sem skrifað hefur mjög ýtarlega grein um kal í Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1937, segir: „Þegar graslendi grær seint og misjafnt á vorin, er með gráum, gróðurlausum skellum, eða gróðurinn óvenjulega strjáll og gisinn, segjum við að það sé kalið“ (10). Skal nú leitazt við að gera nánari grein fyrir, hvernig þessar kal- skemmdir myndast. Verður að nokkru leyti stuðzt við erlendar rann- sóknir og þær notaðar til hliðsjónar athugunum höfundar og bænda, auk þess, sem vitnað er til ritgerðar Ólafs Jónssonar. Eðli kalsins. Kal verður aðallega með fernum hætti: frostkal, svellkal, klakakal og rotkal. A. Frostkal. Bein áhrif lágs hitastigs eða breyting frá hita í kulda og hið gagn- stæða geta valdið tjóni á jurtum. Hafa margir jurtafræðingar leitazt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.