Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 8

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 8
6 við að skýra, hverjar séu orsakir þess, að plöntur bíði tjón af völdum frostsins og margar tilgátur komið fram. Hefur þó engin ein þeirra getað gefið fullnægjandi skýringu á þessu fyrirbrigði, enda líklegt, að um fleiri atriði geti verið að ræða í senn. Eftirfarandi tilgátur virðast vera hinar líklegustu: I. ísmyndun utan fruma. Þegar hitastigið lækkar hægt og hægt niður fyrir frostmark, fara að myndast kristallar í vatni því, sem liggur milli frumanna í vefjum plöntunnar, en það vatn inniheldur ekki bein sölt eða sykur í upplausn. Iskristallar þessir stækka smám saraan og draga til sin vatn úr frumu- safanum út í genuin frymishimnuna. Við það skreppur frymið saman og losnar frá frumuveggnum. Þetta getur valdið eyðileggingu frymisins á tvennan hátt fyrir óbeina orsök frostsins: a. Við afvötnun (dehijdration) frymisins, þannig að vatn, sem var í bundnu ástandi í fryminu, hverfur smátt og smátt úr því út i millirúm frumanna. Þegar vissu marki er náð, hleýpur (coagulates) frymið og getur ekki náð sinni fyrri lögun aftur. b. Við mekanisk áhrif, sem eru þess eðlis, að frymið þolir ekki vatns- tapið og' verður að lokum svo stökkt, að það brotnar auðveldlega. Plöntur eru mismunandi næmar fyrir þessum óbeinu áhrifum frosts- ins, vatnstapinu. Hefur úrval náttúrunnar í köldum löndum fremur beinzt í þá átt að gera þær hæfari til þess að verjast vatnstapinu og þola það frekar en þola afleiðingarnar af því að gegnfrjósa. Eru helztu varnir jurtanna þannig gott eðlisásland frymisins, svo að það eyðileggist síður við afvötnun og sá eiginleiki frumunnar, er dregur úr rýrnun hennar og minnkar hættuna á því, að frumuhimnan verði stökk og rifni, en þar kemur til greina eðlisástand frumunnar, svo sem sterk saltupp- lausn frumusafans, há hundraðstala bundins vatns og mikið þurrefnis- magn, sylcurinnihald og fita. Allt það, er eflir þessa eiginleika frum- unnar, verður til þess að auka viðnámsþrótt plöntunnar, þannig að hún verður aðeins fyrir skaðvænlegri rýrnun við miklu lægra hitastig en veikbyggð planta. II. ísmyndun innan fruma. Þegar liitastig umhverfisins fellur mjög ört niður fyrir 0°C. og frost- mark frumusafans getur ekki lækkað að sama skapi vegna of mikils vatnsinnihalds, hlýtur safinn að frjósa. Þeir stuðlar, sem hér eru virkastir, eru hraðinn á hitabreytingunni og hve ört vatnið nær að yfirgefa frumusafann. Þegar frumusafinn hefur frosið, er plöntunni miklu hættara við dauða en við ísmyndun utan frumu, sem orsakazt hefur af hægu frosti. Nú myndast ískristallarnir í sjálfu fryminu og rífa það í sundur og eyði- leggja byggingu þess. Harðgerðar jurtir geta þó þolað talsvert af slíkri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.