Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Side 9

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Side 9
7 ísmyndun, líklega vegna þess, að frymi þeirra hefur meiri hæfni til vatnsaSlöðunar (hijdrophihj), en það minnkar kristöllunina og um leið hættuna á því, að frymið rifni. Eins og fyrr er sagt, er það þó eðli hinna harðgerðari jurta að verjast frosti, heldur en þola afleiðingar þess. Til þess að verjast ísmyndun innan fruma þarf vatn að geta streymt liindrunarlítið út i gegnum frumuhimnuna, svo að saltupplausn frumu- safans aukist ört og sé síður hætt við að frjósi. Það er þess vegna einnig undir gegndræpi (permeability) frumuhiinnunnar komið, hvort plantan er frostþolin eða ekki. Lingerðar jurtir hafa því lítið gegndræpi, og frjósa frumur þeirra að innan við tiltölulega lítið frost. III. Frumur rifna af vatnsspennu. Þótt frumur jurtanna hafi komizt hjá því að frjósa að innan og ísmyndun milli fruma hafi ekki verið næg til þess að eyðileggja vefina, getur mjög ör þiðnun valdið tjóni. Hafi ískristallar myndazt milli frum- anna og þiðni þeir ört, leitar vatnið inn í gegnum frumuvegginn. í veikbyggðum plöntum er frymið ekki eins gegndræpt og frumuvegg- urinn, og safnast þá saman vatn milli þess og frumuveggjarins. Skilst þá frymið frá veggnum og getur orðið fyrir alls konar hnjaski og rifn- að. Hér ber aftur að sama brunni, að sé frymi jurtanna vel gegndræpt, eru þær jurtir harðgerðar. Þessi eiginleiki ætti því að vera mikið atriði fyrir jurtir, sem eiga að alast upp við íslenzk kjör, þar sem hitabreytingar eru svo örar, að frost og þiðnun skiptast á með skömmu millibili. Eyðilegging jurta á þennan hátt er þó nokkuð algeng hér á landi. Þannig er t. d. varið kali trjáa, og á þennan hátt eyðileggjast kartöflugrös mikið. Túngrösin bíða og mikið tjón af þessu kali. Jurtir eru eðlilega inisjafnlega næmar fyrir frostkali. Hafa allmiklar rannsóknir verið gerðar til þess að finna samhengi milli gerðar og út- lits jurtanna og frostþols þeirra. Helzti árangur þeirra athugana er sem hér segir: 1. Frumfræðilegir eiginleikar. Samræmi hefur fundizt milli einstakra eiginleika frumunnar og frostþols jurtarinnar. Eru þeir eiginleikar í aðalatriðum eftirfarandi: a. Stærð frumanna. Því minni sem fruman er, þeiin mun minni hætta er henni búin af því að frjósa. Þetta er skiljanlegt, þar sem yfirborð frymisins er hlut- fallslega stærra i smáfrumunum og gegndræpið af þeim sökum meira. b. Þglckt frumuveggjarins. Þykkur frumuveggur dregur nokkuð úr hættunni á því, að frymið leysist frá veggnum við of öra vatnssókn í leysingum.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.