Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 14

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 14
12 öldinni, að annálar geta þess, hver sé orsök grasleysisins. Árið 1782 segir í Árbókum Es'pólíns (2), að ekki hafi orðið hærð tún á 8 bæjum á Langanesi. Árið eftir segir Hannes biskup Finnsson (5), að um vorið hafi verið hörð veðrátta norðanlands — kom þar hafís með frosti og kuldum fyrir allt Norðurland, „sem kopuðu grasvextinum, stórir flekkir í túnum fölnuðu og urðu hvítgulir. Þau kól líka allvíða, þar sem þau voru bezt og sléttust, svo stórskallar urðu í þeim, upp úr hverjum að ekki spratt eitt strá í nokkur eftirfylgjandi ár. Sum grasstráin voru með þremur eða fjórum köflum“, skrifar hann, „bleikgulum af visnan, og öðrum fagurgrænum, en grasið á gulu flekkjunum var visnað nið- ur að rót eins og sina. Á þessu öllu bar meira til dala en á útkjálkum". Síðan lýsir biskupinn, hvernig sumar jurtir hafi horfið með öllu, en aðrar kalið til stórskemmda. „1 Skaftafellssýslu visnaði og hurthvarf smári,“ skrifar hann enn, „en óx aftur að þriggja ára fresti“. Að vísu er áður minnzt á kal í fornum ritum, en þessi lýsing biskupsins er einna athyglisverðust. Hann Iýsir hér bæði frostkali og dauðakali af völdum holklaka eða svella og tekur það fram, að þau tún hafi farið verst, sem bezt og sléttust voru. Árið 1802 var mikill grasbrestur á eftir köldu vori, og i Dalasýslu voru „tún víða kalin það ár“, en vott útengi spratt nokkuð. Árið eftir kól tún einnig til stórskemmda, en úthaga ekki. Árið 1867 var „gras- vöxtur vestan- og sunnanlands rýr á túnum, og voru þau víða kalin“. Þar hafði allt verið „um langa tíð ein klakahella“ (18). Hér er lík- legt, að hafi bæði verið frostkali og svellkali um að ltenna. Síðan kom frostaveturinn mikli 1881. Voru þá grimmdarfrost um veturinn. í byrjun aprílmánaðar hlýnaði, og þegar nálinni var að skjóta upp, komu frosthörkurnar aftur, og þá voru afleiðingarnar sumarið eftir þessar: „Grasgefnustu túnaslétturnar voru víða graslausar, og ekkert upp úr þeim, nema óþrifaarfi, einkum á Suðurlandi, því að þar rigndi aldrei, heldur voru sí og æ þurrakuldar af norðri“, og á Norðurlandi voru túnin svo „snögg, og taðan svo smá, að víða varð hún eigi bundin nema í hálfum sátum og sums staðar í brekánum. Sums staðar á útkjálkun- um urðu túnin varla hærð, nema kragi rétt í kringum bæina“. Árið eftir gætti þessa kals enn verulega. Það virðist hafa orsakazt fvrst og fremst af frostinu beinlínis, en einnig af holklaka og svelli. Tún voru svo varla búin að ná sér fyllilega árið 1885, þegar enn kól í sumum héruðum. „Á Vestfjörðum kól tún víða jafnóðum og af þeim leysti,“ og árið eftir jókst kalið enn (18). Á seinni hluta 19. aldar og fram að árinu 1918 var árferði fremur gott og ekki getið um grasleysi af völdum kals nema 5 sinnum. Á þess- um árum var farið að plægja land og sá í það erlendu grasfræi, og allt virtist ganga stórslysalaust. Það má búast við, að víða hafi þessar fyrstu sléttur kalið, en það þótti ekki í frásögur færandi, og var litið á það sem eðlilega byrjunarerfiðleika. Árið 1918 kom loksins þolraunin fyrir sáðslétturnar. Þá brá svo við, að veðrátta varð með afbrigðum köld og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.