Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Side 18
16
Sést þá, að á fyrri helming 20. aldarinnar hafa slæmu árin verið
mun færri en á þremur öldunum þar á undan. Er það í samræmi við
aðrar athuganir, sem sýna, að loftslag hefur hlýnað hér á landi á síðari
tímum, en mun nú standa í stað, eða fara heldur kólnandi aftur. Á
17., 18. og 19. öld hefur allt að þriðjungur áranna verið grasleysisár,
en fyrir þann tíma virðast harðæri ekki hafa verið eins tíð, þótt hér
skorti nægilegar heimildir til að staðfesta það.
Þess hefur verið getið, að frá seinni hluta 18. aldar hafi verið minnzt
á kal í sambandi við grasleysisár. Þótt ekki sé það einhlítt, að kal sé
samfara grasleysi, benda athuganir á heyfeng seinni ára tvímælalaust
til þess, að kalár séu samfara grasleysisárum, eða öllu heldur, að kal
eigi mikinn þátt í grasleysi áranna.
Fer hér á eftir samanburður á heyfeng áranna 1936—1951 miðað
við tunastærð, og er heyið reiknað í 100 kg hestum á hektara:
Ár Túnstærð, ha Nýrækt, ha Heyfengur, hestar Hey pr. ha i hestum
total Icelandic new hay hay pr. ha
years hayfields in ha fields in ha in 100 kg in 100 kg
1936 32 752.6 757.0 1 149 000 34.28
19371) 33 509.6 646.5 1 006 000 29.45
1938 34 156.1 692.6 1 097 000 31.47
1939 34 848.7 734.3 1 321 000 37.12
1940 35 583.0 390.0 1 216 000 33.80
1941 35 973.0 313.5 1 382 000 38.00
1942 36 286.5 279.4 1 343 000 36.72
1943 36 565.9 382.0 1 193 000 32.28
1944 36 947.9 583.6 1 338 000 35.65
1945 37 531.5 789.6 1 408 000 36.74
1946 38 321.1 1 162.2 1 495 000 37.86
1947 39 483.3 1 204.5 1 563 000 38.41
1948 40 687.8 1 561.7 1 552 000 36.73
1949 . .. . 42 248.5 1 296.0 1 510 000 34.67
1950 43 544.5 2 192.0 1 696 000 37.01
1951 ... . 45 736.5 2 467.0 1 482 000 30.74
Enda þótt kunnugt sé, að tölur um töðufeng bænda séu ekki mjög
nákvæmar, má gera ráð fyrir, að þær lýsi nokkuð hlutföllum milli
heildartöðufengs mismunandi ára.
Sést þá af dálkunum lengst til hægri, að uppskera áranna 1937 og
1951 er tiltölulega minnst, en þetta eru einmitt mestu kalár þessa tíma-
bils. Árin 1940, 1942, 1943 og 1949 kelur einnig nokkuð, og kemur það
sömuleiðis fram á heyfeng þessara ára. Árið 1938 er uppskeran litil,
og gæti þar gætt kaláhrifa frá árinu áður. Þess ber að geta, að árið
1951 hefði töðufengurinn átt að vera 1 784 000 hestar miðað við sömu
uppskeru og 1950. Það vantar því 302 000 hesta upp á árstöðufeng
landsins til þess, að uppskeran væri eins árið 1950 og 1951. Sé töðu-
hesturinn reiknaður á kr. 100.00, þá er uppskerutjónið 30.2 milljónir
króna (4).
Svert letur sýnir kalárin Broadfaced figures show years of intense winterkilling.