Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 45

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 45
43 Yfirborðsvatn. Fullkomin framræsla hefur ekki alltaf náð tilætluðum árangri í djúp- um mýrarjarðvegi, einmitt þar, sem kalhættan er mest. Víða hafa þar verið grafnir miklir skurðir og ruðningar verið skildir eftir á skurð- börmunum. Helzt yfirborðsvatnið því inni á sléttunni, frýs og myndar oft stóra fláka af kali. Þar þarf mikilla aðgerða við. Jafna þarf ruðn- ingana vandlega og helzt færa þá og skurðbarminn með inn á miðja sléttuna og gera hana þannig kúpta í staðinn fyrir ihvolfa. Á 60 m breiðri sléttu væri rétt að láta ýtutönnina taka allt að 15 cm af skurðbarminum og jafna inn á sléttuna. Við það myndast halli, 1 á móti 100 m, og ætti að nægja til þess að hleypa mestu af yfir- borðsvatninu af. Þar, sem skurðir hafa verið teknir þannig, að spildur eru langar og mjóar eftir hallastefnunni, getur yfirborðsvatnið náð að renna eftir þeim endilöngum, klaka þar og valda kali. Þar, sem svo hagar til, er rétt að grafa grunna skáskurði, sem bægja vatninu frá miðri sléttunni út í langskurðina. Þegar land er sléttað, skal gæta þess, að elcki myndizt óþarfa dokkir í flagið. Verði ekki hjá því kornizt eða um uppgróið land er að ræða, er rétt að grafa grunna, hallandi skurði milli dokkanna og veita þannig yfir- borðsvatni þeirra út í aðalskurðinn. Þessi ræsi geta verið með það mikl- um fláa, að ekki þurfi þau að verða til trafala við heyskap eða ávinnslu og séu það grunn, að hægt sé að aka yfir þau hindrunarlítið. Þannig er einnig rétt að veita burt vatni, sem annars kann að renna úr sköfl- um yfir túnin, mynda þar klaka og valda kali. Djúpa bolla, sem kelur á hverju ári, hafa sumir grafið upp, fyllt af grjóti, en mokað mold yfir aftur og tyrft með góðum þökum. Á þá vatnið greiðan gang niður, en liggur síður í dokkinni og frýs. Þannig' má, að vísu með mikilli vinnu, smám saman bæta túnin og minnka í þeim kalhættuna. Áburður. Áður er þess getið, að notkun köfnunarefnisáburðar eingöngu virðist að nokkru leyti hafa getað stuðlað að kali margra hinna skoðuðu sléttna, enda verður gróður allur linur og úr sér sprottinn við einhliða notkun hans. Hins vegar er talið, að notkun kalí- og fosfórsýruáburðar auki mjög frostþol jurta, bæði með því að styrkja rót, stoðvef og húð jurtarinnar og einnig með því að auka saltupplausn frumunnar og vatnsaðlöðun eggjahvítunnar, sem eins og að framan getur, veldur auknu frostþoli. Því er ráðlegt að auka kalí- og fosfórsýruhlutfall í áburðarblöndum á tún, sem hætt er við kali.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.