Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 46

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 46
44 Um húsdýraáburð er það að segja, að hrossatað og sauðatað virðist betra til varnar kali en kúamykja, og rétt er að bera allan slíkan áburð á túnin að haustinu og fyrri hluta vetrar. Áburður, sem snemina er borinn á, hlífir grassverðinum og minnkar þannig kalhættuna. Sláttutími og beit. Erfitt mun vera að álykta, hvort mismunandi sláttutími og beitar- aðferð hafi áhrif á kalið, svo að ekki verða gefnar neinar ákveðnar ráð- leggingar um þau atriði. Þó virðist eðlilegt að hlífa jurtunum við sein- um slætti og mikilli haustbeit vegna þess, að einhvern tíma þurfa þær til söfnunar forðanæringu í jarðstöngla og' hnýði sín og í annan stað getur þá toppvöxturinn orðið að sinu, sem leggst yfir svörðinn og hlífir hon- um fyrir ísum. Mikil vetrarbeit er ekki heldur æskileg, sérstaklega ef um hesta er að ræða, því að þeir naga of náið rótinni. Vorbeitin er þó ef til vill einna skaðvænlegust, þar sem skepnurnar róta og rífa upp rótslitnar jurtirnar og auka með því skemmdir kalblettanna. Gróðurfar og sáning. Einn af stærstu liðum í vörnum gegn kali er val á hentugum gras- tegundum. Á undanförnum árum hefur ástandið i þessum málum verið þannig, að bændur hafa ekki átt völ á nema einni allsherjar grasfræblöndu, hvar á landinu, sem þeir liafa búið, eða hvernig jarðveg, sem þeir rækt- uðu. Hafa þeir, sem við erfiðar aðstæður bjuggu, lélegri jarðveg og hart veðurfar, orðið að notast við þær grastegundir og stofna, sem góðan árangur hafa gefið við mun hagstæðari skilyrði. Stór hluti þess- ara grastegunda hefur aldrei komið upp eða að minnsta kosti aldrei gefið neinn verulegan arð. Þannig hefur margur bóndinn árlega sóað miklum verðmætum og þjóðin í heild tapað stórfé. Einmitt hér þarf bráðrar úrbótar við. Fleiri fræblöndur þurfa að vera fáanlegar, sem henta hinum mismunandi skilyrðum. Þessar blöndur eiga að vera samansettar af þeim stofnum, sem tilraunastöðvar lands- fjórðunganna telja hentugastar og bezta reynslu hafa gefið á þeim ákveðnu svæðum, sem um er að ræða. Bóndinn á síðan að geta valið upp á eigin spýtur, eða með aðstoð ráðunauts, fræblöndutegund í til- tekið flag. Séu aðstæður þannig, að allri sléttunni sé kalhætt, er ráðlegt að sá blöndu af harðgerðari tegundum, en einnig ætti að vera unnt, ef túnstæði er að mörgu leyti gott, að skipta flaginu í hluta og sá aðeins blöndu hins harðgerða grasfræs í verstu blettina.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.