Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 51

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 51
49 fjalla eingöngu um vallarsveifgrastegundina, og getur hann því ekki hlutfallslega útbreiðslu hennar miðað við aðrar tegundir. Að lokum er þess að geta, að Ingólfur Davíðsson athugaði nokkuð sumarið 1951, hvaða jurtir komu helzt upp í kalblettum, sem myndazt höfðu á túnum. Telur hann í skýrslu til landbúnaðarráðuneytisins (handrit) snarrót, vallarsveifgras, skriðlíngresi, túnvingul og háliðagras vera þau fjölæru grös, sem fyrst ber á í kalblettum, en auk þess fann hann mikið af einærum jurtum. Enn munu nokkrir aðrir hafa látið álit sitt í Ijós um gróðurfar túna í blöðum og tímaritum, en of langt mál er að telja það allt upp hér. Rannsóknir sumarið 1952. Eins og áður er frá skýrt, voru sumarið 1952 gerðar athuganir á kalskemmdum í túnum og það tækifæri notað til þess að athuga gróð- urfar túnanna yfirleitt og sérstaklega með það fyrir augum að rang,- saka þær breytingar, sem orðið höfðu á hlutfalli á útbreiðslu hinna ýmsu grastegunda í sáðsléttum víðs vegar á landinu frá þeiin tíma, að sáð var til þeirra, og þar til nú. Niðurstöður allra fyrri rannsókna höfðu bent í þá átt, að alls staðar, þar sem gróðurfar hafði verið athugað, var hlutfallið milli útbreiðslu tegundanna í gróðurlendinu annað en búast mátti við, ef lögð voru til grundvallar hlutföll tegundanna í fræblöndunum, sem notaðar voru. Þar sem fyrri athuganir á varanleik jurta höfðu aðeins verið gerðar á fáum stöðum á landinu við erfiðar aðstæður og að mestu með gras- fræstofnum, sem nú eru orðnir úreltir, var ástæða til þess að ætla, að ný og víðtæk könnun gæfi góðar upplýsingar um þolgæði þeirra teg- unda, sem mest hafa verið notaðar í sléttur seinni ára. Það hefur verið minnzt á nokkrar athuganir, sem gerðar hafa verið á sáðreitum, og á tilraunastöðvunum hafa farið fram rannsóknir á nokkr- um erlendum grasstofnum. Þær hafa fremur bent í þá átt, að margt erlendra grastegunda og stofna sé of veikbyggt fyrir íslenzkar aðstæður. Einnig er það nokkuð almenn skoðun bænda, að stofnar þeir, sem flutzt hafa inn síðustu árin, séu veikbyggðari en stofnar fyrri ára. Það vill svo til, að aðstaða til rannsókna á þessum atriðum er góð hér á landi, þar sem fræblanda hefur lengst af verið ein og uppruni tegunda og stofnar hennar vel þekktir. Að vísu eru hér stundum til fræbirgðir frá einu ári til annars, og einnig sá bændur ekki alltaf öllu sínu fræi sama ár og þeir kaupa það, og getur það valdið nokkurri skekkju í athug- unum á þeim árgöngum. En þetta er þó tiltölulega lítið magn í hlut- falli við heildina og ætti því ekki að koma að mikilli sök. 7

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.