Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 55

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Page 55
53 Línurit XIX. Vallarsveifgras. % í mism. árgöngum sléttna. % of Pon pratensis in fields of diff. age. Hásveifgras. Þessi grastegund hefur ekki verið í fræblöndunum að staðaldri, sem hin slitna punktalína gefur til kynna. Sömuleiðis hefur hásveifgras ekki fundizt í sléttum af öllum árgöngum og þá sízt hinum elztu. Á Suður- landi virðist það hylja 5—10% af gróðurlendinu í nýjum sléttum, þegar um 25% af kornafjölda hafa verið í blöndunni. Á 4.—5. ári fer að bera minna á því, enda hefur þá magnið í blöndunni ekki verið eins mikið. Lítið ber á hásveifgrasi frá árunum 1941—1945, þegar ekkert er af því í blöndunni, en það sýnir, að íslenzkir stofnar, sem þó eru til í mörg- um græðisléttum, hafa lítið breiðzt út. f sléttum frá 1930—1936 var talsvert magn af hásveifgrasi í blöndunum, en í þeim sléttum er ekki lengur neitt af því grasi að finna. Er líklegt, að erlendir hásveifgras- stofnar deyi á 7.—8. ári, þar sem vel gegnir. I línuritinu yfir kölnu slétturnar sést, að norðanlands deyr það enn þá fyrr.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.