Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Síða 58
56
língresi í elztu slétturnar eða sem svarar 30—40% af fræmagni þeirra.
Af línuritinu má sjá, að einmitt í þessum sömu sléttum nær skriðlín-
gresið að mynda allt að 45% af öllum gróðri. Með hverju ári, sem líð-
ur, minnkar því næst skriðlíngresismagnið í fræblöndunni, og hið sama
á sér stað með hlutfall þess í gróðurlendinu. Auðvitað er ekki alls
kostar rétt að draga af þessu þá ályktun, að allt, sem sáð var 1934, sé
enn í gróðurlendinu og meira til. í græðisléttum er 25% af gróðrinum
skriðlíngresi, og það breiðir sig bæði út með renglum og fræi. Þessi
útbreiðsla hinna innlendu stofna getur því að nokkru valdið fjölgun
tegundarinnar í eldri sléttum. Innrás íslenzka skriðlíngresisins virðist
eiga sér stað á öllum árum. Þegar landið er plægt, eru rætur og rengl-
ur hins gamla svarðar aldrei fullkomlega drepnar, enda má sjá, að í
tveggja og þriggja ára sléttum ber strax talsvert á tegundinni, þótt ekki
hafi verið til hennar sáð. Á fjórða ári fer henni að fjölga og heldur
áfram svo lengi sem mælingar ná. Nokkuð minna ber á skriðlíngresi
í kölnum sléttum.
Þessar athuganir gætu þá bent til tvenns: í fyrsta lagi, að erlendir
skriðlíngresisstofnar séu harðgerðir og lifi lengi í sáðsléttum, og í öðru
lagi, að harðgerðir, íslenzkir stofnar nái fljótt rótfestu í sáðsléttum.
Hávingull.
Eins og línuritið bendir til, hefur hávingull alltaf verið notaður í
blöndur og það allt að 20% miðað við þunga eða rúm 6% miðað við
fræfjölda. Ekki hefur hann þó fundizt, svo að teljandi sé, í sléttum eldri
en 5 ára og aðeins á Suðurlandi í kalinni sléttu. Bendir það óefað til
þess, að tegundin sé lítt harðgerð. í yngstu sléttunum, einkum þar,
sem tíðarfar er milt og jarðvegur frjór, ber svolítið á hávingli, og er
hann að meðaltali um 8% af gróðri í veturgömlum sléttum.
Línurit XXIII. Hávingull. % í mism. árgöngum sléttna.
% of Festuca elatior in fields of diff. age.
1951 50 49 48 47 46 45 44 43 42 41 40 39 38 37 36 35 34 33 32 31 30
20
15
10
5
aM* Suðurland S- leeland
Norðurland N-Iceland
• ••••« SÍS-blanda Seedmixture
Kalnar sléttur.
Winterkilled fields.
0
1951 50 49 48 47 46 45 44 43 42 41 40 39 38 37 36 35 34 33 32 31 30