Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Side 60

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Side 60
58 Háliðagras. Þegar athugað er línurit yfir útbreiðslu háliðagrassins á undanförn- um árum og hlutfall þess í fræblöndunni, kemur í ljós, að tegund þessi hefur fundizt í sléttum frá þeim árum, þegar háliðagrasfræ var ekki notað í blönduna. Getur þetta orsakazt af þrennu: 1 fyrsta lagi, að bændur hafi ekki getað gefið réttar upplýsingar um sáningarár, í öðru lagi, að blandan, sem notuð var, hafi verið eldri en frá sáningarárinu, og í þriðja lagi, að háliðagras breiðist út þaðan, sem það nær að þrosk- ast til fræs, á skurðbörmum og víðar. Línurit XXV. Háliðagras. % í mism. árgöngum sléttna. % of Alopecurus pratensis in fieids of diff. age. Allt getur þetta vafalaust átt sér stað, en þótt einhver skekkja kunni að skapast af þeim sökum, veitir línuritið þó nokkra hugmynd um, hvernig háliðagrasið hefur þrifizt á ýmsum árum. Á árunum 1945—1948 var háliðagras notað í blöndur, allt að 20% af fræmagni, enda finnst það víðast hvar á sléttum frá þeim árum og hefur haldizt í líkum hlutföllum og því var sáð í. Frá árinu 1930— 1941 var einnig notað háliðagras í fræblöndur, og sjást þess greinileg merki, því að háliðagrasið er orðið hlutfallslega meira í sléttunum en

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.