Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 12
Eftir dr. Sigurð Þórarinsson
Ljósm.: Páll Stefánsson
egar rætt er við gamla
Vestur-Skaftfellinga um
atburði liðins tíma má
heyra þá segja sem ívo:
„Þetta mun hafa verið
fyrir Eld, “ eða: „Þarna var búið lengi
eftir Eld. “
Sá eldur, sem skiptir íslandssögunni
í tvennt austur þar, er sá jarðeldur,
þ. e. hraunflóð, Skaftáreldar, sem
mestur hefur orðið á íslandi síðustu
þúsund árin a.m.k. og meiri en nokk-
LAKAGlGAR
OG
SKAFTÁRELDAHRAUN
1783
0<9 GÍGAR
GERVIGIGAR
u
ELDRA HRAUN
sandur
ur utan fslands svo langt sem skráð
saga mannkyns nær.
Á sumri komanda eru tvœr aldir
liðnar síðan þetta feiknlega gos varð
og sama sumar er öld liðin frá einu
allra mesta sprengigosi, sem orðið
hefur síðustu árþúsundin, gosinu í
Krakatá í Indónesíu.
Hið liðna fyrnist fljótt nú á dögum
og líklega finnst flestum Skaftáreld-
ar vera eitthvað óralöngu liðið. Víst
eru tvœr aldir alllangur tími. En
þessar einstœðu náttúruhamfarir eru
þó ekki lengra að baki en svo, að enn
er hœgt að hafa tal af mönnum, sem
á yngri árum heyrðu sagt frá Skaft-
áreldum af þeim sem höfðu sínar
upplýsingar beint frá sjónarvottum.
í tilefni af tveggja alda „afmœlinu “
hefur lítill, sjálfskipaður hópur ís-
lenskra vísindamanna úr ýmsum
fræðigreinum: sagnfrœðingar, land-
fræðingar, jarðfræðingar, læknar
o.fl., tekið að sér að safna saman
öllum tiltækum heimildum um
Skaftárelda, jarðvísindalegum sem
sögulegum, skráðum og óskráðum, í
þeim tilgangi að vinna úr þessum
gögnum og reyna að bæta eitthvað
um þekkingu okkar á þessum miklu
náttúruhamförum og afleiðingum
þeirra.
Úrvinnslu hinna margvíslegu gagna
er langt frá því að vera lokið þegar
þetta er skrifað. Ekki er stætt á þvt'
að birta í grein sem þessari óbirtar
niðurstöður annarra. Fjallar greinin
því einkum um það, sem höfundur
hennar hefur sjálfur sýslað með í
sambandi við Skaftárelda. Þeim,
sem meira vilja vita er vísað á
tveggja binda ritverk eftir ofan-
greindan hóp fræðimanna, sem von-
andi fæst útgefið á afmælisárinu.
Gi9,o*,
sunnan við Laka, en
þar var eldvirknin
mest.
STORÐ 10