Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 24

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 24
blaðjurtir visna og fella blöðin. Að auki féll hér um Jónsmessuleytið dögg, sem sums staðar hefur skaðað bæði tré og vorkornið, sem hefur guln- að“ (þýð. S.Þ.). Blaðið Edinburgh Evening Courant birti 13. ágúst 1783 útdrátt úr bréfi frá Sallon í Provence- héraði norður af Miðjarðarhafsströnd Frakklands, dagsettu 11. júlí. Þar seg- ir: „í tuttugu daga hefur þoka, svo furðu- leg, að elstu menn minnast þess ekki að hafa þvílíka séð, legið yfir mestum hluta Provence. Loftið er mettað af henni, og þótt sólin sé ákaflega heit, nægir það ekki til að eyða henni. Hún helst daga sem nætur þótt í mismun- andi mæli sé, og stundum byrgir hún sýn til fjalla í nánd. Sjóndeildarhring- urinn, sem hér um slóðir er venjulega himinblár, er nú gráhvítur; sólin, sem á daginn er mjög föllituð, er hárauð um sólaruppkomu og sólarlag og móð- an dregur svo úr geislum hennar, að hægt er að horfa á hana hvenær dags sem er án minnstu óþæginda. Margir hafa tekið eftir því, að af þess- ari þoku er lykt, sem ekki er auðvelt að skera úr af hverju stafar“ (þýð. S.Þ.). Móðan mikla, sem víða kallaðist þurra móða (vapor siccus, dry fog, o.s.frv.), varð að vonum mörgum vísinda- mönnum umhugsunarefni. Fjöldi rit- gerða og jafnvel heilar bækur fjölluðu um þetta fyrirbæri. Flestir komust að þeirri niðurstöðu, að orsaka móðunnar væri að leita í þeim ægilegu jarð- skjálftum, sem urðu í Calabriu á Suður-ftalíu og á Sikiley austanverðri 5. febrúar 1783. Þessir jarðskjálftar urðu meir en 30.000 manns að aldur- tila og eftirkippir, sumir svo sterkir að verulegu tjóni ollu, héldu áfram fram á vor. f þennan tíma aðhylltust vís- indamenn enn þá skoðun Aristóteles- ar, að jarðskjálftar stöfuðu af lofti er ryddist út úr iðrum jarðar upp á yfir- borð hennar. Þetta var talið valda móðunni. En til voru þó þeir, sem þegar sumarið 1783 héldu því fram, að móðan stafaði af eldvirkni og mun Gottlieb Kratzenstein, prófessor í eðl- isfræði við Hafnarháskóla, einna fyrst- ur hafa látið þessa skoðun í ljós. En sú eldvirkni sem menn töldu hafa mynd- að móðuna voru ekki Skaftáreídar, heldur það gos, sem vorið 1783 hafði myndað eyju út af Reykjanesi, líklega þar sem nú heitir Eldeyjarboði. Fregn- ir af þessari nýju eyju bárust utan með vorskipunum og vöktu afar mikla at- hygli, raunar miklu meiri en Skaftár- eldarnir, en um þá birtist fyrsta fregn- in utan íslands í Köbenhavns Tidend- er 5. september 1783. Benjamín Franklín skrifaði móðuna á reikning Heklu Móðunni miklu í Evrópu sumarið 1783 fylgdi einn allra harðasti vetur, sem komið hefur síðan hitamælingar hófust. Þetta leiddi til fyrstu heila- brotanna um áhrif eldgosa á veðurfar. Sá er fyrstur velti þessu fyrir sér og birti sínar hugleiðingar á prenti, var Benjamín Franklín, þá 77 ára og sem vísindamaður, rithöfundur og fræðari einn virtasti persónuleiki sem þá var uppi. Franklín upplifði móðuna í Par- ís, þar sem hann dvaldist sem fyrsti sendiherra Bandaríkjanna. í ritgerð, sem dagsett er í maí 1784 og birt var ári síðar, lýsir hann þeirri „stöðugu þoku, sem grúfði yfir gjörvallri Evrópu og stórum hluta Norður- Ameríku nokkra mánuði sumarið 1783“ (I eiginhandar handriti hans af þessari ritgerð, sem varðveitt er, eru orðin „stóran hluta af Norður-Amer- íku“ af einhverjum ástæðum strikuð út). Hann telur móðuna e.t.v. vera orsök hins mikla vetrarkulda, en sem orsök móðunnar komi tvennt til: bruni stórra vígahnatta á leið þeirra gegnum lofthjúp jarðar eða „sá feikna mikli reykur, sem þetta sumar streymdi stöðugt upp úr Heklu á fslandi og því eldfjalli, sem reis úr sæ nærri því landi og hefir askan getað borist með vind- um af ýmsum áttum yfir norðurhvel jarðar“. Sú Hekla, sem Franklín nefnir, er vitaskuld Lakagígar. Er þetta ekki í fyrsta sinn, sem Hekla geldur þess að hafa lengi verið fræg af endemum. En grein Franklíns hefur dregið langan slóða, því síðan um hans daga hafa margir vísindamenn velt fyrir sér spurningunni, hvort eldvirkni sé líkleg til að hafa áhrif á loftslag. Hefur þetta viðfangsefni verið mjög á döfinni síð- ustu áratugina, ekki síst vegna um- fangsmikilla rannsókna breska lofts- lagsfræðingsins H. H. Lambs og áður- nefndra rannsókna á ískjörnum úr Grænlandsjökli. Nú síðast hefur gosið í St. Helens, og þó enn meir hið ný- lega afstaðna stórgos í eldfjallinu E1 Chichón í Mexíkó aukið áhugann á þessu efni og í skrifum um það ber Skaftárelda og Krakatárgosið einatt á góma. Almennt mun nú talið, að eldgos lækki lofthita tímabundið, en skoðanir eru skiptar um þessi áhrif og ekki að ástæðulausu. Svo dæmi sé nefnt, var veturinn 1783—84 ekki aðeins einn hinn harðasti sem komið hefur í Evrópu. í austurríkjum Bandaríkj- anna var meðalhiti mánuðina desem- ber 1783 til og með febrúar 1784 4,8°C lægri en meðaltal þessara mán- aða í þau 225 ár sem hiti hefur verið mældur þar nákvæmlega. Á hinn bóg- inn var júlímánuður 1783, þegar móð- an lá yfir Englandi, sá heitasti sem þar hefur komið síðan mælingar hófust þar 1659. Eiga bæði hitinn og kuldinn að skrifast á reikning Skaftárelda? Hér er sem sagt um harla flókið við- fangsefni að ræða og verða því ekki gerð skil að sinni. STORÐ 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.