Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 56

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 56
stæðar og með föður sínum kvaðst hann þá oft hafa lent í afleitum illviðr- um. n nú var ekki stórhríðin. Við risum á fætur og gengum lengra fram í varpann. í suðvestri sáust Hrafna- björg, en að bæjarbaki gnæfði fjallið fyrir ofan Tjörn sem Kristján hafði oft gengið upp á brún. Hann benti mér á Digrahnjúk, Ása- fjall og Langahrygg, og ég lét augun hvarfla út með hlíðinni í átt til Dalvík- ur þar sem Upsastrandarfjöllin taka við og teygja sig alla leið út í Ólafs- fjarðarmúla. í norðri sá til hafs og Hríseyjar, en yfir hana risu Látra- strandarfjöllin, þessi snæviklæddi fjallgarður austan Eyjafjarðar sem iyfti gullinni kórónu sinni yfir Hamar- inn. Oftast nær er mikill snjór sem ekki hverfur í þessum fjöllum og þau sagði Kristján að sér hefði alltaf þótt gaman að sjá meðan hann átti heima á Tjörn. Innar og nær dalsmynninu sá inn í Hálsdal, en í fjöllunum austan megin ár vafðist síðdegisskinið um gil og geira og glóði á nýfallinn snjó í Rimum. Á dalamótunum í suðri bar dökkbláan Stólinn við himin eins og jarðfastan risa með silfurtauma Skíða- dalsár og Svarfaðardalsár á hvora hlið. Þessi fjöll hafði Kristján Eldjárn næst- um daglega fyrir augum á bernsku- og unglingsárum og ekki var því að neita að hringur þeirra er næsta fagur. — Já, fjöllin hérna í Svarfaðardal, þessi geysiháu og tignarlegu fjöll með reglulegar línur efst sem neðst, eru alveg sérstaklega falleg. Ég segi ekki að þau séu miklu fallegri en fjöllin inni í Eyjafirðinum og dölunum hér inn frá eða jafnvel Skagafjarðardölun- um sumum, því að svona er þetta víða á þessum skaga milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. En það er sama hvert litið er. Þau eru einkennilega skarpar og tignarlegar höggmyndir, þessi fjöll, hvort sem horft er fram í Skíðadal eða inn í Svarfaðardal fram. Þau eru mik- ill „skúlptúr“ ef maður má nota það orð, en undirlendið hérna er líka afskaplega fallegt og allt er þetta samt við sig. En fyrir utan landslagið held ég það hafi nú verið bæirnir hér í kring sem ég man fyrst eftir frá því ég fór að líta í kringum mig. Eiginlega voru þeir nú partur af því og sama mátti segja um foreldrahúsin sem ég átti heima í og voru allt önnur á mín- um fyrstu árum en þau eru núna. Ég fæddist og ólst upp í torfbæ sem stóð þangað til ég var kominn á ferm- ingaraldur, því að íbúðarhúsið sem hér er nú byggði faðir minn ekki fyrr en um 1930. Bæirnir hér í kring eru nú til dæmis Helgafell og Ingvarir fyrir utan Tjörn, svona hið næsta, og Tjarnargarðshorn, Jarðbrú, Brekka og Grund ef við höldum áfram inn eftir, fyrir utan skólann á Húsabakka sem reis ekki fyrr en löngu eftir að ég fór að heiman. Þegar ég man fyrst eftir voru að heita má allir bæirnir í Svarfaðardal torfbæir og meðal annars þeir sem blöstu hérna við, Sakka og Hánefsstaðir og Ölduhryggur beint á móti og Uppsalir, en á Völlum var timburhús. Það var prestshúsið sem enn stendur og manni fannst mikið stórhýsi og glæsilegt. Svo kemur Brautarhóll, næsti bær þar fyrir sunn- an, og þar var líka torfbær, en þetta breyttist mikið við jarðskjálftana 1934. Eftir það var byggt upp á mörg- um bæjum — á svipuðum tíma og víða annars staðar í sveitum. Hér horf- ast bæirnir í augu, meðal annars prestssetrin gömlu, Vellir að austan- verðu og Tjörn að vestanverðu. Hvor- ugur bærinn er prestssetur lengur. Afi minn var síðasti prestur hér á Tjörn, en Vallaklerkur fluttist þaðan tiltölu- lega nýlega og situr nú á Dalvík. Fyrir innan Brautarhól og Gröf eru svo stórbýlin Hof og Hofsá sitt hvorum megin við Hofsána og Syðra- og Ytra- hvarf ennþá innar, en framhlaup sem kallað er Hvarfið á milli þeirra. Það er annars dálítið sérkennilegt að þverdal- irnir hér í Svarfaðardal heita flestir eða allir tveimur nöfnum. Þetta gat verið mjög þægilegt. Ef einhver spurði hvar hestarnir hefðu verið og fékk það svar að þeir hefðu verið upp á Holtsdal hafði hann ekki hugmynd um hvorum megin þeir voru, en ef svarið var að þeir hefðu verið á Syðra- Holtsdal, þá var ljóst að þeir höfðu verið sunnan við ána. Ég veit ekki hvernig það er núna, en þó nokkuð margt sauðfé fór alltaf héð- an út í Ólafsfjörð, svo að Svarfdæl- ingar urðu að senda menn út eftir til þess að rétta kindurnar, og fóru oftast fimm saman. Faðir minn átti alltaf að STORÐ 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.