Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 57

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 57
 leggja til einn mann í þessa ferð og við vorum iátnir fara þetta, drengir, strax og við höfðum aldur til. Mér er sér- staklega minnisstæð ein ferðin sem ég fór með góðum mönnum. Ég gæti trú- að að við hefðum verið með allt að tvö hundruð fjár og lentum í alveg hreint ofsalega vondu veðri eins og nú myndi sagt vera þegar við vorum að baksa með það þarna niður Böggvisstaðadal- inn þar sem lá alfaraleið yfir í Ólafs- fjörð um Reykjaheiði. Þessar haust- ferðir voru með skemmtilegri ferða- lögum og notalegar minningarnar um þær og göngurnar sem maður hlakkaði til allt árið. Við vorum þannig öll, börnin hér, og ég held það hafi verið sama sagan alls staðar. Allir hlökkuðu til gangnanna, enda var þá sumarerfið- inu lokið og ofurlítið frjálslegra um. Héðan frá Tjörn voru að vísu ekki langar göngur, tóku venjulega hálfan annan dag. Við fórum fram á Sveins- staðaafrétt sem er hérna frammi í Skíðadalsbotni og mundi nú kannski ekki sums staðar á landinu vera taiin standa undir afréttarnafni; þetta er ekki annað en dalbotninn. Við fórum ævinlega í minni bernsku á sunnudegi fram í Skíðada! og gistum þar á bæj- unum. Svo fórum við á fætur eld- snemma næsta morgun, smöluðum botninn og rákum tii réttar sama dag. Réttin var kölluð Tungurétt. Hún var og er í tungunni milli Svarfaðardals og Skíðadals, undir Stólnum. Göngurnar voru stuttar, en svo bættist það við hjá sumum bændum að þeir þurftu að senda menn út í Ólafsfjörð. Frá fornu fari hafa Ólafsfirðingar og Svarfdælingar haft æðimikið saman að sælda og út í Ólafsfjörð voru margar fleiri leiðir færar en Böggvisstaðadal- ur, þó að við færum hann alltaf. Það var hægt að fara út Múlann þar sem vegurinn liggur núna, en þótti bæði erfitt og hættulegt, sérstaklega yfir Flagið. Eg hef aldrei séð það með eig- in augum, en heyrt marga lýsa því. Þetta var storknuð leirskriða sem var mjög erfitt að fóta sig á og menn hálf- hlupu stundum yfir á sokkaleistunum, en snarbratt og þverhnípt stálið niður undan, svo að ef þeir misstu fótanna gátu þeir lent fram af og hefðu þá varla þurft að kemba hærurnar. Einn piltur veit ég að fórst þar fyrir mitt minni, en þá held ég nú að þeir hafi verið að reyna að síga í björgin. Ann- ars hefur verið furðulítið um slysfarir 55 STORÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.