Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 64

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 64
Þó að hann myndi vel veturna heima og göngurnar í skólann með föður sín- um í öllum veðrum væru sér ekki síð- ur minnisstæð vorin, sumrin og haust- in þegar hann var við búskapinn. Það hefði verið hans líf og yndi meira en skólinn, en hann hefði alist upp við þá vitneskju frá því að hann mundi fyrst eftir sér að hann ætti að fara í skóla þegar hann hefði aldur til og alltaf gert ráð fyrir því. Faðir sinn hefði fljótt ákveðið að þeir bræðurnir skyldu taka stúdentspróf í Menntaskólanum á Akureyri og það hefðu þeir gert. Syst- ur þeirra tvær hefðu farið þangað líka og lokið gagnfræðaprófi. Það hefði þótt nóg því að í þá daga hefði minna verið hugsað um kvenfólkið. Kristján sagði að sig hefði ekki langað neitt sérstaklega í skóla á þeim árum. Hann hefði ekkert haft á móti því, en hann hefði verið sendur í skóla og ekki farið þangað af sjálfsdáðum. egar við vorum komnir upp á móts við kirkjuna spurði ég Kristján hvaða minningar henni væru tengdar. — Þær eru auðvitað býsna margar. Hér hafði Kristján afi minn verið prestur. Hann þjónaði á þremur kirkjustöðum, Tjörn, Upsum og Urðum. Þetta var fermingarkirkja föður míns ef ég man rétt, en ég gæti best trúað að systur hans hefðu verið fermdar annars staðar. Þeir höfðu þetta nú svona, prestarnir, að þeir fermdu til skiptis á kirkjustöðunum frá vori til vors, þó að börnin væru úr fleiri en einni sókn. Satt að segja veit ég ekki fyrir víst hvort foreldrar mínir voru gefnir saman hér eða frammi á Urðum en það var 1913 og á öðrum hvorum staðnum hefur það verið. Af kirkjum hér í Svarfaðardal er Valla- kirkja elst, frá 1856, reist rétt eftir að séra Páll Jónsson sálmaskáld sem seinna var kenndur við Viðvík kom í Velli ungur maður og fullur af lífs- þrótti, en Tjarnarkirkja var byggð 1892. Hún átti þess vegna 90 ára af- mæli um daginn og þá hélt söfnuður- inn mikla hátíð ásamt vinum Tjarn- arkirkju. Ég man auðvitað afskaplega vel eftir því þegar hér var messað. Þá var oft mikið um að vera og margt um manninn. Við fórum alltaf í kirkju, en ég tók ekki þátt í söng eða neinu slíku. Það gerði faðir minn aftur á móti. söng hér í kirkjunni áratugum saman eins og margir aðrir, en hann var ekki meðhjálpari. Það var Halldór í Brekku hérna rétt fyrir innan, og séra Stefán Kristinsson á Völlum var prestur alla mína tíð hér, mjög myndarlegur og fyrirmannlegur maður og sópaði að honum. Sumar minningar um kirkj- una eru vitanlega með öðrum blæ. Mér stóð venjulega mikill stuggur af því þegar verið var að taka grafir. Stundum kom mikill gröftur hérna upp úr kirkjugarðinum eins og oftast í gömlum görðum, og beinin voru lögð í hrúgur þangað til búið var að taka gröfina. Þá var þessu skotið einhvers staðar inn undir. Ég kannast við þetta og maður var ævinlega á nálum meðan á þessu stóð. Ef einhver hefði þá sagt mér að ég ætti eftir að fást eins mikið við mannabein og hefur orðið mitt hlutskipti um dagana, þá hefði mér nú ekki þótt það trúlegt, því að ég var afskaplega hræddur við þetta, og satt að segja forðaðist ég frekar kirkjuna og kirkjugarðinn vegna þess arna. Ég var alveg feiknalega myrkfælinn eins og flest börn og ég held við höfum verið það öll, systkinin. Það var nú ekki í frásögur færandi þó að einhver þættist heyra bankað í glugga sem oft kom fyrir. En þó að ég væri svona myrkfælinn og heyrði talað um að eitthvað væri á sveimi sem ekki var vitað hvað var, þá varð ég aldrei var við neitt sjálfur. En þetta var haft á orði. Það var kvistur á framhúsinu á gamla bænum sem ég ólst upp í, ósköp lítill kvistur yfir bæjardyrunum og tvö rúm þar, og því var haldið fram hér í sveitinni að reimt væri á kvistinum á Tjörn. Þar höfðu átt að vera einhverj- ar gamlar fjalir og af einhverjum var sögð sú saga að hann hefði átt að heita því að fylgja þeim. Það bar iðulega við að menn báðust hér gistingar og voru þá venjulega látnir sofa einir uppi. Einu sinni kom bóndi framan úr Svarfaðardal og bað um að lofa sér að vera um nótt. Það var auðsótt mál, en hann óskaði eftir því að þurfa ekki að vera einn uppi. Það var nú ekki talinn mikill vandi að bjarga því. Ég hef líklega verið orðinn ellefu eða tólf ára, svo að ég var látinn sofa hjá honum í hinu rúminu eða jafnvel í sama rúmi, gott ef ekki var, og átti að vera honum þarna til halds og trausts. Þetta fór svo þannig að hann var ekki fyrr búinn að slökkva ljósið en hann var steinsofnaður. En ég sofnaði ekki og svaf ekki mikið framan af nóttinni, maðurinn sem átti að verja hann fyrir draugunum! Það var orðið heitt á könnunni hjá Sigríði þegar við komum aftur heim á hlað og við vorum beðnir að ganga í bæinn. Við kaffiborðið í bjartri og notalegri stofunni á Tjörn var glatt á hjalla. Saga og minningar urðu að bíða, því að hjónin og annað heimilis- fólk tók sér stutta hvíld frá dagsins önn og gaf sér tíma til þess að rabba um stund um daginn og veginn. Tvo Sunnlendinga bar að garði og þegar þeir voru búnir að koma í kirkjuna og skoða sig um voru þeim boðnar góð- gerðir ásamt þeim sem fyrir voru. Bræðurnir, Kristján og Hjörtur Eld- járn, höfðu báðir verið á Grænlandi fyrir skömmu og tekið þar þátt í há- tíðahöldum vegna þúsund ára byggð- arafmælis norrænna manna í landinu, Kristján vegna fræðiiðkana sinna og fyrri starfa, meðal annars við forn- leifarannsóknir á Grænlandsgrund, en Hjörtur færði Grænlendingum stóð- hest að gjöf frá Búnaðarfélagi íslands. Þeir höfðu um margt að spjalla og tíminn leið hratt. Fleira var að sjá og för okkar ólokið. Gullbringa stendur í gróinni brekkunni fyrir ofan Tjörn, hin- um megin við veg- inn. Hún var lengi hjáleiga frá staðnum, en nú hefur land hennar verið samein- að Tjarnarlandi þaðan sem það var í öndverðu. Þar stendur grámálað timb- urhús með kvisti sem var eign og sumardvalarstaður Kristjáns Eldjárns og fjölskyldu hans, reist laust fyrir aldamót. Við suðurgafl þess stendur lítill kofi með stórum gluggum. Hann er líka úr timbri, gulmálaður og gluggakarmarnir rauðir. Þar var vinnustofa Arngríms málara. Sigríður Hafstað slóst í för með okkur þangað upp eftir og Páll lagði bílnum á túninu. Af hlaðinu er fallegt að horfa yfir dalinn, en þó drógu húsin að sér meiri athygli. Verið var að gera við sumarbústaðinn að innan og að þeim endurbótum höfðu unnið tveir tengda- STORÐ 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.