Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 72

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Side 72
Eftir Sigurgeir Jónsson Ljósm. Sigurgeir Jónasson Það er dýrðlegt á sumardegi að sigla á báti umhverfis Vestmannaeyjar og fylgjast með fuglalífinu. Þar ber auðvitað mest á svartfugli og þá einkum lunda og langvíu, að stuttnefju og álku ógleymdum. Athugulir fugla- skoðarar munu þó taka eftir einni svartfuglategund enn, sem mjög lætur lítið yfir sér og ekki sést í jafn-stórum hópum og hinir fyrr- nefndu. Þetta er teistan. Teistan er dæmigerður svartfugl, en í sumarbúningi er hún svo til alsvört nema hvítar skellur á vængjum og skærrauðir fætur. Að sköpulagi líkist hún verulega frænku sinni langvíunni, en er þó miklu smávaxnari, á stærð við lundann. Og lifnaðarhættir hennar eru sérstæðir meðal svartfuglanna. Hún er að mestu leyti staðfugl og byggir norðlægar slóðir og í Evr- ópu hittist hún sjaldan sunnan 56. brciddargráðu. A íshafssvæðum er hún algeng, og hún er sögð finnast í öðrum heimshlutum suður við Japan og Kaliforníu, þótt merki- legt kunni að virðast. Fyrir kemur að hún flækist að ströndum Vestur-Evrópu. Fyrirferöarlítil og hlédræg Þótt teistan sé algengur fugl hér við land hefur henni aldrei verið jafn-mikill gaumur gefinn og frændliði henn- ar, svo sem lundanum. Líklegasta skýringin á því er sú hve fyrirferð- arlítil og hlédræg hún er, en sama verður ekki sagt um ættingja hennar. Einkum er langvían hávær á bjargsyllum sínurn, og þá getur lundinn látið í sér heyra í „byggð- inni“, eins og siður er að nefna varpstöðvarnar. Hlédrægni og blíðleiki teistunnar hefur án efa oft orðið henni til lífs, þar sem hún er nær algjörlega látin í friði af veiðimönnum. Meira að segja þeir aðgangshörðustu í hópi þeirra beina hvorki byssu að teistu né seilast til hennar með háfnum, enda hefur teistuveiði aldrei verið talin til hlunninda í Vestmanna- eyjum og aldrei stunduð á borð við veiðar á öðrum sjófuglum. Teistan dvelst eins og aðrir svart- fuglar á og við sjó allan ársins hring. En hún heldur sig hins veg- ar miklu nær landinu en ættingjar hennar og velur sér bústað neðar í björgunum. Getur hún því ekki talist dæmigerður bjargfugl. Yfirlcitt eru svartfuglar félags- lyndir og er gjarna þétt setinn bekkurinn á bjargsyllunum svo margan undrar hvernig slíkur fjöldi fær komist þar fyrir. Þá er líka þröng á þingi í byggð lund- anna svo sem flestir vita. En þessu er öfugt farið um teist- una. Hún virðist kunna einlífinu mætavel hvort heldur er á sjó eða landi, og stórir hópar af henni eru sjaldséðir, sem áður segir. Hún verpir dreift eða í smáum byggð- um í holum, urðum, hellum og björgum. f Vestmannaeyjum mun stærsta teistuvarpið vera í svonefndum Teistuhelli í Hamrin- um norðarlega, en einnig er all- nokkuð um teistu í Elliðaey og raunar víðar. Hreiðurgerðin er ekki vönduð frekar en gerist um svartfugla, og hreiðurstæðið er jafnan valið þannig að illmögulegt er að komast að því, enda er teist- unni lítið um óviðkomandi gesti STORÐ 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.