Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 82

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 82
eftir fáeina tíma og það eru ekki nema nokkur hundruð kíló af þorski í trollinu. „Þið hefðuð átt að vera með í ágúst,“ segir kallinn í brúnni. „Þá fengum við einu sinni fimmtíu, sextíu tonn í hali. Svoleiðis gerist ekki oft núorðið.“ Hörður Guðbjartsson hefur verið á sjó í rúm þrjátíu ár og ætti að vita hvað hann er að segja. Daginn eftir er stormur og ennþá minna fiskirí. Kallinn hristir bara hausinn þegar híft er síðdegis og aflinn er fimmtíu kíló. Þeir reyna með flottrollinu en það er sama sagan. í matsalnum sitja hásetarn- ir og það er óttalegur hundur í þeim. Sá með kutann hefur þó sem betur fer gleymt hverjir bera ábyrgðina. Vídeóið í gegnum biblíuna Matsalurinn er hjarta skipsins en hvorki brúin, vélarrúmið né vinnslusalurinn. Þar situr vaktin milli þess sem gert er að þeim smánarafla sem fæst úr djúpinu og þeir sem eiga frívakt eru þar flest- um stundum þegar þeir eru ekki sofandi. Klefarnir þeirra eru að vísu rúmgóðir en næsta óper- sónulegir og loftið súrt svo fyrir kemur að þeir leggja sig bara í matsalnum. Þar hanga myndir á veggjum; rómantískar eftirprent- anir af eggjandi suðrænu kven- fólki, jólakort frá skipa- smíðastöðinni í Noregi og útgerð- inni Norðurtanga, litmynd af for- setanum, nokkrir kristilegir veggplattar og Biblía í stálum- gjörð. Sú Biblía virðist þó vera lítið lesin því leiðslan í vídeóið hefur verið lögð gegnum hana. Vissulega lesa þeir ennþá, alls kon- ar bókmenntir, en í gamla daga var líka tekið í spil og það var skákklúbbur sem veitti verðlaun. Ennþá hefur tæknin ekki létt öllu puðinu af sjómönnum og þeir þurfa að taka til hendinni ef þarf að mjaka trolli til á dekki. STORÐ 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.