Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 85

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 85
Nú standa menn ekki lengur veðurbarðir við „stýrið í stórsjó og byl“, en kallinn situr einmana mestan hluta sólarhringsins í brúnni í hálfgerðum flugstjórastól — innan um tæki, sem við fyrstu sýn gætu eins verið úr stjórnstöð geimferju. allt í einu voru mennirnir farnir. Það sást bara í iljarnar á þeim upp á land. Á örfáum vikum misstum við alla pokamennina okkar, en þeir voru sex, og það sama var uppi á teningnum á öðrum skip- um. Á endanum þurfti að flytja inn Færeyinga því hæfir poka- menn voru bara ekki til og það tók langan tíma að lokka þá út á sjó aftur. Nú myndi þetta gerast svo snögglega að enginn gæti spornað við því og það gætu liðið mörg ár áður en aftur fengist góður mann- skapur. Það er nefnilega engin rómantík eða hugsjón að vera úti á sjó, skal ég segja þér. Þetta er eins og hver önnur vinna og erfið vinna í þokkabót, fjarri fjölskyldunni. Þessu skyldu menn ekki gleyma þegar þeir tala um að sjómenn hafi hátt kaup. Kaup sem þar að auki fer sífellt lækkandi. Ef hægt er að hafa það jafngott í landi vilja fáir vera úti á sjó.“ Alltaf á leiðinni í land Niðri í matsal eru hásetarnir sí og æ að tala um að bráðum fari þeir í land; það sé ekkert upp úr þessu að hafa lengur, miðað við erfiðið og einangrunina. Þeir vinna tólf tíma á sólarhring, sex tíma vaktir í senn, og lengur ef þörf krefur. Skipið er svona viku úti í einu og stoppar stutt í landi. Það eru engir sunnudagar. Á ísafirði hafði ég hitt fyrrverandi háseta á Guðbjarti sem hafði farið á sjóinn að syni sínum nýfæddum og nú, níu árum síðar, voru þeir feðgar að kynnast í fyrsta sinn. Það er líka hægar sagt en gert að hætta á aflaskipi; þessi tiltekni háseti var í tvö ár að vinna sig niður, ef svo má að orði komast, vegna skattanna. Öllum ber þó saman um að sjó- mennskan sé nú að ýmsu leyti skárra hlutskipti en var fyrir nokkrum árum, ef óvissan um kjörin er undanskilin. Það er til að mynda ekki lengur fáheyrður lúx- us að fara í frí. Á Guðbjarti má heita að sé ein og háif áhöfn og alltaf einhverjir í fríi. Fáir munu vera á sjó lengur en átta til níu mánuði á ári og skipstjórinn segist hafa áhyggjur af því ef einhver tekur sér ekki nógu oft frí. Það hafi enginn gott af því að vera of mikið úti á sjó. Guðmundur Ein- arsson fyrsti vélstjóri segir mér frá hátt í mánaðar síldartúr sem hann fór 1967 alla leið norður að Bjarn- arey; taugaveiklunin jókst stöðugt eftir því sem þeir voru lengur úti í Ballarhafi. Áhöfnin var eins og hengd upp á þráð og samkomulag- ið slæmt undir lokin, einn háset- anna átti skammt í að verða vit- laus. En hvað þá um gömlu togarajaxlana sem þjóðsögur hafa myndast um og sungið er til í óskalögum sjómanna, þá sem voru úti vikum og mánuðum saman og áttu aldrei frí? Áhöfnin á Guð- bjarti hlær bara. „Þeir voru heldur ekki í húsum hæfir, margir hverj- ir.“ Ný manngerð er komin á togar- ana, að minnsta kosti Guðbjart. Þeir eru allir fjölskyldumenn nema einn og vilja vera heima hjá konunum sínum. Er þá ekkert út á sjó að sækja, annað en sæmileg laun? „Ojú,“ segir skipstjórinn. „Þetta eru rólegheit. Það er eng- inn að atast í manni.“ Og einn hásetinn bætir við: „Þetta er í sjálfu sér fyrirtakslíf fyrir menn sem gera litlar kröfur. Oti á sjó gera menn ekkert annað en vinna, sofa, éta. Svo þegar komið er í land er maður eins og kóngur í ríki sínu — það snýst allt í kringum mann en um Ieið er maður til lítils gagns á heimilinu. Þetta er þó að breytast með auknum fríum og mátti líka gera það. Áður voru hjónabönd sjómanna eins og spari- föt sem farið var í í landi.“ Sjöunda hver alda stærst Veðrið versnar alltaf. Guðbjartur er léttbyggt skip og lestin þar á ofan tóm svo hann veltist eins og korktappi á öldunum en heggur sjaldan — þó er trollið úti. Á und- an okkur öslar djúpskreiður Fær- eyingur og gengur sjór yfir hann. Sjórinn kemur úr norðri og má vel ljúga því að mér að sjöunda hver alda sé stærst. Stöku sinnum má 83 STORÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.