Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 108

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Page 108
um jafnfáum áhorfendum og þarna voru. Oftast voru þeir tveir, stundum einn, og aldrei fleiri en þrír. Slík grafarþögn ríkti tíðum í herberginu að menn hrukku í kút ef einhverjum varð á að ræskja sig. í fyrstu skákinni miðri hringdi síminn í herberginu og verkaði það eins og lúðri Almannavarna hefði verið komið fyrir í ljósakrón- unni. Eftir það var alltaf gengið úr skugga um áður en skákirnar hóf- ust að síminn væri ekki í sam- bandi Hegðun meistaranna meðan á skákunum stóð, var með nokkuð ólíkum hætti. Einbeiting Spasskys virtist fullkomin. í upphafi skákar kom hann sér fyrir í stól sínum og sat síðan sem fastast þá 4—7 klukkutíma sem skákirnar tóku, ef frá er talið að tvisvar í hverri skák brá hann sér fram á baðherbergið. Hann bragðaði hvorki vott né þurrt meðan á skákunum stóð, þótt veitingai af ýmsu tagi væru til staðar. Og aldrei virtist hugur- inn hvarfla frá reitunum 64 — hann leit ekki einu sinni af skák- borðinu þegar hann kveikti sér í sígarettu. Reykingar Spasskys eru pfSlík qrafarþögn rikti tíoum í herberginu að menn hrukku í kút ef ein- hverjum varð á að ræskja sigíí raunar með nokkuð öðrum brag en gengur og gerist. Dags daglega reykir hann alls ekki, en aftur á móti linnulaust þegar hann teflir kappskák — og þá með dálítið sérkennilegum hætti. Þess verður nefnilega ekki vart að hann blási reyknum nokkurn tímann frá sér. Með forundran horfði ég á hann taka stór og mikil sog þannig að glóðin hljóp upp eftir sígarettunni, en aldrei sá ég neitt af reyknum skila sér aftur í fráblæstrinum. Þessi ráðgáta er enn óleyst. En það var ekki bara meðan á skákunum stóð sem allt háttalag Spasskys var í föstum skorðum. A hverjum morgni fór hann á fætur klukkan níu og gaf sér góðan tíma til að borða morgunverð. Milli klukkan tíu og tólf talaði hann við blaðamenn. Þá tók við klukkutími eða svo í Laugardalslaugunum, trúr þeirri kenningu sinni að næst því að kunna mannganginn sé mik- ilvægast fyrir skákmeistara að vera vel á sig kominn líkamlega — síðan hádegisverður og loks hvíldi hann sig þangað til skákirnar hóf- ust, en það var á slaginu þrjú. Ekkert fékk truflað þetta úrverk hjá Spassky þá daga sem hann stóð hér við, — kannski er skák- meisturum það eðlislægt að þurfa sífellt að gera sér áætlanir til að fylgja um alla skapaða hluti. Friðrik virtist eiga erfiðara með að einbeita sér að skákunum. Hann stóð oft upp og gekk um gólf - fékk sér kaffibolla og kökusneið og leit jafnvel í dagblað sem lá á sófaborði. Kannski cngin furða þótt hugurinn hefði reikað frá skákborðinu — forsetakjör í FIDE skammt undan og kosninga- baráttan í algleymingi. Friðrik notaði líka mun meiri tíma en Spassky. Þegar Friðrik var búinn með þær 150 mínútur sem hann hafði á fyrstu 40 leikina, átti Spassky aldrei minna en hálftíma og allt upp í klukkutíma eftir á sinni klukku. Stundum gat maður ekki varist þeirri hugsun að trúlega skorti þessa tvo heiðursmenn einn þann eiginleika sem æskilegur þykir í fari skákmeistara: drápsfýsnina. Þessa ómótstæðilegu hvöt til að sigrast á andstæðingnum og sjá hann liggja í valnum. Sumir meist- arar hafa lýst fjálgum orðum þeirri vellíðan sem gagntekur þá þcgar þeir hafa náð kverkataki á mótherjanum og geta síðan smám saman hert á takinu uns yfir lýkur. Um Spassky hcfur raunar verið sagt að eitt það óhcppilegasta sem geti hent hann á skákmótum sé að lenda á móti góðum vini sínum, — hann eigi svo erfitt með að neita honum um jafntefli þótt staðan gefi ekkert tilefni til að þiggja slíkt boð. Þetta kemur heim og saman við það að eftir þær skákir sem hann vann gegn Friðrik sáust aldrei á honum nein gleðimerki — ekki einu sinni vísbending um að honum væri léttir að því að hafa unnið. Þvert á móti varð hann hálf vandræðalegur og maður fékk á tilfinninguna að honum væri skapi næst að biðjast afsökunar á sigrin- um. 99 kannski er skákmeistur- um það eðlislægt að þurfa sífellt að gera sér áætl- anir til að fylgja um alla skapaða hlutiíi Þarna var sem sagt ekki tefld nein fjandskák. Andrúmsloftið var óþvingað og vinsamlegt þótt hver skák væri tefld í botn nema sú síðasta sem litlu máli skipti og endaði í rólyndislegu jafntefli. Eftir að skákunum lauk, sátu meistararnir drykklanga stund og könnuðu þær. Hverjir voru afleik- irnir? Hvaða leikur hefði gefið unnið tafl? Með hvaða leik breytt- ist jafnteflisstaða í tapaða stöðu? Eða í stuttu máli: hvað skildi á milli feigs og ófeigs? Þegar meist- ararnir höfðu svarað þessum og þvílíkum spurningum fengu þeir sér gjarnan kvöldverð sem þeir snæddu saman í ró og næði. Eða eins og skrifað stendur: f góðsemi vegur þar hver annan. STORÐ 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.