Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 127

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 127
Ur bókakristunni Við íslendingar erum lestrarhestar — svo oft hefur það verið endur- tekið að engum blöðum getur verið um það að fletta lengur. Sumir virðast meira að segja standa í þeirri mein- ingu að vísasti gróðavegurinn hér á landi sé að gefa út bækur fyrir jólin, a.m.k. ekki ábataminna en t.a.m. að steypa páskaegg fyrir páskana. Ef tii vill fara þeir flatt á þeirri trú, bók er nefnilega dýrari í framleiðslu en páskaegg, en ekki ýkjamikill munur á söluverði. En hvað lesum við? Því svörum við ekki nema tilneyddir. En kom- umst við ekki undan því segjum við gjarnan: íslendingasögur og Shake- speare. Og enginn skyldi lá okkur slíkt svar. Við erum ekkert að tíunda lestur sem við getum ekki verið stoltir af, og auk þess er þetta óneitanlega hálfur sannleikur því að margir okkar hafa gluggað í þetta hvort tveggja. En bóksalafélagið virðist samt á öðru máli ef dæma skal eftir skrá sem það gerði í janúar síðastliðnum yfir tíu söluhæstu bækurnar á síðasta jóla- markaði. Sú skrá er sjálfsagt samin í tölvu, og það þýðir að okkur er ekki til neins að bera á hana brigður jafnvel þótt tölvan hafi ekki verið rétt mötuð. Þessi skrá segir að við höfum seinni partinn í vetur aðallega verið að lesa reyfara og ævisögur. Einhverjir hafa þó gluggað í lækningabók, sem er vita- skuld heilsusamlegt. Sumir hafa verið að búa sig undir laxveiðarnar næsta sumar með því að kynna sér hyljina í ánum og landið umhverfis þá, og á milli hafa þeir kannski leikið eða sung- ið falleg jólalög eftir nótum. Einhverj- ir hafa svo lesið sig í svefn á kvöldin eftir vídeóið með því að glugga í eina eða tvær íslenskar skáldsögur. Ljóð er ekki að finna í þessari skrá, og þó teljum við okkur með ljóð- elskustu þjóðum. Við erum svo ljóð- elsk að við gefum út fleiri ljóðabækur árlega en margar milljónaþjóðir og sé Eftir Eirík Hrein Finnbogason Myndskreyting Hilmar Þ. Helgason miðað við mannfjölda erum við auð- vitað margfaldir heimsmethafar í ljóðabókaútgáfu. Lesum við þá ekki þessar ljóðabækur? Ekki segja bóksal- arnir. Þeir segja að við lesum ekki ljóðabækur nema eftir stórskáld og dugi stundum ekki til. Við bara yrkj- um þær og gefum þær út. Illa er kom- ið Islending mun einhver kannski segja — en þó þarf það ekki að vera. Enginn nennir að yrkja ljóð nema hann sé í þörf fyrir að tjá sig, og þá þörf höfum við greinilega í ríkum mæli. Við erum allir meiri eða minni skáld sjálfir og lesum ekki ljóð eftir aðra nema við finnum að þeir slái okkur út. Ef við finnum það, tökum við bókunum þeirra tveim höndum. Við hina segjum við eins og Sigurður heitinn frá Arnarholti þegar hann fyrir mörgum árum gekk eftir Hafnar- stræti í Reykjavík og var boðin Bíla- söngbókin til kaups: „Nei, nei, svona get ég vel gert sjálfur.“ En reyfara höfum við aldrei getað gert sjálfir svo að mynd sé á. Við höfum frá því hér var byrjað að draga til stafs orðið að flytja inn obbann af okkar lygisögum og reyfurum. Og þeir fáu sem settir hafa verið saman hér gegn- um tíðina gerast ævinlega í útlöndum. Á íslandi hafa nefnilega aldrei gerst reyfarar — fyrr en þá kannski á allra síðustu árum eftir að við með bættri skólagöngu fórum að verða hlutgengir á morða- og gripdeildamarkaðinum. Kannski þetta sé skýringin á því að við látum reyfara skipa hásætið á bóksölulistum — við gerum það af hreinni kurteisi við hinn erlenda gest sem er svo framandi að okkur er fyrir- munað að líkja eftir honum. En við förum í manngreinarálit um reyfarana eins og líka sjálfsagt er, við látum ekki koma aftan að okkur í reyf- araviðskiptunum fremur en öðru. Há- sætið bjóðum við ekki neinum reyfara nema hann hafi merki Alistair Mac- lean í hattinum. Hafi hann það eru honum hér allir vegir færir, jafnvel inn á skrifborð aðstoðarmanna ráð- herranna. Hitt er áhyggjuefni að ég les í Tímanum — sem er ekki óábyrgt blað — að reyfarar með Alistair Mac- lean merki fari sífellt versnandi. Ljótt er ef satt er og getur ekki stafað af öðru en framleiðendurnir séu hættir að nenna að vanda sig eða máski orðn- ir drykkfelldir af allri velgengninni. Maður veit aldrei hvað getur hent í útlöndum. En vondur eða góður er kannski ekki neitt aðalatriði í reyfaramál- um. Reyfara með Alistair Maclean merki skulum við kaupa hvað sem á dynur og aðra reyfara líka eftir því sem buddan leyfir. Hver veit nema við eygjum þarna von um heimsmet mið- að við mannfjölda eins og á svo mörg- um öðrum sviðum. Ætli við séum ekki að verða mestu reyfaralesendur í heimi. Óyggjandi svar liggur að vísu ekki á lausu því að við mundum aldrei viðurkenna reyfaralestur fyrir lestrar- könnuðum. En auðséð er að við berum meiri virðingu fyrir reyfurum en nokkur önnur þjóð. Við bindum þá í skrautband og gefum þá í jólagjafir eins og skrautmuni. Erlendis lesa menn reyfara og fleygja þeim síðan í sorpið eða eldinn. Hér dramba þeir með sína gylltu kili í viðhafnarskápum innan um alfræðibækur og Hómers- kviður. 125 STORÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.