Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Qupperneq 30
Múlaþing
stóra kláfa sem tóku 5-6 hneppi eða
íjórðunga af heyi. Svo vóru búnar til stórar
hlóðir í eldhúsi sem náðu útyfir kláfmn. I
þessar hlóðir var raðað taði og kveikt í og
þegar það var nokkum veginn útbrunnið var
kláfurinn tekinn og hengdur uppyfir glóð-
ina, nokkuð frá því nú byrjaði breiskingin
fyrir alvöru.
Þegar nú breiskingin þótti orðin nóg
vóru teknir nokkrir sauðarklippingar og
breiddir á eldhúsgólfíð og grösin Iátin á þá;
þvínæst lagðist maður á bæði knje og barði
ofan á binginn eða hrúguna með hand-
leggjunum og mölnuðu þau þá gjörsamlega.
Svo var tekið sáld, sem kallað var, og var til
á hverju heimili og um teningsalin á vídd,
en 3-4 þuml. á vídd.7 Neðan á það var þan-
inn bjór sem stungin vóru göt á og grösin
sigtuð á því; sigtuðust þá mestöll óhreinindi
frá þeim, og seinast vóru þau látin í trog og
það hrist til. Settist þá enn fínt dust á botn-
inn, sem var blásið í burtu, og svo gengið
frá grösunum síðast í tunnu og í hana troðið
eða stappað með trjehnalli. í tunnuna átti að
fást úr klyfsekk. Svo var þetta látið útá
grauta með mjöli. Stundum var það haft
eintómt útá ysta áagrauta og stundum var
safnað mikilli mjólk og hún hleypt með
blöndu og grösin látin í áður; svo var þessi
grautur geymdur til vetrarforða í tunnum og
brúkaður sem ofanílát í mjólk.
Jón heldur að þessi verkun á grösum sje
frá landnámatíð.
Þetta segir Jón um skógana í Fljótsdal og
á Hjeraði
Hann segist hafa heyrt ungur að skógar
hafi eyðst eða fallið í Fljótsdal um 1625-30
af maðki. Hann segir eptir Sólveigu Pálls-
dóttur, ömrnu sinni á Melum, að Margrjet
móðir hennar hafi þekkt kerlingu í sínu
ungdæmi sem sagði að þegar hún var ung
hafi Stuliuflatarnes verið hvítt af sprekum.
Eptir því sem Jón segir um aldur þeirra
hefur þetta verið snemma á 17ndu öld. Páll
faðir Jóns segir í sínu ungdæmi hafi verið
svo mikill skógur á Melum að opt hafí orðið
leit úr kúnum út og upp á Stekkabölum. Nú
er þar ekki nokkur kvistangi til. Jón segist
hafa heyrt að Eiríkur Bárðarson bóndi, sem
bjó á Hrafnkellsstöðum fram að aldamót-
um, hafi höggvið braut af Kirkjuhamrinum
(hann er við Jökulsána fyrir utan Hrafn-
kellsstaði) austur yfir háls að Gilsá og
hlaðið garð úr skóginum til varnar því að
lömbin slyppu inneptir. Þau hafði hann á
Rananum fyrir utan.
Fyrir aldamótin bjó á Arnaldsstöðum
Einar Rollantsson; hann fjekk bóndann í
Víðivallagerði til að höggva skóg með sjer
einn dag fyrir utan og ofan bæinn. Þeir
hjuggu 300 rapta um daginn og afkvistuðu
og bunkuðu. Síðan fúnaði þetta allt niður og
segist Jón hafa sjeð þess glögg merki og
þau muni jafnvel sjást enn. Um 1810 var
skógurinn svo þjettur á Arnaldsstöðum að
Guðmundur Árnason, sem þar bjó þá, hjó
braut í gegnum skóginn til að geta komið
fje til beitar út í Múlann. Heitir þar síðan
Götuhjalli.
Jón segir að mestur skógur hafi verið
hjer í sveitinni í öllum Suðurmúla utan frá
Langhúsum alla leið innst í Þorgerðar-
staðahlíðar. Stöppuskógur8 í Þorgerðarstað-
hlíðum var stórvaxnastur eða stærstur en
Valþjófsstaðaprestar ljetu höggva hann
miskunnarlaust því árlega vóru fluttir
þangað heirn 100 hestar. Mest ljetu þeir
höggva hann síra Vigfús og síra Stefán og
mun það enda hafa haldist talsvert við þar
7 Líklega misritun. Hlýtur að vera átt við að sáldið sé alin á hvern veg og 3 til 4 þumlungar á dýpt.
8 Þetta örnefni er nú týnt en þekkt er Stöppusel, Stöppuklif og Stöppufoss á Þorgerðarstaðadal.
28