Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 34

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 34
Múlaþing Mentun kvenna til handanna Það var lagt kapp á að kenna þeim als- lags vefnað og útsaum; sauma í ábreiður og mittislinda, og sauma og knippla. Fór það allt vel úr hendi. Rokkar vóru fáir til 1810-1812 en fjölg- uðu eptir það því þá kom vefstóllinn og var þá spunnið smátt band og haft tvöfallt í öll fot. [Neðanmáls:] Kljávefstóll, sem áður var, var með 5 spýtum, ævinlega ofið tvö- falt, og þótti góður vefari sem óf kvartjel á dag. Bókalestur var sögurnar og rímumar og Klausturpósturinn og þau rit sem komu þar á eptir. Nokkuð af karlmönnum var allvel skrifandi en einkum var það á vissum bæj- um. Föðurbræður Jóns vóru allir skrifandi. Eptir 1840 fór þeim að fjölga sem lærðu að skrifa. Hreinlœti var nokkuð misjafnt. Matar- ílát vóru öll úr trje og úr tini á nokkrum bæjum. Höfuðþvottur var hafður á hverjum laugardegi. Kvenfólk hafði affljettað hár, og vafði því uppundir faldinn, en karlmenn höfðu sítt hár Matarhæfi [o.fl.J Matur var tvisvar á dag því lítið fjekkst korn. A morgnana var rúgmjölsgrautur, með spaðbita í, en á kveldin var grasaskyr ofan í flautir en þegar kom framá veturinn, og fór að minka í búi, þá var farið að Valþjófsstað til að kaupa tólg af síra Vig- fúsi.9 Tólgin var látin útí vatnsgrautinn og þetta haft til dagsins á vorin. Undir eins var farið að stía ám á vorin, þegar nokkrar vóru bornar, til að fá mjólk. Opt sá á fólki eptir aldamótin. Eptir 1815 fór þetta að lagast. KafFi fluttist hingað fyrst 1808-10. Jón segist hafa keypt 8 #10 seinni ár sín á Kleif en 16 segist hann hafa þurft á Klaustri eptir 1850. Ekki var siður að bjóða almennt inn gestum en ef þeir þurftu að standa við var þeim gefið að borða. Næturgestir fóru snemma á stað á morgnana en fengu þó að borða áður. Veislur vóru allar haldnar á Valþjófsstað og var haft til matar fyrst grjónagrautur með sírópsblöndu útá og hangiket og steik og brennivín og dálítið haft af mjöð handa kvenfólki. Skemmtun engin, nema lítið af söng, og bannaði prestur þá sálmasöng.* 11 Víndrykkja var lítil og var því ekki tafið lengi frameptir heldur fóru allir heim. Morgungjafir vóru gefnar æfinlega. Þær vóru þannig að brúðgumi gaf eða tilnefndi brúðurinni vissa upphæð af peningum, svo sem 30-40 dali eða spesíur, sem hún átti að halda eptir óskiptu af búi. Þær hjeldust fram til 1840. Skírnarveislur engar. Erfidrykkjur engar. [Hér eru nokkrar línur um kaup- staðarferðir yfirstrikaðar því sama efni kemur síðar]. Líkmenn fluttu líkin til grafar en nán- ustu aðstandendur fóru hvergi og því engin ræða flutt heima eða við kirkju. Eptir að síra Stefán tók við flutti hann af og til ræðu við kirkju. Búnaðarhættir Jarðrækt: 1845 var byrjuð fyrsta vatnsveiting í Hamborg af lausamanni Bryjólfi Evertssyni, sonarsyni Hans Víum. Hann var bóksölumaður og hvatti Einar Bjarnason, sem þá bjó í Hamborg til þess. Skurður var grafinn til að ná Bessastaða- 9 Hér er líklega átt við “matsöfnunarfélagið” sem séra Vigfús Ormsson stofaði 1800. Sjá Mulaþing 12, bls. 192-203. 10 Ógreinilegt, væntanlega átt við pund. 11 í handriti stendur “samlasong”. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.