Fréttablaðið - 25.11.2021, Side 2

Fréttablaðið - 25.11.2021, Side 2
svavamarin@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Jón Þór Ólafs- son, fyrrverandi þingmaður og u mboðsmaðu r f ra mboðslist a Pírata í síðustu kosningum, hefur kært Inga Tryggvason, oddvita yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjör- dæmi, til lögreglu fyrir kosninga- svindl. Ingi segist ekki hafa fengið kær- una í sínar hendur, né vita um hvað hún snýst. „Ég hef ekkert um þetta að segja, ég hef bara séð eitthvað af þessu í fjölmiðlum,“ sagði Ingi í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ingi vildi ekki tjá sig um það hvort hann ætlaði að greiða sektina sem yfirkjörstjórn Norðvesturkjör- dæmis hlaut vegna óinnsiglaðra atkvæða eftir að talningu lauk í alþingiskosningunum 25. septem- ber síðastliðinn. „Ég hef ekki greitt sektina,“ segir Ingi og segist ekki hafa fengið ítrek- un frá lögreglu vegna málsins. n Kaupmaður á Akureyri hefur staðið á búðargólfinu í 56 ár og stefnir að 14 árum til viðbótar í fatasölu. Klýfur fjöll þess á milli. bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI „Ég fór út í þennan bransa vegna þess að ung stúlka, Guðný, við vorum bara 14-15 ára, er dóttir Jóns M. Jónssonar sem stofnaði þessa búð,“ segir Ragnar Sverrisson, kaup- maður í JMJ á Akureyri, sem fagnaði 56 ára starfsafmæli í vikunni. „Við Guðný urðum kærustupar og trúlofuðum okkur 1965, fyrir 56 árum. Tengdapabba vantaði strák í búðina og hann réði mig á stund- inni. Ég hef ekki sloppið síðan,“ segir Ragnar. Hann er 72 ára gamall og hefur reyndar ekki gert mikið til að sleppa úr búðinni heldur þvert á móti. Fyrir þremur árum tóku börn hans við fyrirtækinu. Þá slagaði Ragnar í sjö- tugt og börnunum fannst að komið væri nóg hjá honum. Eitt barnanna nefndi að hann ætti inni að minnsta kosti fimm ára sumarfrí. „Ég gekk um götur bæjarins í nokkra mánuði, fór þvisvar á dag í líkamsrækt en mér bara hundleidd- ist,“ segir Ragnar. „Þetta endaði með því að börnin sáu aumur á mér og sögðu: Heyrðu gamli, komdu þá og vertu hjá okkur hálfan daginn. Ég greip það tækifæri fegins hendi en auðvitað hefur þessi hálfi dagur þróast í það að nú kem ég fyrstur og fer síðastur eins og ég hef alltaf gert.“ Ragnar er þjóðkunnur fyrir úti- vistaráhuga sinn og þá ekki síst fjallaklifur. Hann segist leita upp í tindana nánast allar helgar nema í desember, þá sé of mikið að gera. Þá hjólar hann og lyftir í ræktinni. Hann segist mjög heppinn með heilsuna. „Það er alltaf gaman í vinnunni vegna þess að ég hef endalaust gaman af því að umgangast fólk og er frekar geðgóður í búðinni, þótt Ingi Tryggvason, oddviti yfirkjör- stjórnar í Norð- vesturkjördæmi Ég gekk um götur bæjarins í nokkra mánuði, fór þvisvar á dag í líkamsrækt en mér bara hundleiddist. Ragnar Sverrisson Kjörbréfamálið á dagskrá Getur ekki hætt að selja föt Ragnar nýtur glaðbeittur enn hverrar mínútu í búðinni en það var ástin sem opnaði leiðina fyrir hann inn í fataheiminn á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN elinhirst@frettabladid.is STJÓRNMÁL Kristján Þór Júlíusson situr enn sem starfsráðherra í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyti þar til ný ríkisstjórn tekur við. Kristján Þór var ekki í fram- boði og ætlar að draga sig í hlé frá stjórnmálum, en þarf enn að mæta til vinnu, tveimur mánuðum eftir alþingiskosningarnar. „Mér líður alls ekki eins og ég sé á einhvern hátt lokaður af, það eru alltaf áhugaverð og skemmtileg verkefni til að sinna í ráðuneytinu og ég geng til þeirra eins lengi og mér ber skylda til,“ segir Kristján Þór. Aðspurður hvort ekki sé farið að styttast í að nýr ráðherra taki við kveðst Kristján vonast til þess. „Í öllu falli trúi ég að þetta gangi allt upp löngu fyrir blessuð jólin.“ Kristján Þór segist ekki farinn að huga að því hvað hann ætli að gera þegar hann losnar úr ráðuneyt- inu.  Hann hafi verið búinn undir að endurnýjun stjórnarsamstarfs- ins gæti tekið tíma, enda verk sem vanda þurfi til. „Ég hlakka til að hafa meira frelsi og ráða meira tíma mínum og verk- efnum, en auðvitað er eftirsjá að því að hverfa frá skemmtilegum viðfangsefnum og vinnufélögum. Tilfinningarnar verða því ef laust blendnar þegar kemur að þessu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. n Kristján mun sakna vinnufélaganna Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra Á léttu augna- bliki í búðinni á níunda áratug síðustu aldar með samstarfs- mönnum. MYND/AÐSEND ég segi sjálfur frá. Þjónustulundin átti strax mjög vel við mig, ég er ekki betri í neinu öðru en að þjóna fólki og spjalla við það.“ Um breytingarnar á ríflega hálfri öld í fatabransanum segir Ragnar að fyrir 56 árum hafi tengdapabbi hans rekið heljarstóra saumastofu þar sem tæplega 100 manneskjur á Akur- eyri, mest konur, unnu á vöktum. „Þær saumuðu gallabuxur, skyrtur og annað en nú er allt flutt inn. Spurður hvenær hann ætli að hætta segist hann eiga eftir 28 ár. „Helminginn af þeim tíma, næstu fjórtán árin, ætla ég að vera áfram í búðinni,“ svarar öldungurinn og skellihlær. n Þingfundur hefst klukkan eitt í dag. Má búast við að umræður um kjörbréfamálið standi yfir í allan dag. „Ég á ekki von á að umræður dragist langt fram á kvöld,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi þingforseti. Þó þurfi tíma til að ræða málið. Atkvæðagreiðslu verði frestað til morguns, dragist um- ræður mjög. Búist er við að greidd verði atkvæði um þrjár tillögur og að sú tillaga sem lengst gangi verði afgreidd fyrst og svo koll af kolli. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ingi veit ekki um hvað kæran snýst 2 Fréttir 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.