Fréttablaðið - 25.11.2021, Page 8

Fréttablaðið - 25.11.2021, Page 8
Styrkir hafa ekki hækkað í tvo áratugi. 150.000 króna styrkur ætti samkvæmt verðlags- hækkun- um að vera 340.000 krónur í dag. Margvíslegur kostnaður Kostnaður við forrétt- ingar með gómum, beisli, eða lausum tækjum nemur í flestum tilvikum 150-400 þúsundum króna. Tannréttingameðferð með spöngum í annan góm kostar 400-600 þúsund krónur. Tannréttingameðferð með spöngum á báða góma kostar 700-1.100 þúsund krónur. Kannski eru tvö til fjögur börn í fjöl- skyldu sem þurfa meðferð, því oft liggja bit- og tannskekkjur í ættum. Ef þetta eru ein til tvær milljónir á hvert barn þarf ekki að hafa f leiri orð um þannig áfall.“ Misvísandi ástæður eru nefndar fyrir því að horfið var frá gjaldfríum tannréttingum barna. Meint ofþjón- usta sérfræðinga er sögð ein skýring. Aðrir segja um hreina nýfrjálshyggju að ræða. Engin svör fengust frá heilbrigðis- ráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, við skriflegri fyrirspurn um hvers vegna styrkurinn frá Sjúkratrygg- ingum hafi ekki hækkað, hvort ráðherra telji verjandi að heimili sitji uppi með milljóna kostnað og hvort ráðherra telji sanngirnismál að tannréttingar barna verði gjald- frjálsar. Hins vegar segir ráðherra að tann- heilsumál hafi verið í forgangi með ýmsum hætti undanfarið, svo sem með innleiðingu gjaldfrjálsra tann- lækninga fyrir börn að 18 ára aldri og með hækkun greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannlækningum öryrkja og aldraðra. n Sprengja getur fallið á efnahag heimila ef börn þurfa spangir. Þjónusta sem áður var ókeypis kostar nú milljónir. Styrkur frá Sjúkratryggingum hefur staðið í stað um áratugabil. Mörg börn fá ekki með- höndlun og læra að lifa með lokaðan munninn. JAFNRÉTTI Um 1.800 börn á Íslandi fá árlega tannréttingaþjónustu. Kostnaður heimila vegna þessa getur numið á aðra milljón fyrir hvert barn. Eini frádrátturinn er styrkur upp á 100.000 til 150.000 krónur frá Sjúkratryggingum nema í mjög alvarlegum undantekningar- tilfellum. Styrkirnir hafa ekki hækkað í tvo áratugi. 150.000 króna styrkur ætti samkvæmt verðlagshækkunum að vera 340.000 krónur í dag. Í því ljósi má færa rök fyrir að fjárútlát for- eldra vegna nauðsynlegra tannrétt- ingaaðgerða hafi aldrei verið meiri síðan Ísland varð velferðarríki. Ekki alls fyrir löngu voru tannréttingar ókeypis. Milljóna fjárútlát Meðferð tekur um þrjú ár að meðal- tali. Fréttablaðið hefur rætt við for- eldra sem segja að fjárhagur heimila þeirra hafi hreinlega sligast vegna þessa kostnaðar. Þeir sem hafa lent í mestum fjárhagsvanda vilja ekki koma fram undir nafni. Gunnlaugur Karlsson á þrjú börn sem öll þurftu tannréttingar. Eitt barnanna þurfti mikið inngrip, ríkið bætti að mestu fjárhagsskaðann vegna aðgerða þess en fyrir hin börnin tvö þurftu for- eldrarnir að greiða nálægt fjórum milljónum króna. Gunnlaugur segir að fjölskyldan hafi verið í stöðu til að standa í skilum en augljóslega hafi ekki allar fjölskyldur efni á slíkum fjárútlátum. Dreifa má greiðslunum en þær hverfa ekki. Ef heildarkostnaður við tannréttingar þriggja barna er þrjár milljónir og hlutur ríkisins er 450.000 krónur þurfa foreldrar að greiða tvær og hálfa milljón. Hafa skal í huga að þegar mjög alvarlegra inngripa er þörf, svo sem vegna klofins góms, greiðir ríkið 95 prósent kostnaðar. Hefðbundin meðferð, spangir á annan góm eða báða, er aftur á móti sá veruleiki sem flestir glíma við. Sálrænt og líkamlegt Eldri kynslóðir Íslendinga muna þá tíma þegar grín var gert að börnum með spangir. Meiri sársauki fylgir þó því að vera barn með skakkar tennur eða bit sem aldrei fær bót sinna meina vegna efnahagslegrar mismununar. Fyrsti flutningsmaður þingsálykt- unartillögu fyrr á árinu um gjald- frjálsar tannréttingar er fyrrverandi þingmaður, Ágúst Ólafur Ágústsson. „Það er ótrúlega sorglegt að við tryggjum ekki öllum börnum jafna heilbrigðisþjónustu, því tannrétt- ingar eru hluti heilbrigðisþjónustu,“ segir Ágúst Ólafur. „Sum börn með tennur í ólagi veigra sér við því að brosa eða opna munninn,“ bætir hann við. Afnám gjalds bætti tannheilsu Með samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands urðu fríar tannlækningar barna veruleiki. Guðbjartur heitinn Hannesson velferðarráðherra undir- ritaði þann samning. Sú ákvörðun hefur bætt tannheilsu barna. Kostn- aður ríkisins við gjaldfrjálsar barna- tannlækningar verður þetta árið 2,6 milljarðar króna samkvæmt áætlun. Ef ríkið tæki skrefið með gjaldfrjáls- ar tannréttingar myndi það kosta um 1,4 milljarða aukalega á ári. „Ég var áður formaður Tann- læknafélagsins þegar við gerðum barnasamningana og er ekki síst mjög ósátt við þetta ástand í ljósi þess að tannskekkjur, skakkt bit, eru í flestum tilvikum eitthvað sem fólk hefur enga stjórn á,“ segir Kristín Börnin sem hætta að brosa Margir foreldrar fá sjokk þegar það rennur upp fyrir þeim að greiða þurfi milljónir í tann- réttingakostnað barna þeirra. Kristín Heimis- dóttir, formaður Tannréttinga- félags Íslands, er í hópi þeirra sem telja að um hróplegt órétt- læti sé að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Dæmi um tanngalla eru margvísleg. Ef ekki tekst að laga bit og skekkjur geta afleiðingar orðið miklar á sál og líkama. Svandís Svavars- dóttir heil- brigðisráðherra Ágúst Ólafur Ágústsson Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Heimisdóttir, formaður Tannrétt- ingafélags Íslands. „Varðandi tannskemmdir hins vegar, þar hefur tannhirða fólks mjög mikil áhrif á hvort tennur skemmast eða ekki,“ bætir hún við. Mörg börn út undan Kristín segir ljóst að margir kinoki sér við að börn þeirra fái nauðsyn- lega þjónustu þar sem heimilin hafi ekki efni á tannréttingum. Í breskri rannsókn segi að um 45 prósent breskra 12 ára barna hafi að jafnaði þörf fyrir tannréttingar. Á Íslandi hafi þörfin verið metin 30-40 pró- sent. Hún tekur fram að krafan sé ekki að allir séu með fullkomnar tennur en skakkar tennur og bitskekkjur geti unnið á beini, haft áhrif á slím- húð, stóraukið líkur á tannbrotum og valdið eyðingu. Tennur geti einn- ig haft mikil sálræn áhrif á sjálfs- mynd barna. Kristín segir að einu sinni hafi hún setið í Tannlæknafélaginu fund með fulltrúum allra stjórnmála- flokka. Allir hafi verið sammála um að um réttlætismál væri að ræða. Samt finni ríkið ekki fé í málaflokk- inn sem þó nemi ekki mjög hárri upphæð. „Við þekkjum dæmi um fólk sem leitar ekki til okkar fyrr en undir áttrætt, þá loks hefur það kannski efni á þessu. Hluti fólks kemur líka í tannlæknadeild HÍ og sækir þjón- ustu þar,“ bætir Kristín við. Horfa megi til Noregs Í norska kerfinu er meðferðarþörf metin og borgar fólk meira eftir því sem þörfin er minni. Kristín segist hrifin af þeirri leið. Vísir að því kerfi sé þegar íslensk börn séu með mjög alvarlega galla. Þá greiði ríkið 95 prósent af heildarkostnaði. Svíar bjóða upp á fría þjónustu fram að 23 ára aldri. Þar er, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins, strangt mat um hvað skuli f lokka undir lýtaaðgerð og hvað nauðsyn. Danir eru með kerfi sem umbunar barnafólki verulega. Ekki komast þó allir þar inn, biðlistar eru langir. Ísland sker sig úr frá hinum Norður- löndunum hvað varðar rýra þátt- töku hins opinbera í tannréttinga- kostnaði. Ömurleg misskipting Erling Ingvason tannlæknir segir ömurlegt að ástandið valdi mis- skiptingu þjónustu fyrir börn eftir efnahag heimilanna. „Fólk lendir í sjokki þegar það kemur í fyrstu skoðun og fær áætlun. FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.