Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 12
Þingið býður 250
krónur á hvert skinn
en bændur vilja 323.
Eftir að hafa neyðst til þess
að lóga öllum dýrum sínum
hafa minkabændur í Dan-
mörku lögsótt ríkið. Telja þeir
bæturnar sem þingið hefur
boðið of lágar. Málið skók
danska stjórnmálaheiminn í
fyrra.
kristinnhaukur@frettabladid.is
DANMÖRK Eigendu r d a nsk r a
minkabúa hafa lögsótt danska
ríkið vegna skipunar um að af lífa
öll dýrin. Skipunin var gefin út í
nóvember árið 2020 vegna stökk-
breytts af brigðis Covid-19 og olli
miklu fjaðrafoki. Krefjast bænd-
urnir þess að fá 600 milljónir
danskra króna, eða um 12 millj-
arða íslenskra króna, aukalega í
bætur ofan á það sem þingið hefur
ákveðið.
Danska þingið hef ur þegar
ákveðið að bæta bændunum skað-
ann. Verður bændum boðnar 250
danskar krónur fyrir hvert skinn,
eða tæpar 5 þúsund íslenskar krón-
ur. Alls er pakkinn 19 milljarðar
danskra króna og 2,5 milljarðar
hafa þegar verið greiddir út.
Þetta eru bændurnir ekki sáttir
við því að meðalverð skinna á
mörkuðum í ár er 323 krónur, og
vantar því 73 krónur upp á. Er krafa
bændanna byggð á þessum mun.
„Dýrin, sem var lógað í nóvember
í fyrra, átti að selja í ár. Þess vegna
ættum við að fá greitt samkvæmt
núverandi verðlagi,“ sagði Jens
Jensen minkabóndi í samtali við
sjónvarpsstöðina TV2.
Mette Fredriksen forsætisráð-
herra tilkynnti þann 4. nóvember
í fyrra að allar 15 milljónir minka
landsins skyldu af lífaðar sam-
stundis. Sagði hún að hið stökk-
breytta af brigði sem fannst gæti
ógnað væntanlegum bóluefnum,
en á þeim tíma voru fyrstu bólu-
efnin að líta dagsins ljós.
Eftir rannsóknir fannst kóróna-
veiran í alls 207 minkabúum og
hið stökkbreytta af brigði dró úr
næmi mótefnanna. Minkabændur
lýstu aðgerðunum sem endalokum
minkaræktunar í Danmörku.
Málið hafði miklar pólitískar
afleiðingar því að viku eftir ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar kom í ljós að
ekki hafði reynst lagalegur grund-
völlur fyrir henni. Þann 19. nóvem-
ber axlaði Mogens Jensen landbún-
aðarráðherra ábyrgð og sagði af sér
embætti.
„Ég er búinn að biðjast afsökunar
og geri það aftur, sérstaklega bið ég
minkaræktendur afsökunar sem
eru í erfiðum aðstæðum,“ sagði
Jensen.
Eftir að minkarnir voru aflífaðir
voru þeir urðaðir á vöktuðu svæði
á vesturhluta Jótlands sem áður
var æfingasvæði fyrir danska her-
inn. Voru þeir grafnir einn metra
ofan í jörðina en það dugði ekki til
því þegar hræin rotnuðu og blésu
út komu þau upp úr fjöldagröfum
sínum og lágu eins og hráviði úti
um allt.
„Vandamálið er að jarðvegurinn
hér í Vestur-Jótlandi er of léttur,“
sagði Thomas Kristensen, upplýs-
ingafulltrúi ríkislögreglunnar, við
ríkisútvarpið DR þann 24. nóvem-
ber. Var þó talin lítil smithætta af
fjöldagröfunum. n
Minkabændur krefjast
milljarða frá danska ríkinu
15 milljónir
minka voru urð-
aðar á heræf-
ingasvæðinu í
Holstebro.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Gerðu þína eigin
þakkargjörð!
Pssst ...
Mmm ...
Ljúfengur matur
með fjölskyldu
eða vinum!
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.690 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 22.–29. NÓV. 2021
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
12 Fréttir 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ