Fréttablaðið - 25.11.2021, Qupperneq 34
Dýrasta ilmvatn í
heimi nefnist nefni-
lega Clive Christian’s
Imperial Majesty en 30
ml kosta um 350 þúsund
krónur.
Það er líklega enginn vafi á
því að Chanel No. 5 er mest
selda ilmvatn allra tíma.
Ilmvatnið sló rækilega í gegn
þegar Marilyn Monroe sagð-
ist einungis vera í Chanel
No. 5 í rúminu í viðtali árið
1952.
elin@frettabladid.is
Þótt Coco Chanel hafi þróað Chan
el No. 5 á sínum tíma og Marilyn
gert það að eftirsóttri vöru er langt
frá því að það sé dýrasta ilmvatnið
á markaðnum. Dýrasta ilmvatn
í heimi nefnist nefnilega Clive
Christian’s Imperial Majesty en 30
ml kosta um 350 þúsund krónur.
Það var árið 2006 sem Clive
Christian ákvað að bjóða upp á
algjörlega sérstakan ilm í glæsilegu
glasi sem hann og glerblásara
meistarar framleiðanda hins virta
franska Baccarat kristals byggju
til. Þetta vildi hann gera fyrir
mjög sérstaka viðskiptavini. Ilm
vatnsglasið sjálft er úr slípuðum
kristal með 18 karata gulli og 5
karata demanti. Svo dýrmætar eru
umbúðirnar að aðeins tíu stykki
voru búin til. Sjö stykki voru keypt
af einkasöfnurum en hin þrjú
ferðast um heiminn sem hluti af
sérstöku safni Clive Christian.
Sjálfur kallar hann vöruna ilmvatn
hjarta síns. Ilmvatnið hefur komist
í heimsmetabók Guinness fyrir að
vera dýrasta ilmvatn í heimi.
Flaska af DKNY Golden Deli
cious sem er skreytt skartgripum
Dýrustu ilmvötn heims
Marilyn Monroe gerði Chanel No. 5 að einu eftirsóttasta ilmvatni allra tíma þegar hún sagði í viðtali árið 1952: „Fimm
dropar af Chanel No. 5 og ekkert annað í rúminu.“ Þessum orðum gleymir enginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Tíu dýrustu ilmvötnin
1 Joy Baccarat Pure Parfum,
Limited Edition
Þetta ilmvatn kostar um 235
þúsund krónur hjá Bergdorf
Goodman í New York. Ilmvatnið
skapaði Jean Patou árið 1930 og
hefur ávallt verið hátt verðlagt
enda hefur ilmurinn að geyma
10.600 jasmínblóm og 28 tugi
rósa í hverri flösku. Þetta ilmvatn
var lengi það dýrasta sem hægt
var að fá. Ilmvatnið er alltaf
framleitt í mjög takmörkuðu
upplagi.
2 Les Royales Exclusives Jardin
d’Amalfi Fragrance
Þessi ilmur kemur frá breska
ilmvatnshúsinu Creed en þaðan
komu einmitt uppáhaldsilmir
þeirra Audrey Hepburn og Grace
Kelly. Creed kynnti þennan Royal
Exclusives ilm árið 2011 til að
fagna 250 ára afmæli fyrirtækis-
ins. Ilmurinn á að vera slakandi
og minna á ítalskan skrautgarð
með blómum og ávöxtum ásamt
sedrusviði og kanil. Flaskan er
handblásin og glasið kostar
rúmlega 130 þúsund krónur í
Nordstrom.
3 Original Collection
No. 1 Feminine
Þessi ilmur kemur líka frá
Clive Christian sem fann upp
dýrasta ilm í heimi. Hægt er að
fá þennan ilm fyrir tæpar 70
þúsund í Saks Fifth Avenue í
New York.
4 Roja Haute Luxe
Það var Roja Dove sem setti
þennan ilm á markað en hann
þykir magnaður hönnuður í
ilmvatnsframleiðslu. Óhræddur
við að blanda saman blóma-
angan við alls kyns krydd eins
og engifer, kanil, negul og fleira.
Aðeins 500 eintök eru framleidd
á hverju ári af þessum ilmi sem
kostar rétt tæpa hálfa milljón í
Saks Fifth Avenue í New York.
5 Amorem Rose Parfum
in Lalique Crystal Flacon
Þetta ilmvatn er unnið af ilm-
vatnsmeistaranum Maurice
Roucel. Ilmurinn er með keim af
búlgarskri rós, saffranblómum
og mahoníviði. Ilmurinn er í fal-
legu glasi úr kristal sem táknar
flug ástarinnar. Þetta ilmvatn
kostar 394 þúsund krónur hjá
Bergdorf Goodman í New York.
6 Maison Francis Kurkdjian
Paris – À La Rose
Vel þekktur ilmur en í hverri
flösku eru 250 Grasse-rósir. Þeir
segja að ilmurinn sé skapaður
fyrir konur sem séu vandlátar.
Flaskan kostar um 70 þúsund
krónur í Nordstrom.
7 Gardenia Les Exclusifs de
Chanel – Parfum Grand Extrait
Glasið kostar um 70 þúsund
krónur hjá Nordstrom. Þetta
Chanel-ilmvatn þykir hátíska í
ilmvatnssköpun. Kraftmikill ilmur
sem var gerður í virðingarskyni
við Coco Chanel. Til er sérstök
hátíðarútgáfa í mjög takmörkuðu
upplagi en verðið er töluvert
hærra eða rúmar fjórar milljónir.
8 Fabulous Eau de Parfum
Decanter frá Tom Ford
Ilmur fyrir þær sem vilja vera
gordjöss að hætti Páls Óskars.
Ilmurinn þykir vera sprenging
úr jurtaríkinu með lavender og
salvíu, möndlum og sætri vanillu.
Ilmvatnið kostar 113 þúsund í
Nordstrom.
9 Love is in the Air -
Limited Edition
Ilmur sem ætlaður er sem gjöf til
elskunnar sinnar, sem kostar um
160 þúsund hjá Bergdorf Good-
man í New York. Ilmurinn þykir
minna á jasmín, plómur og hafa
yfir sér rómantískan blæ. Glasið
er einstaklega fallega skreytt.
10 Eleganter Schwan 06 –
Limited Edition perfume
Albert Krigler fékk innblástur frá
Neuschwanstein-kastalanum í
Bæjaralandi þegar hann hann-
aði þennan ilm. Kastalinn var
fyrirmynd Disney í bíómyndinni
um Þyrnirós. Ilmurinn ber nafn
sitt af frægum svönum sem
hafa komið fyrir í þekktum
bókmenntum. Ilmvatnið var
vinsælt á fyrri hluta 20. aldar en
hefur verið endurvakið og kostar
tæpar 60 þúsund hjá Krigler.com.
Martin Katz, næstum 3.000 gim
steinum og 2.700 demöntum, var
seld á góðgerðaruppboði árið 2011
fyrir rúmlega 130 milljónir króna.
Þá má geta þess að í Emiratesversl
unarmiðstöðinni í Dúbaí er mögu
legt að finna demanta og perlu
húðað ilmvatnsglas, Shumukh by
Spirit of Dubai, sem var verðlagt á
1,295 milljónir Bandaríkjadala eða
170 milljarða króna þegar það var
frumsýnt árið 2019.
Verðið á dýrustu ilmvötnum
endurspeglar gjarnan það sem
lagt er í umbúðirnar. Ef fólk vill
hins vegar einkailm frá tilteknu
fyrirtæki þarf líka að borga stóra
upphæð fyrir það. Ilmvatnsfram
leiðendur segja að því meira sem
þú borgar, þeim mun minni líkur
séu á að þú rekist á einhvern annan
með sama ilm. Það eru mörg ilm
vötn mjög dýr og hér eru nokkur. n
1
2
3
4 5 6 7
8
10
9
6 kynningarblað A L LT 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR