Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2021, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 25.11.2021, Qupperneq 56
Ég hef heyrt þetta áður. toti@frettabladid.is Útrásarpartíið var í blússandi gangi þegar Bubbi Morthens seldi trygg- ingafélaginu Sjóvá-Almennum höfundarréttinn á öllum verkum sínum fyrir tugi milljóna króna. Þessi óvænta ákvörðun Bubba lagðist misvel í fólk og Valur Gunn- arsson, sem þá var ritstjóri Reykja- vik Grapevine, ákvað að efna til nokkuð sérstakra mótmæla þegar hann fór með tuttugu Bubba-plötur úr safni sínu og jarðaði þær á plan- inu þar sem frystihúsið Ísbjörninn hafði áður staðið. Frystihúsið var vitaskuld, eins og alþjóð veit, Bubba kröftugt yrkisefni á fyrstu plötunni sinni, Ísbjarnarblús, og auk þess að bera plöturnar þar til moldar lagði Valur hvíta rós ofan á þær „til minnis um listamanninn Bubba Morthens sem illa fór fyrir“, eins og hann orðaði það í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. „Einhver varð að reyna að stoppa Góðæris-Bubbann í okkur öllum af,“ segir sagnfræðingurinn, rithöf- undurinn og blaðamaðurinn, þegar hann lítur um öxl með Fréttablað- inu sextán árum síðar. „Auðvitað gerir það lítið gagn til lengdar að jarða nokkrar Bubba- plötur, en þegar Bubbi var endan- lega kominn á bankanna vald fannst mér eins og vegið væri nokkuð nálægt sál þjóðarinnar. En kannski var ég að misskilja bæði Bubba og þjóðina.“ Breyttir tímar Valur hefur í seinni tíð rýnt meira í sálir þeirra þjóða sem á sínum tíma mynduðu Sovétríkin sálugu og hann gerði nýlega góða grein fyrir mannlífsrannsóknum sínum handan gamla járntjaldsins í bók- inni Bjarmalönd. Járntjaldið stóð hins vegar óhagg- að þegar Bubbi braust til frægðar og ungur Valur eygði enn von í rokk- inu. „Í mína tíð trúði enginn á neitt en rokkið skipti máli og átti ekki að vera til sölu. Nú trúa allir á eitt- hvað, nema kannski rokkið, og allir eru að „plögga“ eins og þeir best geta og hafa tekjur þar sem það er hægt, enda ekki annað hægt á tímum þar sem plötur eru varla lengur til og tónleikahald meira og minna bannað. Þetta eru breyttir tímar.“ Gengisfallið gúanó Valur gekk svo langt að segja Bubba hafa selt sál sína þegar hann undir- ritaði það sem þá var kallað „tíma- Gróf Góðæris-Bubba á Ísbjarnarplani Þunginn í andófi Vals var slíkur að hann jarð- setti Bubba- safnið sitt 2005 með einni hvítri rós. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VILHELM odduraevar@frettabladid.is Only Fans-gyðjan Edda Lovísa Björgvinsdóttir hefur ekki farið var- hluta af því að hún þyki sláandi lík bandarísku söngkonunni Billie Eil- ish. „Ég hef heyrt þetta áður,“ segir Edda, sem er meðal tekjuhæstu Only Fans-stjarna landsins. „Alveg þónokkrum sinnum,“ bætir hún hlæjandi við, þegar hún er spurð hvort henni hafi oft verið bent á líkindin við Billie Eilish sem hefur farið með himinskautum á vinsældalistum vestanhafs, hér heima og miklu víðar undanfarin ár. Edda segist vera gríðarlega mikill aðdáandi söngkonunnar góðu, en hún og Billie eru einmitt jafngamlar, báðar fæddar árið 2001 og því tutt- ugu ára. „Uppáhaldslagið mitt með henni er You Should See me in a Crown.“ n Edda Only Fans-stjarna er hin íslenska Billie Eilish Edda Lovísa er eiginlega alveg eins og Billie Eilish og helsti munurinn er kannski ... MYND/AÐSEND ... að hún er frek til fjörsins á Only Fans á meðan Eilish á „million fans“. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Valur Gunnarsson hafnaði græðgis væðingunni með því að jarða Bubba-plöturnar sínar á gamla Ísbjarnarplan- inu eftir að rokkarinn seldi Sjóvá höfundarrétt verka sinna. Uppgjör við Góðæris- Bubba í Borgarleikhúsinu hefur mýkt afstöðu Vals. mótasamningur“ við þá Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóra Sjóvár, og Bjarna Ármannsson, sem var for- stjóri Íslandsbanka. „Hann gerði það reyndar fyrir löngu, en núna hefur hann dæmt allt marklaust sem hann hefur sagt í gegnum tíðina. Öll hans vinna fer beint í vasa tryggingafyrirtækis sem þýðir endanlegan sigur jakkalakka yfir gúanórokkaranum. Ég hef verið aðdáandi Bubba lengi og maður hefur fyrirgefið honum ýmislegt en nú er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens endanlega búinn,“ sagði Valur við Fréttablaðið laugar- daginn 5. mars 2005. Frelsi til sölu? „Minn Bubbi er eiginlega rokk- stjörnu-Bubbi miðáttunnar,“ segir Valur og kemur ef til vill ekki mjög á óvart, þegar hann er spurður hvaða birtingarmynd Bubba sé í mestu uppáhaldi hjá honum. „Ég bjó þá í Noregi og nemendur máttu stundum koma með spólur í skólann til að hlusta á. Ég kom iðu- lega með Frelsi til sölu, sem vakti litla lukku norskra, en einhver spurði fyrir kurteisissakir hvað margir væru í þessari hljómsveit Bubba.“ Bubbi keypti höfundarréttinn á lögum sínum aftur til baka frá Straumi fjárfestingarbanka 2012 og núna, enn síðar, má segja að dragi enn til tíðinda eftir að Fréttablaðið fékk Val til þess að horfa á sýning- una Níu líf í Borgarleikhúsinu. Þar túlka ólíkir leikarar Litla- Bubba, Unga-Bubba, Gúanó-Bubba, Utangarðs-Bubba, Egó-Bubba, Góðæris-Bubba og Sátta-Bubba, sem saman mynda margbrotna og síkvika persónu Bubba Morthens í meðal annars góðærisuppgjöri, sem Valur er sáttur við. „Þessi sýning er eiginlega ótrú- lega vel heppnuð, það er svo margt sem hefði getað farið úrskeiðis en hér tekst listilega vel að sigla á milli Blindskers og Brynju,“ segir Valur. „Þegar fjallað er um mann sem allir þekkja getur það auðveldlega orðið að helgimynd, eða í hina áttina að niðurrifi. Í staðinn birtist mynd af afar breyskum manni sem er, í það minnsta stundum, að gera sitt besta. Það er kannski ekki mikið hægt að læra af Bubba, en það er hægt að þykja vænt um hann og varla er annað hægt að sýningu lokinni.“ Ísland mun aldrei eignast aðra eins rokkstjörnu, enda er tími rokk- stjörnunnar sem slíkrar liðinn. Í staðinn fyrir kókaín í hylki og gull- plötur er það sojalatte og streymis- veitur. Bubbi verður auðvitað aldrei svalari en hann var í upphafi, en ég myndi frekar vilja hitta Sátta-Bubba í dimmu húsasundi heldur en Utan- garðs-Bubba.“ n Valur kinkar kolli til Bubba sextán árum eftir að hann jarðaði 20 Bubba-plötur. odduraevar@frettabladid.is Jeff í sínu besta formi í 41. serí- unni af Survivor „Skemmtilegt að þú skulir spyrja að þessu, því ég er einmitt að fara í Survivor-partí í k völd!“ sagði Ó s k a r S t e i n n Ómarsson, sam- f é l a g s m i ð l a - stjarna og stjórn- málamaður. „Á mínu heimili fylgjumst við vel með 41. þáttaröð af Survivor, en í þessari þáttaröð er öllu til tjaldað. Jeff Probst er í sínu besta formi hingað til og býður okkur upp á sannkallaða rússíbanareið þar sem ekkert er eins og það virðist og eitt- hvað óvænt leynist alltaf handan við hornið. Keppendahópurinn er fjölbreytt- ari en nokkru sinni fyrr og virkilega skemmtilegt að fylgjast með því hvernig þessir ólíku persónuleikar vinna saman. Ég er sérstaklega spenntur fyrir örlögum samvisku- lausa prestsins Shan, sem sumir telja helst til ráðríka. Nær hún að halda stjórn á leiknum til enda eða fá bandamenn hennar nóg og rísa upp gegn henni áður en það verður of seint?“ n Óskar Steinn Ómarsson n Á skjánum Bý mér til mína eigin línulegu dagskrá „Þegar ég dett inn í þætti þá horfi ég á þá einn í einu á akkúrat viku fresti, bý þannig til línulega dag- skrá,“ segir Birkir Vagn Ómarsson, eigandi Mínus 2 gym, sem staðsett er í Borgartúni. Birkir stýrir hinu rómaða MGT-námskeiði sem færri komast á en vilja. Hann var að klára For- mula 1: Drive to Survive og er byrj- aður á annarri seríu af Tiger King. „Það byrjar vel eins og síðasta sería. Geggjaðir þættir um glæsi- legt eintak,“ segir hann og hlær. „Ef þú átt eftir að horfa á Squid Game þá öfunda ég þig. Það eru topp fimm þættir sem ég hef séð,“ segir líkamsræktarfrömuðurinn. n Birkir Vagn Ómarsson FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 48 Lífið 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.