Fréttablaðið - 25.11.2021, Side 58
Það hefur ekki einu
sinni verið rætt hvort
hann eigi að koma
með. Ég held reyndar
að hann hafi lítinn
áhuga á skotveiði.
Hann
rekur
augun í
það að ég
er eitthvað
að hreyfa
mig og er
svona
rjúpulegur
og þá fer
hann að
spyrja mig
út í þetta.
KVIKMYNDIR
The French Dispatch
Framleiðendur: Wes Anderson,
Jeremy Dawson, Steven Rales
Leikstjóri: Wes Anderson
Aðalhlutverk: Benicio del Toro,
Adrien Brody, Tilda Swinton, Léa
Seydoux o.fl.
odduraevar@frettabladid.is
Fingraför fárra leikstjóra eru eins
auðþekkjanleg og fingraför leik-
stjórans Wes Anderson. Nýjasta
mynd hans The French Dispatch er
þar engin undantekning. Stjörnum
hlaðin myndin er ástaróður til
blaðamanna og bregður heims-
frægum leikurum fyrir í nánast
hverri einustu senu.
Hér bregður Anderson á leik og
segir þrjár örsögur í einni kvik-
mynd, sem allar tengjast tímarit-
inu French Dispatch, sem byggt er
á hinu annálaða bandaríska tíma-
riti New Yorker. Sög-
urnar eru missterkar
en halda manni að
mestu við efnið. Setja
má spurningarmerki
við hversu vel tekst
að flétta þær saman í
heildrænan söguþráð.
Kvikmyndataka og
sviðssetning hafa lík-
lega aldrei verið betri
hjá okkar manni And-
erson, sem hér leikur
sér að frumlegri kvik-
myndatöku í bland
við sína gamalkunnu
miðjusetningu myndavélarinnar.
Leikararnir eru hins vegar það
besta við myndina, enda stýrir
Anderson hér einhvers konar
heimsmeistaraliði stórleikara, þar
sem þau Benicio Del Toro, Adrien
Brody og Léa Sedoux fara, að mínu
mati, fremst í f lokki og algjörlega
á kostum í hlutverkum
sínum í örsögunni af
ótrúlegum listamanni í
fangelsi. Jeffrey Wright
gerir sömuleiðis gott mót.
Timothée Chalamet
og Frances McDormand
standa fyrir sínu í sinni
sögu, sem og Bill Murray
og Owen Wilson. Ein-
hverjum kann þó að
þykja Anderson nota
þá, auk Willem Dafoe og
Edward Norton, glæp-
samlega lítið. n
NIÐURSTAÐA: Mynd sem mun
heilla eldheita kvikmyndaunn
endur á meðan almennum áhorf
endum gæti leiðst á köflum. Wes
Anderson stendur þó, þegar upp
er staðið, fyllilega fyrir sínu.
Wes Anderson er Wes Anderson
Þegar söngvarinn Friðrik
Ómar leiddi rokkarana Berg-
svein Arilíusson og Stefán Jak-
obsson saman fyrir sjö árum
tókust með þeim svo miklar
rjúpuástir að nú fara þeir
árlega saman á rjúpu á heima-
velli Stefáns í Mývatnssveit.
odduraevar@frettabladid.is
„Þetta er sjöunda árið í röð,“ segir
Bergsveinn, betur þekktur sem
Beggi í Sóldögg, um veiðiferðina
norður í Mývatnssveit þar sem
hann veiðir í Búrfellshrauni, para-
dís rjúpnaveiðimannsins. Hann
og Stefán Jakobsson, rokkari allra
landsmanna í Dimmu, hafa undan-
farin sjö ár verið óaðskiljanlegir
einu sinni á ári.
„Það er eiginlega Friðriki Ómari
að þakka að þetta veiðifélag varð
til. Það er svo magnað, ég held að
hann sé ekkert í skotveiði en hann
setti saman sýningu til heiðurs U2
fyrir tja, sjö árum síðan örugglega
og þar bara kynntumst við Stefán
í fyrsta skiptið,“ útskýrir Beggi um
tilurð veiðifélagsins.
Á rjúpu vegna
U2 og Frikka
Beggi segir þetta hafa verið mik-
inn happafund en Stefán er land-
eigandi að Búrfellshrauni og hefur
gengið til rjúpna síðan hann var
smápolli. Þekkir nánast hvern hól
og hverja þúfu í úfnu hrauninu.
„Ef ég man rétt þá var þetta akk-
úrat á þeim tíma sem rjúpnaveiði-
tímabilið var að byrja og hann
rekur augun í það að ég er eitthvað
að hreyfa mig og er svona rjúpu-
legur og þá fer hann að spyrja mig
út í þetta og úr verður Veiðifélagið
Han,“ segir Beggi laufléttur.
Hann segir veiðina í ár hafa verið
góða en ferðin snúist um svo miklu
meira. „Þetta gengur alltaf vel. Það
fléttast inn í þetta villibráðarhlað-
borð og við gerum vel við okkur á
hverju ári og þetta er mikil gæða-
stund,“ segir Beggi. Þá skemmi nátt-
úrufegurðin ekki fyrir.
„Það þarf ekkert að ræða það að
Mývatnssveit er fallegasti staður á
landinu og jafnvel þótt víðar væri
leitað. Þetta er orðið stór hluti af
aðventunni,“ segir Beggi. Hann
segist eiga Friðriki Ómari margt að
þakka en telur ólíklegt að sá dún-
mjúki söngfugl myndi þiggja boðið.
„Það hefur ekki einu sinni verið
rætt hvort hann eigi að koma með.
Ég held reyndar að hann hafi lítinn
áhuga á skotveiði, ef nokkurn,“ segir
Beggi í Sóldögg, hlæjandi. n
Beggi í Sóldögg segist sjaldan betri en á Mývatni.
MYND/AÐSEND
Veiðifélag þeirra
félaga ber nafn
með rentu:
Veiðifélagið Han
og dingdong.
MYND/AÐSEND
Leikhús
Lára og Ljónsi – jólasaga
Sigríður Jóns
dóttir, leiklistar
gagnrýnandi
Fréttablaðsins,
segir sýninguna
Lára og Ljónsi,
jólasaga, sem
sýnd er í Þjóð
leikhúsinu, vera
tilvalda fyrir allra
yngstu leikhúsgestina. „Hér er á
ferðinni krúttleg tæp klukkustund
í góðum félagsskap þar sem leik
hústöfrar svífa yfir leiksviðinu eins
og snjókorn." Leikritið hugljúfa er
eftir Birgittu Haukdal og Guðjón
Davíð Karlsson leikstýrir. Ungir
leikhúsgestir fá síðan tækifæri til
að hitta persónur verksins eftir
sýningu, sem er vitanlega mikil og
sterk upplifun.
n Allra best
Bókin
Nornirnar,
eftir Roald
Dahl
Öll börn verða
að kynnast
bókum Roald
Dahls. Þær
bestu eru
hreinir gim
steinar. Það
á við um Nornirnar, en aðalper
sónan, drengur, læsist óvart inni í
sal þar sem fram fer ársþing norna.
„Óhreinn, illa lyktandi, lítill strákur!
Við kremjum hann! Við kreistum
hann! Við hökkum hann og étum!“
skrækja nornirnar þegar þær koma
auga á hann. Drengurinn þarf á öllu
sínu hugviti að halda til að sleppa
undan þeim. Hann nýtur þar að
stoðar hinnar stórskemmtilegu og
karaktermiklu ömmu sinnar, sem
kann ýmislegt fyrir sér. Afar snjöll,
fyndin og myrk klassísk barnasaga.
Magdashop.is Nýja uppáhalds fatabúðin þín
FRÍ HEIM- SENDING
SamdægurS
Í rEYKJaVÍK
Jólafötin þín
finnur þú hjá okkur
Sérstakur afsláttur föstudag til mánudags
Notið kóðann „Black“ til að fá auka afslátt
Sjónvarp
Dexter: New Blood
Geðþekki rað
morðinginn
Dexter Morgan
er upp risinn í
sjónvarpi, að því
er virðist með
allnokkrum stæl,
þannig að eftir
þrjá þætti er ekki
seinna vænna að
stökkva um borð í líkvagn Dext
ers. Showtime útdeilir einum
nýjum þætti vikulega og þaðan
skila þeir sér í Sjónvarp Símans
og enn bendir allt til þess að
í vændum sé stórgóð Dextersería.
50 Lífið 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ