Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 32
Þegar ég var barn voru alls konar hefðir í fjölskyld- unni sem maður fattaði ekkert að væru jólahefðir, eins og til dæmis það að skreyta jólatréð á Þorláks- messu. Ólafía Hrönn Jónsdóttir Þau vissu ekkert hvað ætti að gefa mér, þá fékk ég bókina og svakalega varð ég fúll. Þröstur Leó Gunnarsson Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson sakna þess að senda og skrifa jólakort og skreyta ekki jóla- tréð fyrr en á Þorláksmessu. Þau hafa þekkst í áratugi og leika nú saman í Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu. Leikararnir Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson hafa þekkst í yfir þrjátíu ár. Þau útskrif- uðust úr Leiklistarskóla Íslands með tveggja ára millibili, hann árið 1985 og hún árið 1987. Núna leika þau saman í Jólaboðinu sem sýnt er í Kassanum í Þjóðleik- húsinu. Í sýningunni er reykvískri fjöl- skyldu fylgt eftir í hundrað ár og fær áhorfandinn að skyggnast inn á heimili fjölskyldunnar á aðfanga- dagskvöld. Hefðir fjölskyldunnar eru áberandi en hvorki Þröstur né Ólafía Hrönn segjast halda sérstak- lega sterkt í hefðir á jólunum. „Ég var þó lengi vel með þá hefð að skreyta ekkert fyrr en á Þorláks- messu,“ segir Þröstur. „Ég er ekki mjög harður á þessu núna og er far- inn að skreyta fyrr, en jólatréð fer aldrei upp fyrr en á Þorláksmessu, það helst enn þá,“ bætir hann við. „Þegar ég var barn voru alls konar hefðir í fjölskyldunni sem maður fattaði ekkert að væru jólahefðir, eins og til dæmis það að skreyta jólatréð á Þorláksmessu,“ segir Ólafía Hrönn sem hefur það þó til siðs að fara í messu á aðfangadag. Hún segir að á hennar heimili hafi reglan verið sú að ekki mátti kveikja ljósin á jólatrénu fyrr en klukkan sló sex á aðfangadagskvöld. „Maður beið með eftirvæntingu eftir því að jólin hringdu inn og kveikt væri á trénu,“ segir hún. „Já, ég kveiki bara rétt á seríunni á Þorláksmessu til að tékka hvort hún sé í lagi svo bara slekk ég strax aftur,“ segir Þröstur. Ólafía: „Nei, það mátti sko alls ekki hjá mér.“ Víðfræg skötuveisla „Svo er það náttúrlega skötuveislan sem ég held alltaf á Þorláksmessu áður en jólatréð er skreytt, hún er orðin að hefð en ég hef haldið hana í yfir fjörutíu ár,“ segir Þröstur. Ólafía: „Já, ég hef komið tvisvar, mjög skemmtilegt.“ Og eru þið að borða skötuna? Ólafía: „Já, mér finnst þetta gott.“ Þröstur: „Það er engum boðið sem borðar ekki skötu.“ Ólafía: „Já, og hún á að vera sem mest kæst. Ég vil fá kjaftshögg!“ Þröstur segir hefðina fyrir skötu- veislunni hafa byrjaði upp úr árinu 1980. Fyrsta árið hafi veislugestir verið fjórir talsins svo hafi bæst jafnt og þétt í og telja þeir nú yfir sextíu manns. „Þetta er orðið þannig að fullt af fólki segist ekki geta haldið jólin nema það sé skata hjá mér. En hún var ekki í fyrra og verður örugg- lega ekki núna,“ segir hann. „Nei, það borgar sig ekki, Þröstur er að frumsýna um jólin svo hann má ekki taka neina sénsa,“ segir Ólafía og vísar til þess að Þröstur fer með hlutverk í jólasýningu Þjóðleik- hússins í ár, verkinu Framúrskarandi vinkona. Þau eru sammála um að í starfi þeirra þurfi þau að huga vel að sótt- vörnum og smiti í samfélaginu. „Við þurfum að standa okkur í því að vera ekki úti um allt í kringum fólk sem maður er ekki að umgangast mikið,“ segir Þröstur. Erfiðast að brúna kartöflurnar Ólafía Hrönn og Þröstur sakna þess bæði að senda ekki jólakort líkt og tíðkaðist meira áður. Eitt árið gerði Þröstur sannkallað jólagrín í systur sinni með grín- jólakorti. Grínið komst ekki upp fyrr en fimm árum seinna. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is „Já, maður þarf að vera mjög með- vitaður um þetta,“ segir Ólafía. Er enginn sem getur hoppað inn í ykkar hlutverk ef þið lendið í sóttkví eða einangrun til dæmis? „Nei, alla vega ekki svona einn, tveir og þrír,“ segir Ólafía. Sakna jólakorta Spurð að því hvort þau minnist einhvers frá fyrri jólum sem ekki sé lengur við lýði segjast bæði Þröstur og Ólafía sakna þess þegar fólk sendi jólakort. Heima hjá Þresti voru kortin opnuð og lesin á aðfangadagskvöld á meðan beðið var eftir eftirréttinum en heima hjá Ólafíu voru þau rifin upp um leið og þau komu inn um lúguna. „Okkur fannst bara svo gaman þegar við sáum þau í anddyrinu og að lesa þau strax, fá þetta í svona smá skömmtum,“ segir hún. „Ég er reyndar haldin einhverju sem ég veit ekki hvað heitir en það er það að ég get skrifað jólakort en ég fer ekki með þau í póst,“ segir Ólafía. „Stundum hef ég verið að reyna að keyra þetta út á aðfanga- dagsmorgun og þá verður dagurinn allt of stressandi svo ég hef lagt þetta niður og ekki sent jólakort lengi.“ Hrakfarir Ólafíu með jólakortin minna Þröst á það þegar hann eitt árið gerði sannkallað jólagrín í syst- ur sinni og manninum hennar. „Ég sendi henni grín-jólakort þar sem ég skrifaði gleðileg jól og allt það. Svo skrifaði ég: „Takk fyrir síðast. Það var geðveikt. Næst borgum við. Hittumst á sama stað á næsta ári. Jólakveðja, Særún og Ingi Daði,“ segir Þröstur og skellir upp úr. Systir hans skildi ekkert hver hefði sent henni kortið og gaf Þröst- ur ekki upp grínið fyrr en fimm árum seinna. „Þá fór ég í útvarps- viðtal og sagði frá þessu, þar komst upp um mig.“ Aðspurð segist Ólafía Hrönn ekki hafa gert slíkt jólagrín en hún muni vel eftir atviki frá unglingsárunum sem hafi fylgt henni síðan. „Eitt árið þegar jólin voru búin og verið var að taka allt niður og það átti að fara að henda jólatrénu þá tók ég það inn í herbergi til mín og hafði það þar í nokkra mánuði. Fannst þetta svo flott, tók bara skrautið af og var með tréð.“ Lifandi jólatré? „Já, já, fannst þetta bara svo hlý- legt. Svo þegar ég varð fimmtug og systkini mín héldu ræðu þá var þetta aðalræðuefnið,“ segir Ólafía og hlær sínum smitandi hlátri. Ekki mikið jólafrí Hvorki Ólafía né Þröstur fá mikið jólafrí í ár. Þau leika bæði í Jóla- boðinu, Þröstur í Framúrskarandi vinkonu og Ólafía í Kardimommu- bænum. „Við fáum frí á aðfangadag og jóladag,“ segir Þröstur. Spurð að því hvernig jólin verði hjá þeim í ár segist Ólafía Hrönn spennt að verja jólunum hjá syni sínum og hans fjölskyldu. „Það er svo gaman að upplifa jólin í gegnum börnin,“ segir hún. Þröstur er sá sem eldar á sínu heimili, hann eldar margréttaða máltíð fyrir tíu manns á aðfanga- dag og er svo með enn fleiri matar- gesti á jóladag en hann á sjö börn og sjö barnabörn. „Hann er millj- arðamæringur, hann á svo marga afkomendur,“ segir Ólafía og brosir til Þrastar. Þá eru þau sammála um að það flóknasta við matargerð á jólunum sé að brúna kartöflurnar. Ólafía: „Ég kann ekki að brúna kartöflur.“ Þröstur: „Nei, maður hefur nú oft klúðrað því.“ Meira að segja þú, kokkurinn? Þröstur: „Já, já, já, fólk lét sig alveg hafa það, en stundum gerði ég það aftur.“ Ólafía: „Já, þetta er kúnst. Svo er líka misjafnt hvernig fólk vill hafa sykurinn.“ Þröstur: „Já, þetta þarf að vera karamella en ekki sósa. Þegar þú tekur kartöfluna upp á karamellan að hanga á af kartöflunum.“ Ólafía: „Já, það finnst mér líka!“ En er eitthvað sérstakt sem ykkur langar í í jólagjöf? Ólafía: „Mig langar í nýjan raf- magnsgítar en það er aðeins of dýrt, ég get ekki farið fram á það en sko ef þeim dettur í hug að skella saman í gjöf þá væri það voða gaman.“ Þröstur: „Ég var að hugsa um Teslu.“ Ólafía: „Það er of mikið, Þröstur“ Þröstur: „Nei! Þau eru svo mörg!“ En hver er eftirminnilegasta jóla- gjöf sem þið hafið fengið? „Maður hefur fengið svo mikið af flottum gjöfum í gegnum tíðina en þegar maður var búinn að eiga sitt heimili lengi og fá svo mikið af skálum og kertastjökum, þá kom að því að það var pínu hausverkur að koma jólagjöfunum fyrir. Upplifanir eru skemmtilegar jólagjafir, ég þarf ekki fleiri skálar,“ segir Ólafía Hrönn. „Ég man eftir því þegar ég fékk bók í fyrsta sinn,“ segir Þröstur. „Svaka- lega var ég vonsvikinn,“ bætir hann við glettinn. „Ég er enginn bókakarl og les ekki bækur en þarna var ég að fara úr því að vera barn í ungling og þau vissu ekkert hvað ætti að gefa mér, þá fékk ég bókina og svakalega varð ég fúll,“ segir hann. Jólaboðið er sýnt til 6. janúar. n 32 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.