Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 26
Ætla að reyna að koma
með eitthvert ljós inn í
tilveruna.
Hún vissi
að hún
yrði gagn-
rýnd og
úthrópuð
en hún
trúði því
að hún
væri að
gera rétt.
Sama hefði
að sjálf-
sögðu átt
að gilda
núna.
n Í vikulokin
Ólafur
Arnarson
BJORK@FRETTABLADID.IS
Búraosti á Slippbarnum
Gratineraði Búraosturinn er synd-
samlega góður, þakinn hunangi og
hnetum og borinn fram með stökku
brauði. Hentar vel fyrir grænmet-
isætur og þau sem kjósa að neyta
sjaldnar kjöts. Slippbarinn var
nýlega opnaður aftur eftir lokun í
kjölfar Covid og býður nú einnig
upp á ljúffengan jóla-brunch um
helgar.
Við mælum með
Framsóknarflokkurinn er á góðri
leið með að klúðra góðum kosninga-
sigri sínum og virðist ætla að láta sér
það lynda að samstarfsflokkarnir
í ríkisstjórn, Vinstri græn og Sjálf-
stæðisf lokkur, láti eins og sigur
Framsóknar hafi alls ekki átt sér stað
Framsókn bætti við sig 5 þing-
mönnum, fór úr 8 í 13 og stækkaði
þingflokk sinn um meira en 60 pró-
sent, á meðan VG minnkaði sinn
þingflokk um tæp 30 prósent – úr 11
í 8 þingmenn.
Þrátt fyrir þetta afhroð Vinstri
grænna fellst Framsókn á að VG
leiði ríkisstjórnina áfram. Nú sem
minnsti f lokkurinn af þessum
þremur. Framsókn og Sjálfstæðis-
flokkur ætla að sætta sig við hlutverk
klapp stýru í nýrri vinstristjórn undir
forystu formanns sósíalistaflokks.
Vitanlega hefði verið í fullu sam-
ræmi við úrslit kosninganna að
sigurvegarinn myndaði nýja stjórn
og fengi embætti forsætisráðherra.
Árið 2013 fékk Ólafur Ragnar Gríms-
son Framsókn stjórnarmyndun-
arumboðið, þrátt fyrir að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri stærstur á
þingi, vegna þess að Framsókn vann
stærsta sigurinn. Sama hefði að sjálf-
sögðu átt að gilda núna.
Engu er líkara en VG og Sjálfstæð-
isflokkur standi saman um að gera
sem minnst úr sigri Framsóknar með
því að koma í veg fyrir að flokkurinn
leiði nýja ríkisstjórn. Raunar var
engin þörf á þátttöku VG, sem kjós-
endur höfnuðu, í nýrri ríkisstjórn.
Framsókn er að klúðra sigri sínum
Hinir f lokkarnir tveir gátu skipt
þeim út fyrir flokk sem auðveldara
hefði verið að ná málefnalegri sam-
stöðu með.
Fyrst sigurvegari kosninganna
sættir sig við niðurlægingu við
stjórnarmyndunina, rennur hinn
stóri sigur Framsóknar f ljótt út í
sandinn og nýtist ekki til framtíðar. Í
pólitík verður að nýta meðbyr þegar
hann gefst. Forysta Framsóknar-
f lokksins er að gera stór pólitísk
mistök núna. n
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur í 15 ár
helgað líf sitt og starf baráttunni gegn
kynbundnu ofbeldi. Segja má að hún
hafi byrjað að vekja athygli í þessum
viðkvæmu málum áður en það komst
„í tísku“ – eða á þeim tíma sem þær sem höfðu
hátt fengu holskefluna hressilega yfir sig. Segist
Þórdís í viðtali í þessu tölublaði þekkja slauf-
unarmenningu af eigin raun og á þá við þegar
hún var sökuð um gerendameðvirkni eftir að
bók sem hún skrifaði ásamt manninum sem
nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, kom út.
Hún vissi vel að hún yrði gagnrýnd og
úthrópuð en hún trúði því að hún væri að
gera rétt. Hún vissi að fólk yrði reitt en var
þess fullviss að samtalið yrði á endanum til
góðs. Þórdís óttast ekki reiðina og segir hana
hreyfiafl – en skilur aftur á móti að fólki
finnist í dag vandratað í umræðu sem lituð er
þessari miklu reiði. „En ef maður áttar sig á því
að hún hefur tilgang og muni mögulega búa til
betra samfélag fyrir börnin okkar, þá held ég
maður hætti að líta á hana sem ógn,“ segir hún
meðal annars í viðtalinu. n
Hugrekki gegn reiði
Jólakortum
Með tilkomu samfélagsmiðla hefur
hefðbundnum kortasendingum
fyrir jólin fækkað. Einhverjir halda
þó enn fast í hefðina og viðtak-
endur fagna yfirleitt heitt ef falleg
jólakveðja dettur inn um lúguna.
Ef einhvern tíma var rík ástæða til
að senda vinum og vandamönnum
handskrifaða og hlýja jólakveðju þá
er það nú á tímum heimsfaraldurs
og einangrunar. Við mælum því
með jólatónlist, jafnvel rauðvíns-
glasi og kortaskrifum um helgina. n
Tónlistarmaðurinn og leikar-
inn Pétur Óskar Sigurðsson,
eða Oscar Leone, eins og hann
kallar sig á sviðinu, heldur
tónleika í Húsi Máls og menn-
ingar laugardagskvöldið
27. nóvember.
ninarichter@frettabladid.is
Á tónleikunum leikur
Oscar tónlist af vænt-
anlegri plötu sem hann
hefur unnið að frá
árinu 2019, og lofar að
leika lög sem hafa ekki heyrst áður.
„Ég og Tryggvi erum að fara að
spila, ég einn með gítarinn og hann
að hita upp. Þetta verður notalegt
lítið gigg og ég ætla að reyna að
koma með eitthvert ljós inn í til-
veruna.“ Hann bætir við að hann
ætli einnig að leika lög úr dýpstu
rótum Amazonfrumskógarins. „Ég
hef verið að gera seremóníur með
mönnum frá Perú, það eru lög sem
heila hjartað. Falleg, ævaforn lög.“
Opnaði þjóðarleikvang
Oscar Leone er nýsnúinn til Íslands
eftir tveggja mánaða Evróputúr,
þar sem hann lék meðal annars við
opnun þjóðarleikvangs Lúxemborg-
ar. „Ég ætlaði að vera í þrjár vikur
en það varð að tveimur mánuðum.
Þetta er nýr markaður og ég er að
reyna að opna hann.“ Ýmis tækifæri
gerðu vart við sig í kjölfarið, og sér í
lagi spilamennska fyrir góðgerðar-
samtök.
„Við vorum að spila til styrktar
langveikum börnum og rannsókn-
um tengdum þeim sjúkdómum. Það
snerti hjartað.“ Hann segist þannig
hafa farið frá því að spila á stórum
leikvangi og yfir á tuttugu manna
staði. Hann segist hafa tekið sjálfan
sig í skoðun í kjölfarið og séð hlut-
ina í nýju samhengi. „Ég fattaði að
maður sjálfur skiptir ekkert rosa-
lega miklu máli. Þarna kom áminn-
ing um fyrir hvern og fyrir hvað
maður er að gera þetta.“ n
Spilaði fyrir veik börn og sá
hlutina í nýju samhengi
Oscar Leone ásamt Henri, hertoganum af Lúxemborg.Oscar Leone ásamt ungum aðdáendum sínum.
Oscar Leone gerir allt klárt fyrir tónleika í Lúxemburg.
26 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR