Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 44
 Bókaupplestur, jólaævintýri, jólalög og jólasýning Hússins Opnunartímar: 1. maí – 30. sept. alla daga kl. 11–18 eða eftir samkomulagi | sími: 483 1504 & 483 1082 info@byggdasafn.is | www.byggdasafn.is Byggðasafn Árnesinga býður upp á notalega jólastemningu á aðventunni. Upplestur rithöfunda og skálda, bókastund fyrir börn, jólaævintýri, hátíðleg jólalög og jólasýning Hússins. Jólaandinn verður á Eyrarbakka! Skáldastund. Sunnudaginn 28. nóvember, klukkan 16:00, lesa höfundar úr nýútkomnum verkum sínum. Í ár heimsækja Húsið þau Harpa Rún Kristjánsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Haukur Ingvarsson, Inga Kristjánsdóttir og Benedikt Jóhannsson. Bókastund fyrir börnin! Laugardaginn 4. desember, klukkan 15:00, koma Bergrún Íris Sævarsdóttir og Gunnar Helgason í skemmtilega heimsókn. Við lofum fjörugum upplestri og fræðandi spjalli um bækur, lestur og teikningar. Hátíðleg jólastemning. Laugardaginn 11. desember, klukkan 13:00. Sönghópurinn Lóurnar mun syngja undurfögur jólalög og töfra fram sannkallaðan jólayl í hjörtum þeirra sem á hlýða. Ævintýrið um Augastein. Jólaævintýrið dásamlega eftir Felix Bergsson verður aðgengilegt alla aðventuna á heimasíðu safnsins en jólasagan er í formi jóladagatals sem gaman er að sameinast um að fylgjast með á aðventunni. Sagan byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán sem við þekkjum svo vel og í sögunni finnum við svarið við því af hverju börn hér á landi hafa mörg hver sett skó út í glugga rétt fyrir jól. Jólasýning Byggðasafns Árnesinga verður opin frá 13:00 – 17.00 helgarnar 27.-28. nóv., 4.-5. des. og 11.-12. des., aðgangur ókeypis. Á öðrum tímum er opið eftir samkomulagi. Jól í Húsinu á Eyrarbakka Á Cyber Monday er hægt að fá nánast hvað sem er með afslætti og fyrir vikið er auðvelt að falla í freistni og fara fram úr sér. Þess vegna er mikilvægt að skipuleggja verslunina fyrir fram, eyða ekki meira en maður hefur efni á og vera á varðbergi gagnvart svindli. oddurfreyr@frettabladid.is Það er mikilvægt að muna að versla skynsamlega, þrátt fyrir öll freistandi tilboðin í kringum Cyber Monday. Það er auðvelt að kaupa óþarfa og sóa peningum og það er líka mikilvægt að hafa í huga hvaða áhrif kauphegðun manns hefur á umhverfið. Fjármálaráðgjafarfyrir- tækið The Motley Fool tók saman nokkur góð ráð fyrir neytendur í tilefni dagsins. Skipulag er lykilatriði Það er gott að skipuleggja kaupin vel og gera lista yfir alla hlutina sem á að kaupa fyrir fram. Það er líka grundvallaratriði að ákveða fyrir fram hve miklu á að eyða og halda sig við þá upphæð. Þetta eru tvö bestu ráðin til að koma í veg fyrir að kostnaðurinn fari úr hófi fram. Svo borgar sig líka að fylgjast vel með og grípa gæsina strax í dag eða á morgun, því margar verslanir byrja að bjóða upp á Cyber Monday tilboðin sín yfir helgina í stað þess að bíða þangað til á mánudag. Það borgar sig ekki að bíða, því þá gætu mest spennandi vörurnar sem eru á tilboði klárast. Það er líka alltaf gott að hafa umhverfisáhrifin af neyslu sinni í huga, sérstaklega þegar það er verið að eyða meiru en venjulega. Munið hvað þið eigið nú þegar og forðist að safna hlutum sem er ekki þörf á og að kaupa hluti sem koma langt að sem er hægt að fá í nágrenninu, til að takmarka kolefnisfótspor neyslunnar. Hugsið ykkur tvisvar um Það er ekki gott að missa sig í spenningnum yfir öllum góðu til- boðunum og mikilvægt að muna að það er hægt að fá næstum allt með afslætti á Cyber Monday. Það ætti því ekki að falla fyrir tilboðum á hlutum sem er ekki þörf fyrir. Þarna kemur innkaupa- listinn góði að gagni. Það borgar sig líka að huga að gildum fyrirtækjanna sem maður verslar við og velta fyrir sér hvort þau samræmist manns eigin gildum. Áður en þú pantar vörur skaltu því spyrja þig tveggja spurninga: „Myndi ég kaupa þetta ef þetta væri ekki á útsölu?“ og „Myndi ég styðja þetta fyrirtæki með veskinu mínu ef það væri ekki að bjóða svona gott tilboð?“ Mikilvægt að hafa varann á Það er alltaf mjög mikilvægt að passa sig á svindli þegar verslað er á netinu, og í kringum kaupsvallið sem fylgir Black Friday og Cyber Monday verður rosaleg aukning á alls kyns svindli, ekki síst í ár, þannig að það þarf að fara mjög varlega. Passið ykkur á fölsuðum vefsíðum sem eru látnar líta út eins og traustir aðilar og passið ykkur á ótryggum vefverslunum. Aldrei slá inn kreditkortaupplýs- ingar á síðum sem bjóða ekki upp á öruggan greiðslumáta og varið ykkur sérstaklega á gylliboðum sem hljóma aðeins of vel. Það borgar sig heldur ekki að versla með debetkorti á netinu, því það er meiri vernd gegn óleyfi- legum úttektum á kreditkortum ef eitthvað fer úrskeiðis. En þegar kreditkortið er notað og það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að greiða strax, verður líka auðveld- ara að eyða óvart um efni fram. Þess vegna er mjög gott að vera búinn að ákveða fyrir fram hvað á að eyða miklu. Síðast en ekki síst er mikilvægt að muna að halda áfram að passa sig á svindli eftir að kaupveislunni er lokið. Svindlarar gætu haft sam- band við fólk eftir Cyber Monday og þóst vera að hafa samband frá bönkum, greiðslukortafyrirtækj- um eða verslunum til að fá nánari upplýsingar um nýleg viðskipti. Ef það er einhver grunur um að mögulega séu óprúttnir aðilar að hafa samband, er best að eiga engin samskipti við viðkomandi og hafa frekar beint samband við þann aðila sem þeir segjast vera fulltrúar fyrir. Þannig er hægt að ganga úr skugga um að það sé ekkert misjafnt á seyði. Ef það kemur í ljós að svindlarar hafi haft samband er gott að láta þann aðila sem þeir eru að þykjast vera, vita af því. n Góð ráð fyrir Cyber Monday Það er gott að skipuleggja verslunina vel og gera lista yfir alla hlutina sem á að kaupa fyrir fram. Það er líka grundvallarat- riði að ákveða fyrir fram hve miklu á að eyða og halda sig við þá upphæð. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Meðal góðra tilboða núna benda þeir á ryksuguróbóta, Nin- tendo-tölvu, Air fryer- potta, þráðlausa hátal- ara, hljóðstöng fyrir sjónvarp, GoPro-mynda- vél og snjallúr. Mögulega er hægt að gera góð kaup á ryksuguróbóta í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Cyber Monday, eða rafrænn mánu- dagur, er í systkinahópi annarra slíkra tilboðsdaga í nóvember. Þessi dagur er mögulega síðasti til- boðsdagur fyrir jól. Tilboð Cyber Monday eru þegar farin að birtast í vefverslunum. Þegar horft er til sögunnar hefur þessi dagur alltaf verið frábær til að kaupa ýmiss konar tæki, eins og snjalltæki og sömuleiðis gjafa- kort. Fólk þarf að bregðast hratt við bestu tilboðunum þar sem framboð er yfirleitt takmarkað. Þá er líka rétt að kynna sér verð fyrir fram og gera verðsamanburð. Rafrænn mánudagur er alltaf fyrsti mánudagur eftir svartan föstudag. Eitt af bestu tilboðunum á síð- asta ári, samkvæmt vefmiðlinum Insider, var til dæmis endurhlað- anlegur raftannbursti frá Philips. Hann kostaði upphaflega 29.999 krónur en var á 23.449 krónur á til- boði hjá vefversluninni kohls.com. Annað gott tilboð frá kohls.com reyndist vera FujiFilm Instax Mini myndavélapakki. Hann kostaði 15.750 krónur en var upphaflega á 18.340 krónur. Þá nefna þeir Keu- rig K-Supreme Single Serve, litla kaffivél, á 11.000 krónur, en hún var áður á 18.340 krónur. Insider segir að þegar þeir völdu bestu tilboðin hafi þeir eingöngu skoðað vörur sem uppfylla gæða- standarda. Þeir skoðuðu heima- síður Amazon, Best Buy, Target og Walmart auk fleiri. Meðal góðra tilboða núna benda þeir á ryksuguróbóta, Nintendo- tölvu, Air fryer-potta, þráðlausa hátalara, hljóðstöng fyrir sjónvarp, GoPro-myndavél og snjallúr. Vegna þess hversu margir eru farnir að versla á netinu á svörtum föstudegi er ekki eins mikill munur á þessum degi og áður var. Báðir þessir dagar fara fram á netinu en tilboð á Black Friday eru líka í verslunum. Rafrænn mánudagur hefst á miðnætti aðfaranótt mánudags og stendur í sólarhring. n Góð kaup á rafrænum mánudegi 4 kynningarblað A L LT 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.