Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 108

Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 108
Hvers vegna verkjar mann í handlegginn eftir örvunar­ sprautuna? Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er mjög algeng auka­ verkun við allar bólusetningar og dæmi um að fólk geti ekki legið á hliðinni þar sem það fékk sprautuna nóttina eftir. Þetta er kallað eymsli á stungu­ stað. Ef þú skoðar vef Lyfjastofn­ unar sérðu að þetta er algengasta aukaverkunin eftir allar bólusetn­ ingar. Bóluefnið er gefið í vöðva og það kemur bólgu svar í vöðv­ anum við það að fá efni í sig og svo er það blóðrásin í vöðvanum, vöðvinn er svo blóðríkt líffæri svo þetta fer þannig í blóðrásina. Það vekur þetta svar á staðnum þar sem þú ert sprautaður. Þannig að þetta er bara ósköp eðlilegt.“ Ragnheiður segir að nú séu einfaldlega allir í bólusetningu og því eðlilegt að sumir heyri meira af þessu nú en áður. „Og það er eðlilegt að fyrstu nóttina sé erfitt að sofa á þeirri hlið sem maður er stunginn á, en svo hverfur þetta yfirleitt á svona tveimur sólar­ hringum og bólgusvörunin sem verður í vöðvanum horfin. Þannig að þetta er mjög eðlilegt!“ n n Sérfræðingurinn Berglind Ingvarsdóttir og Tobba Ólafsdóttir hittu í mark í fyrra þegar þær tefldu í fyrsta sinn fram jóladagatali með 24 myndum af fremstu knattspyrnukonum heims. Nú blása þær til leiks með endurbættri útgáfu, þar sem þær stilla upp öflugu jólaliði íslenskra fótboltakvenna. svavamarin@frettabladid.is Þróttaramömmurnar Berglind Ingvarsdóttir og Tobba Ólafs­ dóttir bættu í fyrra úr að því er virtist alþjóðlegum skorti á jóla­ dagatölum með myndum af knatt­ spyrnukonum, með því einfald­ lega að hanna, prenta og gefa út dagatal með myndaspjöldum af 24 knattspyrnukonum í fremstu röð á heimsvísu. Þær bæta um betur fyrir þessi jól með nýrri og endurbættri útgáfu þar sem Stelpunum okkar er tef lt fram í samstarfi við KSÍ. „Hug­ myndin er runnin undan rifjum Berglindar,“ segir Tobba, en eftir að Berglind hafði leitað árangurslaust að fótbolta stelpudagatali fyrir dóttur sína, ákváðu þær að bæta úr þessum tilfinnanlega skorti á fótboltaspjöldum með kvenfyrir­ myndum. Jóladagatalið í ár samanstendur af 24 númeruðum umslögum og 48 fótboltaspjöldum sem skarta bæði myndum og fróðleik um íslenskar landsliðkonur fyrr og nú. Töluðu við KSÍ Berglind og Tobba gáfu dagatalið með alþjóðlegu kvenfyrirmynd­ unum í fyrra út til styrktar fótbolta­ stelpum í 4. og 5. f lokki Þróttar sem er hverfisliðið þeirra, „stórveldið í dalnum“, en dætur þeirra æfa og spila með liðinu. „Þetta vakti gífurlega mikla lukku í fyrra og við fundum fyrir miklu þakklæti frá báðum kynjum. Við fengum fyrirspurnir um það hvort við myndum ekki láta framleiða spjöld með íslenskum konum líka, þar sem það flæðir allt í karlaspjöld­ unum,“ segir Tobba og hlær. Hún bætir við að þær hafi ákveðið að setja sig í samband við KSÍ með þessa hugmynd um að gefa aðdá­ endum tækifæri til þess að kynnast stelpunum í landsliðinu betur, þar sem þær stefndu á EM í Englandi sem síðar tókst. „Hugmyndinni var tekið svona líka vel að KSÍ óskaði eftir að við myndum útfæra dagatalið og koma þessum flottu kvenfyrirmyndum áfram,“ segir Tobba, en Sara Björk Gunnarsdóttir var eini fulltrúi Íslands í síðasta dagatali og var þá að sjálfsögðu númer 24. Stelpur í sókn Tobba seg ir t i lgang inn með myndaspjöldum að sýna ungum stúlkum hvað fótboltakonurnar hafa verið að gera. „Að þær geta farið í fæðingarorlof, dottið út í eitt eða tvö ár, og komið aftur til baka og stundað sína íþrótt sem mæður.“ Tobba bendir á að það vilji einmitt þannig til að Sara Björk er í þessari stöðu akkúrat núna þegar dagatalið kemur út. „Sem var skemmtileg til­ viljun,“ bætir Tobba við og áréttar að enginn annar framleiði slík kvenna­ spjöld hér landi. Þróttaramömmurnar tvær fagna breyttri umræðu um konur í íþrótt­ um og segja töluverða breytingu hafa orðið á þessum sex árum sem dætur þeirra hafa æft fótbolta. „Hlutfallið er alltaf að jafnast út í umræðunni, í fréttum og á fleiri stöðum.“ Kátar landsliðskonur „Við færðum Söndru Sigurðar­ dóttur, Margréti Láru Viðarsdótt­ ur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Fanndísi Friðriksdóttur spjöldin í vikunni og höfum fengið afar fal­ legar og góðar viðtökur frá f leiri landsliðskonum,“ segir Tobba glöð. Þegar Berglind leitaði til Tobbu með hugmynd sína í fyrra voru heimatökin hæg, þar sem hún og Sæþór, eiginmaður hennar, reka lista­ galleríið og prentverkstæðið Farva í Þróttarahverfinu, og þar er hægt að nálgast dagatalið. Bæði í versluninni í Álfheimum og á farvi.is. n Stelpurnar okkar með fyrirmyndar skriðtæklingu á jóladagatalavellinum Berglind og Tobba ásamt Margréti Lóu, Steinunni Klöru, Baldri Páli og Sölku Elínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nú verður hægt að telja niður til jóla með landsliðshetjunum Fanndísi, Söndru og Margréti Láru. MYNDIR/AÐSENDAR Brjálæði í Napólí toti@frettabladid.is Viktoría Her- mannsdóttir dagskrárgerðar- kona „Ég var að byrja að horfa á ítölsku þættina Gom­ orrah, eftir að hafa verið í Nap­ ólí í síðustu viku, en er ekki viss um að ég klári af því þetta er aðeins of brjálað fyrir mig. Síðan er ég líka að horfa á frábæru þættina Dagur í lífi og svo fara jólamyndirnar að detta inn með krökkunum núna um helgina.“ n n Á skjánum 22.-28. NÓVEMBER Af yfir 1000 vörum 75%Afsláttur Allt að Af fartölvum Allt að 20% Afsláttur Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 OPIÐ 10-18 ALLA HELGINA I ALLA HELGINA 68 Lífið 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.