Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 2
Himinninn skartaði sínu fegursta Þeir morgunhanar sem áttu leið um sjávarsíðuna í Reykjavík við sólarupprás í morgunsárið í gær, gátu séð fallegan himin sem var eins og glæsilegt málverk. Þó svo að kalt hafi verið í veðri, var stillt og fallegt veður og sólin litaði himininn fögrum litum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nokkur verslunarrými við Laugaveg standa auð. Fæst eru í göngugötuhluta. Borgar- stjóri segir þau svæði draga til sín fólk. Borgarfulltrúi telur fasteignaverð ráða mestu. ninarichter@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Göngugötusvæði Reykjavíkurborgar hafa verið til umræðu undanfarið. Ljósmyndari Fréttablaðsins fór á stúfana og myndaði autt verslunar- og veit- ingahúsnæði við Laugaveginn. Af myndunum má greina að þessa stundina standa fleiri auð rými við bílaumferðarhluta götunnar. Vigdís Hauksdóttir borgarfull- trúi segist ekki hafa skýringar á þessari stöðu, en telur að þetta sé ekki spurning um umferð bíla eða gangandi vegfarenda, heldur þætti á borð við húsnæðisverð. „Þetta veltur á eftirspurn og fram- boði og hvað leiguverðið er, per fermeter. Ég vil að Laugavegurinn blómstri allur,“ segir Vigdís. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir göngugötusvæðin hafa dregið til sín fólk og iða af lífi. „Verslun og veitingastarfsemi hefur átt á brattann að sækja vegna kórónaveirufaraldursins um allan heim. Miðborg Reykjavíkur hefur ekki farið varhluta af því, ekki síst sú þjónusta og verslun sem beinist að ferðamönnum,“ segir Dagur. Lauga- vegurinn hafi hins vegar sýnt styrk sinn og endurnýjunarkraft. „Lundabúðir hafa í sumum til- vikum vikið fyrir útivistarbúðum, hönnunar- og fataverslanir með frá- bærri hönnun íslenskra og erlendra hönnuða eru orðnar meira áberandi en áður,“ segir Dagur og nefnir einn- ig opnun veitingastaða, sem hann telji magnað við þessar aðstæður. „Ég vil þó ekki gera of mikið úr því að meira sé autt af rýmum þar sem bílar keyra. Það getur verið tilviljun,“ segir borgarstjórinn og leggur áherslu á umbreytingarskeið sem hann segir vera í verslun og í miðborginni. „Ég mæli með því að fólk geri sér ferð og njóti þess sem miðborgin hefur upp á að bjóða á aðventunni og í aðdraganda jóla,“ segir Dagur. Fleiri myndir úr gönguferð ljós- myndara blaðsins má sjá á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is ■ Auð rými á Laugavegi flest þar sem bílaumferð er leyfð Eitt af auðu verslunarrýmunum við Laugaveg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ég vil að Laugavegur- inn blómstri allur. Vigdís Hauksdóttir Ég vil þó ekki gera of mikið úr því að meira sé autt af rýmum þar sem bílar keyra. Dagur B. Eggertsson ser@frettabladid.is COVID-19 Rætt er um það af alvöru innan stjórnkerfisins að slaka á reglum um sóttkví, þannig að þrí- bólusett fólk þurfi ekki að fara í sóttkví, komi upp kórónuveirusmit í návist þess. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Gangi þetta eftir mun það liðka mjög fyrir atvinnustarfsemi og félagslífi í landinu, en hvort tveggja hefur ítrekað lamast, sökum þess að heilu hóparnir hafa farið í ein- angrun vegna smits eða smita sem komið hafa upp í afmörkuðu rými. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins gengur þriðja bólusetningin vel og á hún að klárast á næstu vikum. Þá er bólusetningarrútan á fullri ferð um höfuðborgarsvæðið, en henni er einkum ætlað að ná til óbólusettra landsmanna. ■ Þríbólusett fólk sleppi við sóttkví Þriðja lota bólusetninga gengur vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SVARTUR FÖSTUDAGUR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA KÓÐI Í VEFVERSLUN: SVARTUR LINDESIGN.IS thk@frettabladid.is COVID-19 Heimilt er að fram kvæma hrað próf á börnum með munn- vatns sýni, í stað hefðbundinna hrað prófa, til þess að fá að gang að hvers kyns við burðum. Lára Sól ey Jóhanns dóttir, fram- kvæmda stjóri Sin fóníu hljóm sveitar Ís lands, vakti at hygli á þessum möguleika í gær. Magnús Geir Þórðar son þjóð- leik hússtjóri fagnar tíðindunum, en segir synd að upp lýsingar sem þessar séu ekki fyrir allra augum. „Þetta hefur hvergi komið fram opin ber lega. Maður þarf að lesa langt inn í reglu gerðir til að sjá að þetta sé heimilt. Ef farið er á heilsu- gæsluna á Suður lands braut og beðið um þetta, þá er boðið upp á þetta.“ „Við erum búin að vera að pressa á að af kasta getan sé aukin og opnunar tíminn lengdur til þess að bæta þjónustuna gagn vart gest- unum.“ Nú er loks búið að heimila gestum að framvísa neikvæðum PCR-próf- um og vottorðum um Covid sýkingu á síðustu 180 dögum. Með því verði hraðprófin óþörf. Magnús segir þetta vera mikið fagnaðarefni. ■ Nánar á frettabladid.is Heimilt að taka munnvatnssýni hjá börnum í stað venjulegra hraðprófa Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmda- stjóri Sinfóní- unnar 2 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.