Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 34
Kynjakerfið gerir ráð fyrir því að konur verði ástfangnar af jafningj- um sínum eða ein- hverjum sem eru eldri eða ofar í stigveldinu. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur rannsakað marga ólíka anga ástarinnar. Í nýjustu rannsókn sinni talaði hún við fimmtán fráskildar frama- konur um leit þeirra að nýrri ást eða sambandi og hvernig markaðurinn hefur breyst og þarfir þeirra. Hún segir markaðinn opnari en áður, minna traust og margar mót- sagnir á markaði ástarinnar. Þessi vettvangur er lítt rannsakaður á Íslandi og ég er, ásamt f leirum, að byggja upp rann- sóknarvettvang þvert á svið hug- og félagsvísinda. Ástin er þannig fyrirbæri að það er ekki hægt að finna henni farveg á ein- hverju einu sviði,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, formaður Hins íslenzka ástarrannsóknafélags, en hún er uppeldis- og menntunar- fræðingur að mennt og hefur rann- sakað umhyggju, vina- og foreldra- tengsl, en átti alltaf rómantísku ástartengslin eftir, að eigin sögn. Berglind segir að þó svo að það sé iðulega talað um ástina aðeins í tengslum við maka, vini, fjölskyldu og foreldra, þá sé fólk miklu oftar ástarveitur, til dæmis í vinnu eða í tómstundastarfi. „Þetta er drifið okkar,“ segir Berg- lind Rós ákveðin. Hún segir að forsaga þess að hún hóf þessar rannsóknir sé sú að árið 2015 hafi Anna Guðrún Jónasdóttir verið gerð að heiðursdoktor í stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands og hún velti því fyrir sér af hverju hún hefði ekki fengið meiri athygli fyrir skrif sín á Íslandi. „Hún þróaði hugtakið ástarkraft, sem ég hef til dæmis fjallað um í við- tölum og í pistlum í Lestinni á RÚV,“ segir Berglind Rós, og að hugtakið byggi á kenningum Marx um vinnu og arðrán vinnukrafts. „Hún segir að þessi hugtök Marx séu frábær greiningartæki, en þau nái ekki utan um þann hluta lífs- kraftsins sem varðar ástartengslin og alla þá orku sem fer í umhyggju og ástartengsl,“ segir Berglind og að það megi sjá á því, til dæmis, að umönnunarstörf eru ekki, eða illa, launuð. „Það er frekar nýtilkomið að skil- greina umhyggju sem starf og sýnir vel hversu blind við vorum áður á það sem kallast ástarkraftur, hvern- ig hann er nýttur og að hann er ekki óendanleg auðlind,“ segir Berglind Rós og að þetta geti skýrt beint og óbeint hversu margir eru í kulnun núna, því umhyggjuþáttur margra starfa hafi blásið út og sítengingin mái út skilin milli vinnu og einkalífs. Kunnum ekki að setja mörk „Við kunnum ekki að setja mörk fyrir ástarkraftinum. Við getum sett mörk um hvenær við hættum að vinna en svo spreðum við ástar- kraftinum án þess að spá meira í því og hvort við séum í samskiptum sem eru ójöfn hvað þetta varðar,“ segir Berglind. Þetta hafi að miklu leyti verið drifkrafturinn í rann- sóknum Önnu Guðrúnar og að það hafi ekki verið hægt að skilgreina kynjamisrétti í samfélaginu út frá því að konur hafi ólík eða minni réttindi en karlmenn, en að eitthvað hafi verið óútskýrt sem gæti varpað ljósi á augljóst misrétti. „Þannig nýtti hún hugtakið ástar- kraftur til að útskýra að konur séu að jafnaði að veita meira af honum í ástarsamböndum, inni á heimilinu og í störfum sínum, og þannig er meiri hætta á að þær brenni út.“ Í mánuðinum kom út grein sem fjallar um nýjustu rannsóknir henn- ar, en það eru djúpviðtöl við fimm- tán fráskildar framakonur sem hafa skilið við langtímamaka og eru að reyna að fóta sig í breyttum heimi og sítengdum veruleika tilhugalífs- ins. „Það er áhugavert að skoða þær konur sem samkvæmt f lestum árangursmælik vörðum standa Framakonur í annars konar leit að ást Berglind Rós segir að það sé margt breytt á markaði ástar- innar og margar mótsagnir. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is sterkt. Eru fjárhagslega sjálfstæðar og hafa þannig getu til að fara inn í jafningjasamband. Þær geta yfir- gefið sambönd vegna þess að þær eru fjárhagslega og félagslega sjálf- stæðar. Þær eru ögrandi, því þær hafa vald. Kynjakerfið gerir ráð fyrir því að konur verði ástfangnar af jafningjum sínum eða einhverjum sem eru eldri eða ofar í stigveldinu. Þetta er hins vegar að breytast og þær hafa fæstar áhuga á eldri mönnum, en hins vegar virðast þær opnari fyrir yngri mönnum, ekki síst vegna þess að þeir eru allajafna jafnréttissinnaðri og tilfinningalega opnari að þeirra mati.“ Skekkja á markaði Berglind segir ákveðna skekkju svo á markaðnum, sem er þegar lítill, því að „framakarlarnir“ á sama aldri séu margir að reyna að ná sér í yngri konur þegar þeir koma aftur á markaðinn, en karlar sem séu yngri en þær séu miklu opnari fyrir öllum aldri. „Þær hafa allar upplifað talsverð vonbrigði á þessum vettvangi og lært að verja sig ástararðráni,“ segir Berglind og segir að þær geri það, til dæmis, með því að auka hæfni sína í að aðgreina milli kynlífs og ástar og að taka ekki upp sambúð. Hún segir að stöðunni á markaðinum megi lýsa með einu orði og það sé „regluslökun“, sem birtist meðal annars í stöðugum breytingum á sambandssamningum, sem skapi ákveðið óöryggi, en um leið frelsi til að skilgreina tilfinningar sínar upp á nýtt. „Fólk er stöðugt að þreifa sig áfram í samningaleit, eins og í atvinnuviðtali eða í þarfagrein- ingu.“ Hún segir að þetta hafi aukist sér- staklega með tilkomu forrita eins og Tinder, á meðan áður hafi fólk hist og komist að því saman hvort það ætti saman og svo skildu leiðir. „Það sem er augljóst er að frádræg tengsl eru orðin norm. Það þýðir að þú ferð inn í einhver tengsl, en þú gerir óbeint ráð fyrir því að þeim ljúki. Traustið á því að eitthvað vari, það hefur minnkað gríðarlega. Það er kannski ekki skrítið ef litið er til skilnaðartíðni og lengdar sam- banda. Tölfræðilega er landslagið breytt og þessar framakonur eru fráskildar og þar af leiðandi ekki barnungar og upplifa þessar breyt- 34 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.