Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 40
Bókin
virðist vera
eins og
kakka-
lakki,
lífseigasta
formið,
stendur allt
af sér í
kjarnorku-
sprengingu
tækninnar.
Sverrir Norland
Bókin er
lífseigasta formið Margrét Jóna
Guðbergsdóttir,
vörustjóri ís-
lenskra bóka hjá
Pennanum
Sverrir Norland
rithöfundur
Heiðar Ingi
Svansson, for-
maður FÍBÚT
Þorvaldur S.
Helgason
tsh@fretta -
bladid.is
Jólabókaflóðið er fyrir löngu
orðið einn af föstum liðum
aðventunnar, en eins og svo
margt annað hefur það farið
fram í skugga heimsfaraldurs
undanfarin tvö ár. Frétta-
blaðið leitaði til þriggja sér-
fræðinga innan bókmennta-
heimsins til að ná utan um
þetta merkilega fyrirbæri.
Jólabókaf lóðið stendur nú í
hæstu hæðum en þetta sérís-
lenska bókmenntafyrirbæri
á sér langa sögu sem teygir sig
aftur til efnahagskreppu eftir-
stríðsáranna og hefur staðið af
sér tæknibreytingar og tískustrauma
í rúm 75 ár.
Í Bókatíðindum þessa árs er upp-
runi jólabókaflóðsins reifaður í inn-
gangi eftir Heiðar Inga Svansson,
formann Félags íslenskra bókaút-
gefenda (FÍBÚT).
„Þá hefð að gefa bækur til jóla-
gjafa má rekja til áranna eftir síðari
heimsstyrjöld og eftir að hafa fengið
sjálfstæði okkar frá Dönum árið
1944. Fyrstu ár nýfengins sjálfstæðis
voru því ekki auðveld fyrir hið unga
lýðveldi sem stóð nú frammi fyrir
afar flóknum og krefjandi aðstæð-
um. Þá dugði ekki að grípa til neinna
vettlingataka þannig að efnahags-
ástandið færi ekki úr böndunum.“
Settir voru á víðtækir kvótar og
innflutningsbönn á ýmsar erlendar
vörur, sem takmarkaði mjög úrval
á gjafavöru. Pappír var hins vegar
utan þessara hafta og jókst því mjög
prentun íslenskra bóka, sem urðu
vinsælar í jólapakkann.
Flóðið aldrei fjölbreyttara
Heiðar Ingi segir jólabókaf lóðið
2021 fara mjög vel af stað miðað
við fyrri ár, titlum hafi fjölgað og
úrvalið sé fjölbreytt sem aldrei fyrr.
„Útgefnum bókum heldur áfram
að fjölga samkvæmt fjölda skráðra
titla í Bókatíðindum ársins 2021
og úrvalið hefur sjaldan eða aldrei
verið fjölbreyttara. Um er að ræða
umtalsverða fjölgun frá því í fyrra
en aldrei fyrr hafa jafn margar nýjar
raf- og hljóðbækur komið út. Útgáfa
nýrra íslenskra skáldverka er líka í
sögulegu hámarki en einnig fjölgar
útgáfu ungmennabóka, þýddra
skáldverka og fræðibóka.“
Samkvæmt tölum frá FÍBÚT er
fjöldi skráðra titla í ár 985,
sem er aukning upp á
122 bækur frá því í
fyrra, samanborið við
861 árið 2020. Þó skal
hafa í huga að þetta
er ekki tæmandi listi
um heildarútgáfu
allra bóka á árinu
og er ekki gerður
greinarmunur á
frum- og endur-
útgáfum.
Margrét Jóna Guðbergsdóttir,
vörustjóri íslenskra bóka hjá Penn-
anum Eymundsson, er sammála
Heiðari Inga um að jólabókaflóðið
fari vel af stað.
„Við erum svona á svipuðu róli
og í fyrra, nema það er minni sala í
skáldverkunum. Það var líka mjög
sterk útgáfa í fyrra. En árið 2020
var líka kannski svolítið skrýtið,
fólk var mjög mikið heima og var
kannski að panta eða kaupa bækur
til að lesa sjálft,“ segir hún.
Covid mögulega kjöraðstæður
Að sögn Margrétar Jónu gekk jóla-
bókaflóðið 2020 vonum framar, en
athyglisvert er að samkomutak-
markanir og heimsfaraldur höfðu
síður en svo neikvæð áhrif á bók-
sölu.
„Jólabókaflóðið í fyrra var mjög
gott og mun betra heldur en
á r i n þ a r á
undan. Bóksalan var mjög góð.
Það eru alls konar breytur í þessu,
fólk var til dæmis ekki að fara til
útlanda og var að kaupa jólagjafir
hérna heima,“ segir hún.
Spurður hvort áhrif Covid hafi
verið mildari við bókmenntir
heldur en aðrar listgreinar segir
Heiðar Ingi:
„Kannski eru þetta búnar að vera
að einhverju leyti kjöraðstæður
fyrir rithöfunda, að skrifa í betra
næði og einveru. En þetta ár í fyrra
var að mörgu leyti líka mjög erfitt.
Bókabúðir voru náttúrlega lokaðar
að hluta til og sala á nýjum kiljum í
Leifsstöð hrundi og hefur ekki náð
sér upp aftur nema að hluta til. En
á móti þessu kemur svo mikil aukn-
ing í sölu og hlustun á hljóðbækur.“
Bókin er eins og kakkalakki
Sverrir Norland er eins konar
kameljón þegar kemur að bók-
menntum, en hann star far
jöfnum höndum sem rithöf-
undur, útgefandi, gagnrýnandi
og fyrirlesari. Sverrir hefur sjálfur
þurft að fresta ýmsum viðburðum
í tengslum við útgáfur sínar, en for-
lagið hans, AM Forlag, sendi nýlega
frá sér þrjár þýddar barnabækur,
Heimili, Kva es þak? og Stysti
dagurinn eftir Carson Ellis, auk
myndasögunnar Eldhugar: Kon-
urnar sem gerðu aðeins það sem
þær vildu, eftir Pénélope Bagieu.
„Það átti að vera bókamessa núna
í Hörpu. Henni var frestað og sem
lítill útgefandi sel ég alltaf svolítið
á svona viðburðum, þannig að það
var mjög leiðinlegt. Sumir af fyrir-
lestrunum sem ég átti að vera með
hafa frestast og viðburðir í kringum
útgáfuna okkar. Allt þetta hefur
svolítil áhrif, þannig að ég er orðinn
ansi þreyttur á þessu. Þegar ríkis-
starfsmenn taka ákvarðanir um
að setja samkomutakmarkanir, þá
kannski í sinni búbblu átta þeir sig
ekki alveg á því, en þetta snertir
menninguna mjög mikið,“ segir
Sverrir.
Spurður hvort hann telji að
jólabókaf lóðið muni halda velli
í skugga efnahagsþrenginga og
minnkandi bók lesturs, segist
Sverrir vera þreyttur á svartsýnis-
spám og kýs sjálfur að sporna við
þeim með jákvæðri orku.
„Það er magnað hversu margir
lesa, hugsa, hafa áhuga á bókum. Ég
hef aldrei hitt neinn sem er ekki for-
vitinn, sem langar ekki að kynnast
nýjum hugmyndum, sögum. Bókin
virðist vera eins og kakkalakki, líf-
seigasta formið, stendur allt af sér
í kjarnorkusprengingu tækninnar.
Það er einfaldlega ekki hægt að
betrumbæta hana eða færa lestrar-
upplifunina, svo að vel sé, yfir á
annað form.
Þess vegna mun bókin lifa. En
það þarf að venja yngra fólk á þenn-
an lúxus, sem er að gefa sér tíma til
að lesa. Sá sem situr einhvers staðar
í símanum sínum virkar einhvern
veginn ekki frjáls á mig, en sá sem
er að lesa bók kýs að verja tíma
með sjálfum sér og hugsunum höf-
undarins. Það er svo fallegt. Ég trúi
á þetta, þessa tengingu. Hún mun
lifa.“ n
Jólabókaflóðið í fyrra
var mjög gott og mun
betra heldur en árin
þar á undan. Bóksalan
var mjög góð.
Margrét Jóna Guðbergsdóttir
Þá hefð að gefa bækur
til jólagjafa má rekja til
áranna eftir síðari
heimsstyrjöld og eftir
að hafa fengið sjálf-
stæði okkar frá Dönum
árið 1944.
Heiðar Ingi Svansson
201
Fjöldi skráðra bókatitla frá Félagi íslenskra bókaútgefenda
Barnabækur
myndskreyttar
Barnabækur
skáldverk
Barnabækur
fræðibækur/handb.
Ungmennabækur
Skáldverk
íslensk
Skáldverk
þýdd
Ljóð og
leikrit
Listir og
ljósmyndir
Fræðibækur/
handbækur
Saga, ættfræði
og héraðslýsingar
Ævisögur og
endurminningar
Matur og
drykkur
Útivist, tómstundir
og íþróttir
116
86
134
30
59
158
45
27
7
9
6
136
119
125
53
53
177
37
22
10
12
12
173
24
15
0 50 100 150 200
n 2020 861 bók samtals n 2021 985 bækur samtals
40 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið