Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 15
HEILSUVERND
7
sælgæti og' kökur, ásamt kaffi, tóbaki, áfengi og öðrum
nautnavörum, mundu eiga mestan þátt í myndun krabba-
meinsins, meðal annars vegna þess, að liinar fínu og úr-
gangslausu fæðutegundir valda kyrrstöðu í þörmum og
þar af leiðandi rotnun, sem framleiðir eiturefni, er berast
inn í blóðið. Ég hefi því um tugi ára varað vð neyzlu
liinna ónáttúrlegu og dauðu fæðutegunda. Saga dr. Nolfi
og frásögnin af því, hvernig lieilsu hennar hrakaði og
æxlið stækkaði á ný, er hún hvarf aftur til síns fyrra
mataræðis, staðfesti þann grun minn, að röng fæða væri
meginorsök eða ein aðalorsök krabbameins og annarra
sjúkdóma. Má því geta nærri, að ég hafði ekki litla löng-
un til að heimsækja þessa dönsku stéttarsystur mína.
Nolfi-hjónin. Dr. Kirstine Nolfi hafði sagt mér til veg-
ar, svo að ckki var um að villast. Ég fór með járnbraut
frá Kaupmannahöfn til Hamlebæk, þaðan norður Strancl-
vejen 15—20 mínútna gang. Þar er hlið lil hægri, rauð-
málað, með áletruninni Humlegaarden.
Ég hitti lierra Nolfi í húsagarðinum, og tók hann mér
ástúðlega. Hann er dálítið fatlaður vegna einskonar mis-
vaxtar í beinum frá því er hann var ungur. Þetta er
gáfað göfugmenni og eins og' lýsandi geisli á liinu fjöl-
menna heimili, þar sem hann er livers manns hugljúfi.
Mér var þegar vísað inn í viðtalsherbergi frú Nolfi. Ég
vissi, að frúin var komin á sjötugsaldur, en svo var ekki
að sjá. Hún var rjóð í kinnum, hvik og létt á fæti með
glampandi líf og fjör í augum og svipbrigðum. Hún bar
þess engin merki, að skæðasti óvinur lífsins, krabbamein-
ið, liefði barið þar að dyrum.
Tal okkar barst þegar að bókum hennar, er liöfðu vak-
ið forvitni mína líkt og bækur Waerlands. Hún hafði
ekki látið fálæti liinna lærðu stéttarbræðra sinna draga
úr sér kjarkinn. Kver hennar, sem ég gat um áðan, seld-
ist upp á fáum dögum, og síðan ritaði lnin aðra stærri
bók, „Levende Fude“ (Lifandi fæða), sem nýlega er kom-
in út í endurbættri útgáfu. Hún er þess fullviss, að hægt