Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 37

Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 37
HEILSUVERND 29 kjálkabörS og háls, og mér var ekki farið að lítast á blikuna. Og ekki bætti það úr skák, að ég heyrði tröllasögur af mönn- inn, sem höfðu gengið með þennan ófögnuð árum saman. Ég var satt að segja hálfvegis farinn að óska þess, að ég væri orð- inn að kvenmanni. Þegar Jónas Kristjánsson kom heim úr sumarleyfi sínu, fór ég til lians og sagði honum mínar farir ekki sléttar. Við verðum víst að reyna að sjóða þetta úr þér, sagði hann og smellti mér í heitt hað og vafði mig svo teppum, ])egar ég var orðinn vel sveittur. Þetta endurtók sig daglega i fáeina daga, en úthrotin sátu sem fastast. Eitt sinn harst það í tal, að ég notaði ennþá áburðinn, sem mér var síðast gefinn. Hættu undir eins við það, sagði læknirinn, áburðurinn vinnur á móti höðunum, sem hafa það tvöfalda hlutverk, að opna og hreinsa húðina og lileypa í gegnum hana skaðlegum óhrcinindum og eiturefnum úr hlóðinu, og liinsvcgar að hækka líkamshitann og lama þann- ig eða drepa bakteríurnar, sem skeggsýkinni valda. Eg lét ekki segja mér það tvisvar að varpa smyrslunum fyrir borð. Daginn eftir var farið að slá á útbrotin, og eftir vikutíma voru þau horfin. Fjársöfnun í Heilsuhælissjóð NLFÍ er nú að hefjast að tilhlutun stjórna félagsins og sjóðsins. Von- andi verður þess ekki langt að hiða, að upp geti risið visir að heilsuhæli á hinni skemmtilegu jörð félagsins, Gröf í Hruna- mannahreppi. Er mikils um vert, að menn liggi ekki á liði sínu og ljái þessu nauðsynjamáli fylgi sitt, ekki aðeins félagsmenn, heldur allir landsmenn. Um miðjan maímánuð var haldinn basar, sem félagskonur höfðu ailan veg og vanda af að koma upp. Þá verður hráðlega Iileypt af stokkunum myndarlegu happdrætti. Er þess vænst, að hver félagsmaður taki að sér að selja nokkra miða, og ef cin- hverjir kaupendur HEILSUVERNDAR, sem ekki eru félagsmenn, kynnu að vilja veita aðstoð sína við sölu happdrættismiða, þá eru þeir vinsamlega beðnir að gefa sig fram við framkvæmda- sljóra happdrættisins, Pétur Pétursson, útvarpsþul, Meðalholti 5, simi 6248, eða við einhvern úr happdrættisnefnd, en liana skipa: Frú Guðrún Þ. Björnsdóttir, Háteigsveg 14, sími 2986; Björgólfur Slefánsson, kaupmaður, Laugaveg 22 A, simi 3628, og fíjörn L. Jónsson, veðurfræðingur, Mánag. 13, sími 3884. Merkjasöludag hefir sjóðurinn 1. sunndag i júní. Þá hafa verið gefin út falleg' minningarspjöld (sjá mynd í 1.—2. hefti),

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.