Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 42

Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 42
X Lesið bækur NLFÍ Nýjar leiðir II. í þessari bók er mikill fróðleikur saman kominn og mörg hagnýt ráð, cins og sjá má á eftirfarandi efnisyfirliti: Jónas Kristjánsson: Formáli, Ameríkuferð árið 1935, Skarfakál og skyrbjúgur, Heilsuhæli fyrir náttúrulækning- ar. Halldór Stefánsson: Náttúrulækningafélag íslands (stefna og starf), Jónas læknir Kristjánsson 75 ára. .Björn L. Jónsson: Sojabaunauppskriftir, Heilsufar og mataræði á íslandi fyrr og nú, Matstofa NLFÍ, Nýtt grænmeti allt árið. Rasmus Alsaker: Mataræði ungbarna (þýtt). Jobn Harvey Kellogg: Ristilbólga og gyllinæð (þýtt). Nánari lýsingu á innihaldi bókarinnar er að finna í 1.—2. befti HEILSUVERNDAR, bls. 55. Bókin er 190 bls. og kostar kr. 22. Heilsan sigrar, eftir Are Waerland. Þetta litla kver er merkileg og iærdóms- rík saga af baráttu ungrar konu við lang- varandi heilsuleysi og marga alvarlega sjúkdóma, sem læknar fengu ekki við ráð- ið. Á elleftu stundu sneri konan baki við læknum og lyfjum, breytti lifnaðarháttum sínum og vann ekki aðeins sigur á van- lieilsu sinni, heldur öðlaðist hún svo stál- slegna heilsu og þrek, bæði andlega og líkamlega, að furðu gegndi. Og jafn- framt gjörbreyttist vaxtarlag hennar, húð og litarháttur á ótrúlegan liátt, sem eng- in fegrunarlyf hefðu fengið áorkað. Allar ungar stúlkur og konur, sem er annt um útlit sitt og heilbrigði, geta lært furðu mikið á þessari litlu, myndum prýddu bók, sem kostar aðeins 4 krónur. Bækur NLFÍ fást hjá bóksölum og hjá afgreiðslumanninum, Hirti Hanssyni, Ilankastr. 11, pósthólf 566, Reykjavík.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.