Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 35

Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 35
HEILSUVERNl) 27 brjósti, og' vall og ýrði úr, svo að mér varð ekki um sel. Þetta mun — að áliti læknisins — liafa verið síðasta „útrásin“, lokaátak líkamans til að losa sig við óhreinindi ])au, sem ollu þessum svæsna og langvinna eksemsjúk- dómi. Þessi nýju sár þorrnuðu smám saman úpp, en greru ekki í fyrstu. En þar kom, að þau tóku að gróa, og siðan hélt batinn áfram jafnt og þétt. Þegar kom fram á vor- ið, var öll bólga lijöðnuð og öll sár horfin. Þaulsætnast var eksemið á böndunum. Þær voru lengi barðar og hreistraðar, eftir að öll önnur útbrot voru liorfin. En nú eru hendur mínar orðnar mjúkar viðkomu, en eru örlítið rauðar enn, einkum fingurnir. Þó eru allar líkur til, að þessar síðustu menjar tveggja áratuga þjáninga og óþæg- inda eigi eftir að liverfa til fullnustu, því að roðinn á fingruniim hefir farið minnkandi síðasta hálfa árið. Ég losna líka við gigtina. Hér verð ég að geta um eitl eftirtektarvert atriði. Áður en ég byrjaði að ganga til Jónasar Kristjánssonar, bafði ég þjáðst af gigtarverkjum, sem voru stundum svo sárir, að ég gat ekki varizt bljóð- um, er ég var að koma mér fyrir í rúminu á kvöldin. Þegar ég liafði sótt böðin um nokkurt skeið, hurfu þess- ir verkir með öllu, og síðan hefir ekkert borið á þeim. Góð heilsa fyrir öllu. Ég fer enn þá við og við í böð til Jónasar mér til bressingar. Ég borða stöku sinnum lítið eitt af kjöti og fiski, en fylgi annars stranglega öllum fyrirmælum lians um mataræði. Heilsufar mitt er með ágætum. Ég er rjóð og blómleg í andliti, þótt ég sé meira en hálfáttræð. Og þakklæti mínu fyrir fenginn bata og vellíðan fæ ég ekki með orðum lýst. Fáir kunna að meta góða heilsu eins og vert er — aðrir en þeir, sem liafa misst hana og endurheimt.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.