Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 33
HEILSUVERND 25 sárunum á fótleggjunum, að ég þurfti að liafa sokka- skipti þrisvar á dag. Við og við dvínaði úrferðin, og sár- in þorrnuðu upp á blettum. En svo brutust þau óðara út aftur. Þá leitaði ég til Páls Sigurðssonar læknis, sem sendi mig til Hannesar Guðmundssonar, sérfræðings í húð- sjúkdómum, og bað hann að líta á mig. Hannes lét mig leggjast inn á Landsspítalann, og lá ég þar í 5 mánuði. Sinkpasta eða einhver mýkjandi áburður var borinn á útbrotin, en að öðru leyti var mataræði heitt við lækn- inguna eftir fyrirsögn sérfræðingsins. Lét hann mig nær- ast á liafragraut með rjómablandi (á morgnana), eggj- um, hráu káhneti, kartöflum, jurtasúpum, appelsínum og eplum, en ég fékk livorki sykur, kaffi, kjöt, fisk né slátur. Þessa 5 mánuði var líðan mín hin bezta, og er ég kom heim af spítalanum í janúar 1942, var ég lieil og gróin sára minna. Eftir heimkomuna tók ég upp fyrra mataræði. Ég liætti að horða ávexti, sömuleiðis hrámetið, mjólkurneyzlan minnkaði, en ég fór aftur að drekka kaffi og borða syk- ur, grauta, kjöt og fisk. Ekki leið á löngu, áður en eksemið brauzt út á ný. Varð ég að leggjast aftur inn á Landsspítalann 6. marz sama vetur. Ég var sett á sama mataræði og í fyrra skipt- ið, en auk þess var meðferðin að þessu sinni fólgin í inn- dælingum og röntgengeislum. Árangurinn af þessum að- gerðum var góður, útbrotin þorrnuðu upp og greru, og liinn 4. júlí fór ég lieim, og lífið brcsti við mér á ný. Eksemið tekur sig upp á ný. Því miður varð batinn skammær einnig í þetta skiptið, og mun því hafa valdið sama mataræðisbreytingin og eftir fyrri heimkomuna. En í hvorugt skiptið lagði læknirinn mér nein ráð um það, hvernig ég skyldi haga mataræði mínu, er Iieim kæmi. Eftir nokkrar vikur steyptist ég enn einu sinni út í út- brotum. Hrakaði mér svo mjög, að ég varð rúmföst. Er

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.