Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 36

Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 36
Skeggsýki Björn L. Jónsson: heitum böðum læknuð með Sumarið 1943 rataði ég í þá ógæfu að smitast á rakarastofu af svonefndri skeg'gsýki, en það er illkynjaður og mjög þrá- látur húðsjúkdómur í andliti og liöfði, aðallega í skeggrót, og orsakast af einhverri bakteríu eða svepp. Ég hélt í fyrstu, að þetta væru einhverjar meinlausr bólur. En er þetta ágerðist og breiddist út, sýndi ég það lieimilislækni ínínum, Jónasi Krist- jánssyni, og voru þá Jiðnar 3 eða 4 vikur frá þvi ég vurð þess fyrst var. Læknirinn sá þegar, að hér var um skeggsýki að ræða, og gaf mér áburð til að bera á útbrotin. Ég spurði liann, hvort ég ætti að raka mig, og kvað liann já við því. Hann var á förum í sumarleyfi, svo að ég fór eftir nokkra daga til Úlfars Þórðar- sonar, sem annaðist sjúklinga hans í fjarveru hans. Skeggsýki, sagði hann og gaf mér annan áburð. Á ég að raka mig, spurði ég. Nei, svaraði hann. Ég lilýddi, en ekkert dugði. Ég verð að leita á náðir sérfræðinnar, hugsaði ég' og lagði vongóður leið mína til Iiannesar Guðnuindssonar, sérfræðings í húðsjúkdómum. Hann skoðaði útbrotin gaumgæfilega. Það var engum blöðum um það að fletta, að þetta var skeggsýki, sagði hann og gaf mér þriðja áburðinn. Á ég að raka mig, spurði ég enn. Já, ætli það sé ekki bezt, var svarið. Ég hlýddi — og út- brotin ágerðust dag frá degi. Þau náðu nú yfir kinnar og kjálka,

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.