Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 25
Meltingin
Eins og allir vita, verður fæðan fyrir stöðuguin breyt-
ingum í meltingarfærunum, sem til þess eru ætlaðar að
gera liana liæfa til að gegna liinum margvíslegu lilut-
verkum sínum. Við getum fylgzt með þessum breyting-
um í stórum dráttum og sýnt fram á, hve fljótt þær
ganga í Iiverjum liluta meltingarfæranna fyrir sig. En
þessir hlutar eru: Munnurinn ásamt tönnum og tungu,
kokið, vélindið, niaginn, skeifugörnin, smáþarmarnir,
ristillinn með botnlanganum og' liinni ormlaga botnlanga-
totu (appendix), endaþarmurinn og að lokum enda-
þarmsopið.
Meltingin liefst í munninum með því að fæðan cr tugg-
in og blönduð munnvatninu. En í því er efnakljúfur
(enzvm), sem ptyalín nefnist og getur leyst upp sterkju,
aðalefnið í kartöflum, brauði o. s. frv. Breytist sterkjan
þá í dextrin og' einskonar sykur, sem heitir maltsykur.
Til þess að ptyalínið komist sem bezt að sterkjunni í
fæðunni, er því nauðsynlegt að tyggja matinn rækilega.
Þá er og rétt að benda á það, að þegar maturinn er illa
tugginn, verður ptyalínið, sem fvlgir honum niður í maga,
brátt óvirkt vegna sýrunnar í magasafanum, svo að
sterkjan fer ekki að breytast í nýtilega næringu fyrr en
niðri í skeifugörn fyrir álirif brissafans. Önnur sönnun
fyrir því, live mikilvæg tyggingin er fyrir meltingu
sterkjunnar, er það, að ptyalíns verður fyrst vart í munn-
vatni ungbarnsins um það leyti, er það fer að taka tenn-
ur, þ. e. a. s. um 7 mánuðum eftir fæðinguna.
Þegar fæðan hefir verið tuggin, safnar tungan henni
saman og ýtir lienni aftur í kokið og niður í vélindið, sem