Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 40

Heilsuvernd - 01.05.1947, Blaðsíða 40
32 HEILSUVERND VERÐLAUN fyrir söfnun áskrifenda. Stjórn NLFÍ hefir ákveðið að veita verðlaun sem hér segir fyrir að safna áskrifendum að HEILSUVERND: 1. Þeir sem safna 10 áskrifendum, fá ritið ókeypis í eitt ár. 2. Fyrir 30 áskrifendur fá menn auk þess að launum bókina „Matur og megin“ eða „Nýjar leiðir 11“ í skrautbandi. Geta menn kosið um þessar tvær bækur. 3. Þeir sem ná að safna 50 áskrifendum, fá báðar nefndar bækur i skrautbandi. 4. Og loks verða þeir, sem komast upp í 100 áskrifendur, gerðir ævifélagar í NLFÍ eða æviáskrifendur að HEILSUVERND, eftir því livort þeir kjósa heldur. Tilkynningar um nýja áskrifendur sendist afgreiðslumann- inum (sjá bls. 1). Þess skal getið, að einn félagsmaður liefir þegar sýnt þann lofsverða áhuga og dugnað að útvega um 80 áskrifendur að rit- inu. Þessi maður er Frímann Eiríksson, Skerseyrarvegi 13, Hafnarfirði. Nokkrir aðrir liafa unnið til verðlauna ótilkvaddir með öllu. Og kostakjör þau, sem hér eru boðin, ættu ekki að draga úr mönnum með að útbreiða HEILSUVERND. Er liérmeð beitið á alla góða menn og konur að leggja liönd á plóginn og bjálpa lil að koma ritinu inn á sem flest heimili í landinu. Aðalfundur NLFÍ var haldinn liinn 23. apríl s.I. Varaforseti félagsins gaf skýrslu um störf þess á umliðnu ári, og frú Matthildur Björnsdóttir, for- maður stjórnar Heilsuhælissjóðs NLFÍ, skýrði frá störfum sjóðs- sljórnar og hag sjóðsins. Vegna veikinda gjaldkera voru reikn- ingar ekki tilbúnir, og verða þeir lagðir fram á framhaldsaðal- fundi innan skamms. Á fundinum var samþykkt að hækka árstillag' úr 10 krónum upp í 20 krónur og ævitillag úr 100 upp i 200 krónur, og er til þess ætlazt, að hækkunin renni óskert í Heilsuliælissjóð. Félagsmenn eru nú 1644, þar af hundrað ævifélagar. Auk þess eru í Akureyrardeild félagsins um 100 félagar, en vegna anna og fjarveru formannsins, Sigurðar L. Pálssonar, hefir félagsstarf- semi í deildinni legið niðri um hríð. Stjórn NLFÍ skipa nú: Forseti Jónas Kristjánsson, læknir; varaforseti Björn L. Jónsson, veðurfræðingur; gjaldkeri Hjörtur Ilansson, stórkaupmaður; ritari Axel Helgason, lögregluþjónn; vararitari Hannes Björnsson, póstmaður.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.