Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 13
HEILSUVERND 5 Myndin á kápusíðu þessa heftis, hin svokallaða Laokoon- hópmynd, er eitt hinna mörgu ódauðlegu grísku listaverka, tvö þúsund ára gamalt eða eldra, höggvið í marmara og geymt í Vatíkaninu í Róm. Myndin sýnir roskinn mann og tvo syni hans. Tvær geysistórar eiturslöngur hafa ráðizt á feðgana. Annað ungmennið hefir þegar beðið bana, en hinir berjast von- lausri baráttu við ofureflið. Þetta er táknmynd þeirrar hrörnunar,ástríðna og nautna- sýki, sem mannkynið er undirorpið, bæði í austri og vestri, kynslóð fram af kynslóð. Þessar illu vættir eyða andlegri sem líkamlegri orku, fegurð og hreysti yngri sem eldri manna og kvenna. Og sú læknisfræði og hver sú landsstjórn, sem berst ekki af alefli gegn þessum meinvættum, er nei- kvæð og vanrækir það, sem mest er um vert: ræktun heil- brigði og lifandi samstarfs allra í þágu sannrar framþróun- ar. Vér horfum á það sljóvum og skilningsvana augum, að spítalaþörfin vex ört með ári hverju, þrátt fyrir aukna menntun og skólalærdóm, sívaxandi læknaskara og auknar ráðstafanir heilbrigðisstjórna. Vér sjáum glæpi og óknytti vaxa. Hið marglofaða frelsi er veitt ekki síður þeim, sem misnota það, en hinum, sem vinna sér og þjóð sinni gagn. Það er ekki hegningin, sem fær menn til þess að halda sér frá óknyttunum, heldur betra og þroskavænlegra uppeldi. Hinu líkamlega, siðferðilega og andlega uppeldi er mjög ábótavant. Framþróun mannkynsins og vaxandi þroski eru háð lögmálum lífsins. Heilbrigðin er takmark þess. Sjúkdómar eru hinsvegar öfugstreymi, sem horfir til upplausnar og dauða. Næringin er sterkasti hlekkurinn í akkerisfesti lífsins. Sé hann unnin úr lélegu efni, reynizt hann undantekningar- laust svikull, þegar á reynir. Líkaminn er það hljóðfæri, sem sálin spilar á. Lífslagið fer eftir samræmi og samstill- ingu allra strengja þess.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.