Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 32
Gunnar Dáhl, tannlæknir: Fæðið og tennurnar Augun eru kölluð spegill sálarinnar. Á sama hátt má kalla tennurnar spegil líkamans. Eins og hugur mannsins endurspeglast í augum hans, þannig endurspeglast ástand líkamans í tönnunum. Tennurnar eru eini hluti líkamans, sem ekki geta lækn- azt, ef þær skemmast. Bein vaxa að nýju, beinbrot gróa, sár gróa í húð og vöðvum. En hola eða skemmd í tönn grær aldrei. Það verður að fylla upp í hana. Það er algengt, að sjúklingar með sár í maga fá miklar tannskemmdir, er þeir hafa lifað um hríð á hinu fábreytta fæði, sem læknar ráðleggja þeim venjulega, en í því er lítið eða ekki af mjólk, hráum aldinum eða grænmeti, eða grófu brauði. Tennurnar eru það líffæri, sem einna fyrst og augljósast sýna truflanir og galla á viðurværi manna og efnaskiptum. Og þessi merki verða aldrei afmáð. Tennur barnsins bera ætíð minjar þess fyrirhyggjuleysis og þeirrar vankunnáttu, sem móðirin gerir sig seka um, meðan hún gengur með barnið og á fyrstu æviárum þess. Tennurnar verða lausar, óreglulegar og vanskapaðar. Ó- reglulegar máltíðir og ófullnægjandi fæði á skólaárunum veldur auknum og áframhaldandi skemmdum. Flestir telja viðurværi forfeðra okkar hafa verið mjög fábreytt. Fram á 14. öld var það aðallega mjólk, smjör, ostar, hýðismjölsbrauð og allskonar grænmeti og rótar- ávextir, sem soðið var saman í stórum potti og borðað með soðinu. Á 16. öld var farið að flytja inn matarsalt að veru- legu ráði og verka miklar birgðir af saltkjöti og saltfiski. Neyzlu þessa salta matar fylgdi aukinn þorsti, sem var

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.